Bakþankar Norðmanna kosta Vegagerðina 600 milljónir króna Svavar Hávarðsson skrifar 24. október 2016 07:00 Smíði ferjunnar mun hefjast innan tíðar að öllu óbreyttu. mynd/vegagerðin Vegagerðin liggur nú yfir tilboðum í smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju, en norskt fyrirtæki sem átti upphaflega lægsta tilboðið í smíði ferjunnar dró tilboð sitt til baka. Áhrif þessa eru þau að kostnaður við smíðina verður nokkru hærri en áætlað var út frá lægstu tilboðum en tefur verkið ekki. Lægstu tilboðin hljóðuðu upp á 2,6 til 2,7 milljarða króna en það tilboð sem nú er talið vænlegast er upp á 3,2 milljarða króna. Upphaflega voru tilboð í nýja ferju opnuð um miðjan september og voru þau lægstu heilum 800 milljónum undir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar sem var um 3,5 milljarðar króna. Norska fyrirtækið Moskenesstraumen AS átti annað af lægstu tilboðunum en dró það til baka án þess að gefa fyrir því sérstakar ástæður. Annars vegar lutu tilboðin að smíði ferjunnar eingöngu en hins vegar að smíði hennar og rekstri til tólf ára. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni voru öll tilboð um smíði og rekstur óaðgengileg og þau hafa verið lögð til hliðar. Vegagerðin staðfestir að litið sé til tilboðs pólsks fyrirtækis – skipasmíðastöðvarinnar Crist SA – sem var það fimmta lægsta. Kínverskt fyrirtæki átti mun lægra tilboð – áþekkt því norska – en þegar tekinn hafði verið með í reikninginn fjarlægðarkostnaður, eftirlit og að koma skipinu til Íslands þá voru önnur tilboð hagstæðari. Munurinn á tilboði pólska fyrirtækisins og því lægsta er um 600 milljónir króna. Þegar það lá fyrir að norska fyrirtækið, sem átti hagstæðasta tilboðið, hafði fallið frá því á síðustu stundu var farin ferð út til að skoða pólsku skipasmíðastöðina til að meta tilboð fyrirtækisins til fullnustu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vonast til að nýr Herjólfur verði tilbúinn haustið 2018 Smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju verður boðin út strax í næstu viku eftir að Alþingi samþykkti verkefnið. 3. júní 2016 19:18 Nýr Herjólfur verður tvinnferja Reiknað er með að ferjan fari í útboð í næsta mánuði. 15. október 2015 20:02 Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45 Þetta er norska ferjan sem gæti bylt samgöngum á sjó Fyrsta stóra rafmagnsferja heims hefur nú siglt áfallalaust í Noregi í hálft ár. 8. nóvember 2015 19:45 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Vegagerðin liggur nú yfir tilboðum í smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju, en norskt fyrirtæki sem átti upphaflega lægsta tilboðið í smíði ferjunnar dró tilboð sitt til baka. Áhrif þessa eru þau að kostnaður við smíðina verður nokkru hærri en áætlað var út frá lægstu tilboðum en tefur verkið ekki. Lægstu tilboðin hljóðuðu upp á 2,6 til 2,7 milljarða króna en það tilboð sem nú er talið vænlegast er upp á 3,2 milljarða króna. Upphaflega voru tilboð í nýja ferju opnuð um miðjan september og voru þau lægstu heilum 800 milljónum undir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar sem var um 3,5 milljarðar króna. Norska fyrirtækið Moskenesstraumen AS átti annað af lægstu tilboðunum en dró það til baka án þess að gefa fyrir því sérstakar ástæður. Annars vegar lutu tilboðin að smíði ferjunnar eingöngu en hins vegar að smíði hennar og rekstri til tólf ára. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni voru öll tilboð um smíði og rekstur óaðgengileg og þau hafa verið lögð til hliðar. Vegagerðin staðfestir að litið sé til tilboðs pólsks fyrirtækis – skipasmíðastöðvarinnar Crist SA – sem var það fimmta lægsta. Kínverskt fyrirtæki átti mun lægra tilboð – áþekkt því norska – en þegar tekinn hafði verið með í reikninginn fjarlægðarkostnaður, eftirlit og að koma skipinu til Íslands þá voru önnur tilboð hagstæðari. Munurinn á tilboði pólska fyrirtækisins og því lægsta er um 600 milljónir króna. Þegar það lá fyrir að norska fyrirtækið, sem átti hagstæðasta tilboðið, hafði fallið frá því á síðustu stundu var farin ferð út til að skoða pólsku skipasmíðastöðina til að meta tilboð fyrirtækisins til fullnustu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vonast til að nýr Herjólfur verði tilbúinn haustið 2018 Smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju verður boðin út strax í næstu viku eftir að Alþingi samþykkti verkefnið. 3. júní 2016 19:18 Nýr Herjólfur verður tvinnferja Reiknað er með að ferjan fari í útboð í næsta mánuði. 15. október 2015 20:02 Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45 Þetta er norska ferjan sem gæti bylt samgöngum á sjó Fyrsta stóra rafmagnsferja heims hefur nú siglt áfallalaust í Noregi í hálft ár. 8. nóvember 2015 19:45 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Vonast til að nýr Herjólfur verði tilbúinn haustið 2018 Smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju verður boðin út strax í næstu viku eftir að Alþingi samþykkti verkefnið. 3. júní 2016 19:18
Nýr Herjólfur verður tvinnferja Reiknað er með að ferjan fari í útboð í næsta mánuði. 15. október 2015 20:02
Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45
Þetta er norska ferjan sem gæti bylt samgöngum á sjó Fyrsta stóra rafmagnsferja heims hefur nú siglt áfallalaust í Noregi í hálft ár. 8. nóvember 2015 19:45