LeBron James: Færri mínútur munu ekki hafa áhrif Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2016 23:00 LeBron James með þeim Kevin Love og Kyrie Irving. Vísir/Getty Tyronn Lue, þjálfari Cleveland Cavaliers, ætlar að spara stórstjörnu sína LeBron James í NBA-deildinni í körfubolta í vetur en leikmaðurinn sjálfur hefur ekki áhyggjur að það spilli fyrir möguleikum hans að vera valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar í fimmta sinn. LeBron James var spurður út í þetta af blaðamanni ESPN og notaði James nafn Stephen Curry í rökstuðningi sínum fyrir af hverju færri mínútur ættu ekki að hafa áhrif á möguleika hans. „Nei það mun ekki hafa áhrif af því að Steph spilaði 31 mínútu í leik og hann var kosinn bestur,“ sagði LeBron James. Stephen Curry lék reyndar 32,7 mínútur í leik 2014-15 og 34,2 mínútur í leik í fyrra en það breytir ekki því að hann spilaði mun minna en LeBron er vanur. LeBron James hefur endað í þriðja sæti í kjörinu undanfarin tvö tímabil en hann hefur fjórum sinnum verið kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. James deilir nú fjórða sætinu með Wilt Chamberlain á þeim lista. Það eru bara Kareem Abdul-Jabbar (sex), Michael Jordan (fimm) og Bill Russell (fimm) sem hafa verið oftar kosnir mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar en James. „Ég hef aldrei sett mér það markmið þegar ég fer inn í tímabil að ég ætli mér að vera kosinn mikilvægastur. Ég fer inn í tímabilið með það markmið að vera mikilvægasti leikmaður míns liðs. Það hefur skilað mér fjórum slíkum verðlaunum. Ég hef alltaf, með örfáum undantekningum, verið til staðar fyrir mitt lið á báðum endum vallarins," sagði LeBron James. „Það hefur verið mikill heiður fyrir mig að vera kosinn fjórum sinnum og það er virðingarvottur fyrir það sem ég hef afrekað á mínum ferli. Það sem er þó enn mikilvægara er að ég hef verið til staðar fyrir liðsfélagana mína. Það væri frábært ef gæti unnið mér inn önnur slík verðlaun með því að gera það sem ég á að gera. Við verðum líka að vinna til þess að ég eigi möguleika. Það skiptir litlu hvaða tölum þú skilar ef liðinu er ekki að ganga vel. Mér hefur tekist að vera í farsælum liðum hingað til,“ sagði James. NBA-deildin í körfubolta hefst á ný aðra nótt en fyrsti leikur Cleveland Cavaliers er á móti New York Knicks sem er opnunarleikur NBA-tímabilsins.Vísir/Getty NBA Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Þór Þorl. | Unnu síðast útileik fyrir þremur mánuðum Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Sjá meira
Tyronn Lue, þjálfari Cleveland Cavaliers, ætlar að spara stórstjörnu sína LeBron James í NBA-deildinni í körfubolta í vetur en leikmaðurinn sjálfur hefur ekki áhyggjur að það spilli fyrir möguleikum hans að vera valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar í fimmta sinn. LeBron James var spurður út í þetta af blaðamanni ESPN og notaði James nafn Stephen Curry í rökstuðningi sínum fyrir af hverju færri mínútur ættu ekki að hafa áhrif á möguleika hans. „Nei það mun ekki hafa áhrif af því að Steph spilaði 31 mínútu í leik og hann var kosinn bestur,“ sagði LeBron James. Stephen Curry lék reyndar 32,7 mínútur í leik 2014-15 og 34,2 mínútur í leik í fyrra en það breytir ekki því að hann spilaði mun minna en LeBron er vanur. LeBron James hefur endað í þriðja sæti í kjörinu undanfarin tvö tímabil en hann hefur fjórum sinnum verið kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. James deilir nú fjórða sætinu með Wilt Chamberlain á þeim lista. Það eru bara Kareem Abdul-Jabbar (sex), Michael Jordan (fimm) og Bill Russell (fimm) sem hafa verið oftar kosnir mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar en James. „Ég hef aldrei sett mér það markmið þegar ég fer inn í tímabil að ég ætli mér að vera kosinn mikilvægastur. Ég fer inn í tímabilið með það markmið að vera mikilvægasti leikmaður míns liðs. Það hefur skilað mér fjórum slíkum verðlaunum. Ég hef alltaf, með örfáum undantekningum, verið til staðar fyrir mitt lið á báðum endum vallarins," sagði LeBron James. „Það hefur verið mikill heiður fyrir mig að vera kosinn fjórum sinnum og það er virðingarvottur fyrir það sem ég hef afrekað á mínum ferli. Það sem er þó enn mikilvægara er að ég hef verið til staðar fyrir liðsfélagana mína. Það væri frábært ef gæti unnið mér inn önnur slík verðlaun með því að gera það sem ég á að gera. Við verðum líka að vinna til þess að ég eigi möguleika. Það skiptir litlu hvaða tölum þú skilar ef liðinu er ekki að ganga vel. Mér hefur tekist að vera í farsælum liðum hingað til,“ sagði James. NBA-deildin í körfubolta hefst á ný aðra nótt en fyrsti leikur Cleveland Cavaliers er á móti New York Knicks sem er opnunarleikur NBA-tímabilsins.Vísir/Getty
NBA Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Þór Þorl. | Unnu síðast útileik fyrir þremur mánuðum Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum