Lífið

Eig­endur fegurðar­sam­keppninnar með vega­bréf Örnu Ýrar: „Ef þeir reyna eitt­hvað meira mun ég jarða keppnina“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Eigendur Miss Grand International eru með vegabréfið og neita að láta hana fá það nema með skilyrðum.
Eigendur Miss Grand International eru með vegabréfið og neita að láta hana fá það nema með skilyrðum. Vísir
Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir virðist ekki vera orðin laus við eigendur keppninnar Miss Grand International sem hún hefur deilt við undanfarna daga. Hafa þeir haldið vegabréfi hennar eftir og neitað að afhenda það nema hún sæki það sjálf.

Þetta kemur fram á Snapchat-reikningi hennar. Þar má greinilega heyra að hún sé alveg búin að fá nóg af eigendum keppninnar sem sögðu hana vera of feita til að taka þátt í keppninni. Greindi hún sjálf frá því fyrir helgi en var svo sagt að segja að misskilning hafi verið að ræða. Arna Ýr dró sig úr keppninni og hefur uppskorið mikið lof fyrir framgöngu sína gagnvart eigendum keppninnar.

„Ég er að fara að fá passann minn, ég er að fara heim og ef þeir reyna eitthvað meira mun ég jarða keppnina og ég get það alveg.,“ segir Arna Ýr á Snapchat. Þar segir hún að að eigendur keppninnar haldi vegabréfinu eftir og vilji að hún sækji það sjálf því þeir telji það víst að hún muni guggna og draga í land hitti hún eigendurna.

Fjallað hefur verið um málið um veröld og var bandaríska tímaritið Cosmopolitan afar hrifið af afstöðu Arnar Ýrar og sagði hegðun eigendanna vera „hálfvitalegan þvætting.“

„Ég kemst ekki neitt ef ég er ekki með passa þannig að ég er svolítið stressuð,“ sagði Arna Ýr sem segist þó vera með fólk til þess aðstoða sig við að ná í vegabréfið hjá eigendum keppninnar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×