Stórt kvöld í borginni sem átti ekki meistara í 52 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2016 22:30 LeBron James með uppskeruna í sumar. Vísir/Getty Cleveland Cavaliers endaði í júní meira en hálfrar aldar bið Cleveland-borgar eftir meistaraliði og það lítur úr fyrir að hin fræga Cleveland-bölvun heyri nú sögunni til. Gott dæmi um það er gengi hafnarboltaliðs Cleveland en Cleveland Indians hafnarboltaliðið er nú komið alla leið í úrslitin um meistaratitilinn. Cleveland borg eignaðist ekki meistaralið frá 1964 til 2016 eða frá því að Cleveland Browns vann ameríska fótboltann 1964 þar til að Cleveland Cavaliers vann NBA-titilinn í sumar. Hvað eftir annað voru atvinnumannalið borgarinnar komin í góða stöðu aðeins til að horfa upp á drauminn breytast í martröð. Síðasta dæmið var þegar LeBron James yfirgaf Cleveland Cavaliers og samdi við Miami Heat. LeBron James snéri hinsvegar aftur til Cleveland Cavaliers og vann síðan langþráðan titil í júní eftir magnaða framgöngu í þremur síðustu leikjunum. Cavaliers-liðið vann þá alla og felldi metlið Golden State Warriors. Það vill síðan svo til að tvö Cleveland-lið spila í kvöld en Cleveland Cavaliers liðið spilar þá sinn fyrsta leik sem NBA-meistari og Cleveland Indians liðið spilar fyrsta leikinn í úrslitaeinvíginu. Báðir leikirnir fara fram í Cleveland og vellir liðanna, hafnarboltavöllurinn Progressive Field og körfuboltahöllin Quicken Loans Arena eru hlið við hlið í miðbæ Cleveland. Leikur Cleveland Cavaliers og New York Knicks hefst klukkan 7.30 að bandarískum tíma eða klukkan 23.30 að íslenskum tíma. Hafnarboltaleikurinn hefst síðan átta mínútum yfir miðnætti. „Þetta er sérstakt kvöld fyrir alla stuðningsmenn í Cleveland og í norðaustur Ohio sem fá að upplifa svona kvöld. Þau fá tækifæri til að muna efir þessum degi þegar við fáum hringina okkar og Indians hýsa fyrsta leik úrslitanna. Það er sögulegur dagur. Allir þeir sem búa hér munu aldrei gleyma honum. Ég er ánægður að fá að vera hluti af þessu,“ sagði LeBron James, stórstjarna Cleveland Cavaliers liðsins. NBA Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Sjá meira
Cleveland Cavaliers endaði í júní meira en hálfrar aldar bið Cleveland-borgar eftir meistaraliði og það lítur úr fyrir að hin fræga Cleveland-bölvun heyri nú sögunni til. Gott dæmi um það er gengi hafnarboltaliðs Cleveland en Cleveland Indians hafnarboltaliðið er nú komið alla leið í úrslitin um meistaratitilinn. Cleveland borg eignaðist ekki meistaralið frá 1964 til 2016 eða frá því að Cleveland Browns vann ameríska fótboltann 1964 þar til að Cleveland Cavaliers vann NBA-titilinn í sumar. Hvað eftir annað voru atvinnumannalið borgarinnar komin í góða stöðu aðeins til að horfa upp á drauminn breytast í martröð. Síðasta dæmið var þegar LeBron James yfirgaf Cleveland Cavaliers og samdi við Miami Heat. LeBron James snéri hinsvegar aftur til Cleveland Cavaliers og vann síðan langþráðan titil í júní eftir magnaða framgöngu í þremur síðustu leikjunum. Cavaliers-liðið vann þá alla og felldi metlið Golden State Warriors. Það vill síðan svo til að tvö Cleveland-lið spila í kvöld en Cleveland Cavaliers liðið spilar þá sinn fyrsta leik sem NBA-meistari og Cleveland Indians liðið spilar fyrsta leikinn í úrslitaeinvíginu. Báðir leikirnir fara fram í Cleveland og vellir liðanna, hafnarboltavöllurinn Progressive Field og körfuboltahöllin Quicken Loans Arena eru hlið við hlið í miðbæ Cleveland. Leikur Cleveland Cavaliers og New York Knicks hefst klukkan 7.30 að bandarískum tíma eða klukkan 23.30 að íslenskum tíma. Hafnarboltaleikurinn hefst síðan átta mínútum yfir miðnætti. „Þetta er sérstakt kvöld fyrir alla stuðningsmenn í Cleveland og í norðaustur Ohio sem fá að upplifa svona kvöld. Þau fá tækifæri til að muna efir þessum degi þegar við fáum hringina okkar og Indians hýsa fyrsta leik úrslitanna. Það er sögulegur dagur. Allir þeir sem búa hér munu aldrei gleyma honum. Ég er ánægður að fá að vera hluti af þessu,“ sagði LeBron James, stórstjarna Cleveland Cavaliers liðsins.
NBA Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Sjá meira