Ráð handa kulsæknum Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. október 2016 07:00 Það er kominn vetur. Í gærmorgun gubbaði hann út úr sér fyrstu slyddunni og slyddan hjakkaðist á glugganum í herberginu mínu og ef hún kynni mors-kóða hefði hún sagt „eughh, vertu bara … heima í dag“. Þegar kólnar svona í veðri verður mér iðulega hugsað til átakanlegustu og enn fremur fallegustu senu bókmenntasögunnar. Í henni er rakin þrekraun Emils í Kattholti, sem berst barnungur og jökulkaldur í gegnum blindbyl á jólanótt með Alfreð, kæran vin sinn, reyrðan niður í hestvagn. Alfreð er þungt haldinn af blóðeitrun og hún færir sig nær og nær hjartanu og tíminn er svo ofsalega naumur. En svo komast þeir til læknisins og Alfreð fær blessunarlega framlengingu á lífinu. Stórkostleg hetjudáð Emils í Kattholti hreyfir við þeim allra harðgerustu. Hún hefur þó alveg sérstök áhrif á þá sem hafa megna óbeit á öllu blautu og köldu. Ég hef samið stuttan leiðarvísi, hvers hlutverk er að auðvelda kulsæknum tilveruna á svörtustu vetrarmánuðum. Ég vil þakka Astrid Lindgren, Emil í Kattholti og Alfreð vinnumanni kærlega fyrir innblásturinn.Númer 1: Útvegið ykkur einn góðan vin, elskhuga, hund eða frænku með hlýjan faðm – einhvern til að þykja vænt um – sem þið mynduð keyra á Slysó í katastrófískum hríðarbyl á aðfangadagskvöld, hvað sem það kostar.Númer 2: Lesið eitthvað sem yljar ykkur að innan.Númer 3: Fjárfestið í góðri húfu sem hylur eyrun. Og þannig getum við reynt að halda frostinu, rokinu, slyddunni og nístingsköldum einmanaleikanum í skefjum. A.m.k. þangað til vorar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Það er kominn vetur. Í gærmorgun gubbaði hann út úr sér fyrstu slyddunni og slyddan hjakkaðist á glugganum í herberginu mínu og ef hún kynni mors-kóða hefði hún sagt „eughh, vertu bara … heima í dag“. Þegar kólnar svona í veðri verður mér iðulega hugsað til átakanlegustu og enn fremur fallegustu senu bókmenntasögunnar. Í henni er rakin þrekraun Emils í Kattholti, sem berst barnungur og jökulkaldur í gegnum blindbyl á jólanótt með Alfreð, kæran vin sinn, reyrðan niður í hestvagn. Alfreð er þungt haldinn af blóðeitrun og hún færir sig nær og nær hjartanu og tíminn er svo ofsalega naumur. En svo komast þeir til læknisins og Alfreð fær blessunarlega framlengingu á lífinu. Stórkostleg hetjudáð Emils í Kattholti hreyfir við þeim allra harðgerustu. Hún hefur þó alveg sérstök áhrif á þá sem hafa megna óbeit á öllu blautu og köldu. Ég hef samið stuttan leiðarvísi, hvers hlutverk er að auðvelda kulsæknum tilveruna á svörtustu vetrarmánuðum. Ég vil þakka Astrid Lindgren, Emil í Kattholti og Alfreð vinnumanni kærlega fyrir innblásturinn.Númer 1: Útvegið ykkur einn góðan vin, elskhuga, hund eða frænku með hlýjan faðm – einhvern til að þykja vænt um – sem þið mynduð keyra á Slysó í katastrófískum hríðarbyl á aðfangadagskvöld, hvað sem það kostar.Númer 2: Lesið eitthvað sem yljar ykkur að innan.Númer 3: Fjárfestið í góðri húfu sem hylur eyrun. Og þannig getum við reynt að halda frostinu, rokinu, slyddunni og nístingsköldum einmanaleikanum í skefjum. A.m.k. þangað til vorar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun