Maðurinn sem sagði Örnu Ýr að grenna sig kallaður „ballarvaffla“ á Wikipediu Birgir Olgeirsson skrifar 25. október 2016 21:14 Arna Ýr Jónsdóttir Vísir/EPA Átök standa yfir á Wikipediu-síðu Nawat Itsaragrisil ,eiganda fegurðarsamkeppninnar Miss Grand International, en hann hefur verið harkalega gagnrýndur undanfarna daga fyrir að hafa skipað íslensku fegurðardrottningunni Örnu Ýr Jónsdóttur að grenna sig. Einhverjir hafa nú tekið sig til og uppfært upplýsingar um Itsaragrisil á Wikipediu þar sem hann er sagður sjónvarpskynnir, framleiðandi og „cockwaffle“, sem mögulega gæti kallast ballarvaffla á íslensku. Þetta er á meðal fúlyrða sem hafa verið bætt við lýsinguna á Itsaragrisil á Wikipedia en þar segir meðal annars: „Itsaragrisil opinberaði sig sem ofsafenginn kvenhatara og almennan fávita þegar hann sagði íslenskum þátttakanda í Miss Grand International, Örnu Ýr Jónsdóttur, að hún þyrfti að létta sig til að vinna keppnina. Hann sagði: „Hættu að borða morgunmat, borðaðu bara salat í hádegismat og drekktu vatn á hverju kvöldi fram að keppni.“ Augljóslega er þessum manni alveg sama um heilsu og velferð kvenna, og með því að veita hættuleg ráð, hefur Itsagrisil sannað að hann er óhæfur sem sjónvarpskynnir og til að halda fegurðarsamkeppnir,“ segir um Itsaragrisil á Wikipediu-síðunni um hann. Ef breytingasaga síðunnar eru skoðuð kemur ljós að örar breytingar hafa verið á síðunni síðastliðinn sólarhring þar sem einhverjir láta inn grófar lýsingar um Itsaragrisil en skömmu síðar hafa þær verið teknar út. Vísir náði skjáskoti af nokkrum sem sjá má hér fyrir neðan:Skjáskot af Wikipediu-síðu Itsaragrisil.Á síðunni er Arna Ýr sögð hafa landað alþjóðlegum auglýsingasamningi við Nike eftir að þessi uppákoma rataði í heimsfréttirnar en á meðan hafi Itsaragrisil orðið að aðhlátursefni um allan heim. „Sumir hafa bent á að það sé kaldhæðnislegt af manni sem er jafn ómyndarlegur og Itsagrisil að vera að gefa íslenskri fegurðardrottningu ráð,“ segir á einum stað á Wikipediu-síðunni um Itsaragrisil. Tengdar fréttir Femínistinn bjargaði fegurðardrottningunni María Lilja Þrastardóttir er huldukonan sem bjargaði Örnu Ýr úr klóm drekans með að kaupa fyrir hana flugmiða til Íslands. 25. október 2016 11:00 „Það voru átök við að ná passanum aftur" "Mér líður eins og ég hafi hætt á toppi tilverunnar. Ég er svo hamingjusöm,“ segir Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning. 25. október 2016 07:44 Furðar sig á því að fólk sé hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni Stjórnarkona í samtökum um líkamsvirðingu furðar sig á því að fólk skuli vera hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni. 24. október 2016 20:19 Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Sjá meira
Átök standa yfir á Wikipediu-síðu Nawat Itsaragrisil ,eiganda fegurðarsamkeppninnar Miss Grand International, en hann hefur verið harkalega gagnrýndur undanfarna daga fyrir að hafa skipað íslensku fegurðardrottningunni Örnu Ýr Jónsdóttur að grenna sig. Einhverjir hafa nú tekið sig til og uppfært upplýsingar um Itsaragrisil á Wikipediu þar sem hann er sagður sjónvarpskynnir, framleiðandi og „cockwaffle“, sem mögulega gæti kallast ballarvaffla á íslensku. Þetta er á meðal fúlyrða sem hafa verið bætt við lýsinguna á Itsaragrisil á Wikipedia en þar segir meðal annars: „Itsaragrisil opinberaði sig sem ofsafenginn kvenhatara og almennan fávita þegar hann sagði íslenskum þátttakanda í Miss Grand International, Örnu Ýr Jónsdóttur, að hún þyrfti að létta sig til að vinna keppnina. Hann sagði: „Hættu að borða morgunmat, borðaðu bara salat í hádegismat og drekktu vatn á hverju kvöldi fram að keppni.“ Augljóslega er þessum manni alveg sama um heilsu og velferð kvenna, og með því að veita hættuleg ráð, hefur Itsagrisil sannað að hann er óhæfur sem sjónvarpskynnir og til að halda fegurðarsamkeppnir,“ segir um Itsaragrisil á Wikipediu-síðunni um hann. Ef breytingasaga síðunnar eru skoðuð kemur ljós að örar breytingar hafa verið á síðunni síðastliðinn sólarhring þar sem einhverjir láta inn grófar lýsingar um Itsaragrisil en skömmu síðar hafa þær verið teknar út. Vísir náði skjáskoti af nokkrum sem sjá má hér fyrir neðan:Skjáskot af Wikipediu-síðu Itsaragrisil.Á síðunni er Arna Ýr sögð hafa landað alþjóðlegum auglýsingasamningi við Nike eftir að þessi uppákoma rataði í heimsfréttirnar en á meðan hafi Itsaragrisil orðið að aðhlátursefni um allan heim. „Sumir hafa bent á að það sé kaldhæðnislegt af manni sem er jafn ómyndarlegur og Itsagrisil að vera að gefa íslenskri fegurðardrottningu ráð,“ segir á einum stað á Wikipediu-síðunni um Itsaragrisil.
Tengdar fréttir Femínistinn bjargaði fegurðardrottningunni María Lilja Þrastardóttir er huldukonan sem bjargaði Örnu Ýr úr klóm drekans með að kaupa fyrir hana flugmiða til Íslands. 25. október 2016 11:00 „Það voru átök við að ná passanum aftur" "Mér líður eins og ég hafi hætt á toppi tilverunnar. Ég er svo hamingjusöm,“ segir Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning. 25. október 2016 07:44 Furðar sig á því að fólk sé hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni Stjórnarkona í samtökum um líkamsvirðingu furðar sig á því að fólk skuli vera hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni. 24. október 2016 20:19 Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Sjá meira
Femínistinn bjargaði fegurðardrottningunni María Lilja Þrastardóttir er huldukonan sem bjargaði Örnu Ýr úr klóm drekans með að kaupa fyrir hana flugmiða til Íslands. 25. október 2016 11:00
„Það voru átök við að ná passanum aftur" "Mér líður eins og ég hafi hætt á toppi tilverunnar. Ég er svo hamingjusöm,“ segir Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning. 25. október 2016 07:44
Furðar sig á því að fólk sé hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni Stjórnarkona í samtökum um líkamsvirðingu furðar sig á því að fólk skuli vera hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni. 24. október 2016 20:19