Maðurinn sem sagði Örnu Ýr að grenna sig kallaður „ballarvaffla“ á Wikipediu Birgir Olgeirsson skrifar 25. október 2016 21:14 Arna Ýr Jónsdóttir Vísir/EPA Átök standa yfir á Wikipediu-síðu Nawat Itsaragrisil ,eiganda fegurðarsamkeppninnar Miss Grand International, en hann hefur verið harkalega gagnrýndur undanfarna daga fyrir að hafa skipað íslensku fegurðardrottningunni Örnu Ýr Jónsdóttur að grenna sig. Einhverjir hafa nú tekið sig til og uppfært upplýsingar um Itsaragrisil á Wikipediu þar sem hann er sagður sjónvarpskynnir, framleiðandi og „cockwaffle“, sem mögulega gæti kallast ballarvaffla á íslensku. Þetta er á meðal fúlyrða sem hafa verið bætt við lýsinguna á Itsaragrisil á Wikipedia en þar segir meðal annars: „Itsaragrisil opinberaði sig sem ofsafenginn kvenhatara og almennan fávita þegar hann sagði íslenskum þátttakanda í Miss Grand International, Örnu Ýr Jónsdóttur, að hún þyrfti að létta sig til að vinna keppnina. Hann sagði: „Hættu að borða morgunmat, borðaðu bara salat í hádegismat og drekktu vatn á hverju kvöldi fram að keppni.“ Augljóslega er þessum manni alveg sama um heilsu og velferð kvenna, og með því að veita hættuleg ráð, hefur Itsagrisil sannað að hann er óhæfur sem sjónvarpskynnir og til að halda fegurðarsamkeppnir,“ segir um Itsaragrisil á Wikipediu-síðunni um hann. Ef breytingasaga síðunnar eru skoðuð kemur ljós að örar breytingar hafa verið á síðunni síðastliðinn sólarhring þar sem einhverjir láta inn grófar lýsingar um Itsaragrisil en skömmu síðar hafa þær verið teknar út. Vísir náði skjáskoti af nokkrum sem sjá má hér fyrir neðan:Skjáskot af Wikipediu-síðu Itsaragrisil.Á síðunni er Arna Ýr sögð hafa landað alþjóðlegum auglýsingasamningi við Nike eftir að þessi uppákoma rataði í heimsfréttirnar en á meðan hafi Itsaragrisil orðið að aðhlátursefni um allan heim. „Sumir hafa bent á að það sé kaldhæðnislegt af manni sem er jafn ómyndarlegur og Itsagrisil að vera að gefa íslenskri fegurðardrottningu ráð,“ segir á einum stað á Wikipediu-síðunni um Itsaragrisil. Tengdar fréttir Femínistinn bjargaði fegurðardrottningunni María Lilja Þrastardóttir er huldukonan sem bjargaði Örnu Ýr úr klóm drekans með að kaupa fyrir hana flugmiða til Íslands. 25. október 2016 11:00 „Það voru átök við að ná passanum aftur" "Mér líður eins og ég hafi hætt á toppi tilverunnar. Ég er svo hamingjusöm,“ segir Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning. 25. október 2016 07:44 Furðar sig á því að fólk sé hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni Stjórnarkona í samtökum um líkamsvirðingu furðar sig á því að fólk skuli vera hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni. 24. október 2016 20:19 Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Átök standa yfir á Wikipediu-síðu Nawat Itsaragrisil ,eiganda fegurðarsamkeppninnar Miss Grand International, en hann hefur verið harkalega gagnrýndur undanfarna daga fyrir að hafa skipað íslensku fegurðardrottningunni Örnu Ýr Jónsdóttur að grenna sig. Einhverjir hafa nú tekið sig til og uppfært upplýsingar um Itsaragrisil á Wikipediu þar sem hann er sagður sjónvarpskynnir, framleiðandi og „cockwaffle“, sem mögulega gæti kallast ballarvaffla á íslensku. Þetta er á meðal fúlyrða sem hafa verið bætt við lýsinguna á Itsaragrisil á Wikipedia en þar segir meðal annars: „Itsaragrisil opinberaði sig sem ofsafenginn kvenhatara og almennan fávita þegar hann sagði íslenskum þátttakanda í Miss Grand International, Örnu Ýr Jónsdóttur, að hún þyrfti að létta sig til að vinna keppnina. Hann sagði: „Hættu að borða morgunmat, borðaðu bara salat í hádegismat og drekktu vatn á hverju kvöldi fram að keppni.“ Augljóslega er þessum manni alveg sama um heilsu og velferð kvenna, og með því að veita hættuleg ráð, hefur Itsagrisil sannað að hann er óhæfur sem sjónvarpskynnir og til að halda fegurðarsamkeppnir,“ segir um Itsaragrisil á Wikipediu-síðunni um hann. Ef breytingasaga síðunnar eru skoðuð kemur ljós að örar breytingar hafa verið á síðunni síðastliðinn sólarhring þar sem einhverjir láta inn grófar lýsingar um Itsaragrisil en skömmu síðar hafa þær verið teknar út. Vísir náði skjáskoti af nokkrum sem sjá má hér fyrir neðan:Skjáskot af Wikipediu-síðu Itsaragrisil.Á síðunni er Arna Ýr sögð hafa landað alþjóðlegum auglýsingasamningi við Nike eftir að þessi uppákoma rataði í heimsfréttirnar en á meðan hafi Itsaragrisil orðið að aðhlátursefni um allan heim. „Sumir hafa bent á að það sé kaldhæðnislegt af manni sem er jafn ómyndarlegur og Itsagrisil að vera að gefa íslenskri fegurðardrottningu ráð,“ segir á einum stað á Wikipediu-síðunni um Itsaragrisil.
Tengdar fréttir Femínistinn bjargaði fegurðardrottningunni María Lilja Þrastardóttir er huldukonan sem bjargaði Örnu Ýr úr klóm drekans með að kaupa fyrir hana flugmiða til Íslands. 25. október 2016 11:00 „Það voru átök við að ná passanum aftur" "Mér líður eins og ég hafi hætt á toppi tilverunnar. Ég er svo hamingjusöm,“ segir Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning. 25. október 2016 07:44 Furðar sig á því að fólk sé hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni Stjórnarkona í samtökum um líkamsvirðingu furðar sig á því að fólk skuli vera hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni. 24. október 2016 20:19 Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Femínistinn bjargaði fegurðardrottningunni María Lilja Þrastardóttir er huldukonan sem bjargaði Örnu Ýr úr klóm drekans með að kaupa fyrir hana flugmiða til Íslands. 25. október 2016 11:00
„Það voru átök við að ná passanum aftur" "Mér líður eins og ég hafi hætt á toppi tilverunnar. Ég er svo hamingjusöm,“ segir Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning. 25. október 2016 07:44
Furðar sig á því að fólk sé hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni Stjórnarkona í samtökum um líkamsvirðingu furðar sig á því að fólk skuli vera hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni. 24. október 2016 20:19