„Viljum sýna í verki að það séu valkostir í stjórnmálum og að það sé ekki allt opið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. október 2016 12:37 „Það sem kom út úr þessum fundi er að þessir flokkar lýsa sínum eindregna vilja til þess ef þeir fá til þess umboð kjósenda að setjast niður að loknum kosningum og láta reyna á myndun meirihlutastjórnar og við teljum að þessi samtöl hafi sýnt að það er mikill samhljómur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna í samtali við fjölmiðla eftir fund stjórnarandstöðuflokkanna í morgun. Í kjölfar fundarins sendu formenna allra flokkanna, það er Pírata, Vinstri grænna, Bjartar framtíðar og Samfylkingar, frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýstu því yfir að fái þeir til þess meirihluta í kosningunum á laugardag þá muni þeir kanna möguleikann á ríkisstjórnarsamstarfi. Katrín tók það fram að það eigi eftir að kjósa. „Við metum stöðuna út frá umboði almennings það er auðvitað fólkið í landinu sem hefur síðasta orðið að sjálfsögðu en þarna er vilji þessara flokka staðfestur til þess að láta reyna á samstarf.“ Að sögn Katrínar er ekki búið að leggja drög að stjórnarsáttmála eða skiptinu ráðuneyta. Það sé bara búið að fara yfir þessar stóru línur.Segir að Píratar vilji vera sveigjanlegir Birgitta Jónsdóttir Pírati segir það algjörlega ljóst að nái þessir flokkar meirihluta þá ætli þeir að hefja viðræður um stjórnarmyndun. „Við viljum sýna í verki að það séu valkostir í stjórnmálum og að það sé ekki allt opið,“ sagði Birgitta við fjölmiðla eftir fundinn í dag. „Nú höfum við gert það sem hefur verið kallað lengi eftir í íslensku samfélagi fyrir kosningar að það sé skýr valkostur fyrir kosnignar og ef að þú greiðir þessum flokkum atkvæði þá ertu ekki að greiða atkvæði með Framsóknarflokknum eða Sjálfstæðisflokknum.“ Birgitta segir ekki sé byrjað að semja um neitt formlega en að í viðræðunum muni Píratar vera sveigjanlegir, meðal annars þegar kemur að stjórnarskrármálinu og kröfunni um stutt kjörtímabil. „Við Píratar munum að sjálfsgöðu gera allt sem í okkar valdi stendur að fara í þannig umræður að við séum sveigjanleg. Við erum ekki þannig að við viljum eyðileggja möguleikann á því að geta haldið þessu samtali áfram eftir kosningar út af einhverju sem að maður myndi telja að væri eitthvað sem margir litu ekki á sem forgangsmál.“Höskuldur Kári Schram fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við formenn flokkanna eftir fundinn í dag og má sjá viðtölin í myndskeiðinu efst í fréttinni. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hvar áttu að kjósa á laugardaginn? Hvar ertu á kjörskrá, hvar er kjörstaðurinn og í hvaða kjördeild áttu að kjósa? 27. október 2016 10:35 Stjórnarandstaðan mun kanna möguleikann á stjórnarmyndun nái hún til þess meirihluta Fundi stjórnarandstöðuflokkanna sem hófst klukkan 10.30 í morgun lauk núna rúmlega hálftólf. Í 27. október 2016 11:49 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira
„Það sem kom út úr þessum fundi er að þessir flokkar lýsa sínum eindregna vilja til þess ef þeir fá til þess umboð kjósenda að setjast niður að loknum kosningum og láta reyna á myndun meirihlutastjórnar og við teljum að þessi samtöl hafi sýnt að það er mikill samhljómur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna í samtali við fjölmiðla eftir fund stjórnarandstöðuflokkanna í morgun. Í kjölfar fundarins sendu formenna allra flokkanna, það er Pírata, Vinstri grænna, Bjartar framtíðar og Samfylkingar, frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýstu því yfir að fái þeir til þess meirihluta í kosningunum á laugardag þá muni þeir kanna möguleikann á ríkisstjórnarsamstarfi. Katrín tók það fram að það eigi eftir að kjósa. „Við metum stöðuna út frá umboði almennings það er auðvitað fólkið í landinu sem hefur síðasta orðið að sjálfsögðu en þarna er vilji þessara flokka staðfestur til þess að láta reyna á samstarf.“ Að sögn Katrínar er ekki búið að leggja drög að stjórnarsáttmála eða skiptinu ráðuneyta. Það sé bara búið að fara yfir þessar stóru línur.Segir að Píratar vilji vera sveigjanlegir Birgitta Jónsdóttir Pírati segir það algjörlega ljóst að nái þessir flokkar meirihluta þá ætli þeir að hefja viðræður um stjórnarmyndun. „Við viljum sýna í verki að það séu valkostir í stjórnmálum og að það sé ekki allt opið,“ sagði Birgitta við fjölmiðla eftir fundinn í dag. „Nú höfum við gert það sem hefur verið kallað lengi eftir í íslensku samfélagi fyrir kosningar að það sé skýr valkostur fyrir kosnignar og ef að þú greiðir þessum flokkum atkvæði þá ertu ekki að greiða atkvæði með Framsóknarflokknum eða Sjálfstæðisflokknum.“ Birgitta segir ekki sé byrjað að semja um neitt formlega en að í viðræðunum muni Píratar vera sveigjanlegir, meðal annars þegar kemur að stjórnarskrármálinu og kröfunni um stutt kjörtímabil. „Við Píratar munum að sjálfsgöðu gera allt sem í okkar valdi stendur að fara í þannig umræður að við séum sveigjanleg. Við erum ekki þannig að við viljum eyðileggja möguleikann á því að geta haldið þessu samtali áfram eftir kosningar út af einhverju sem að maður myndi telja að væri eitthvað sem margir litu ekki á sem forgangsmál.“Höskuldur Kári Schram fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við formenn flokkanna eftir fundinn í dag og má sjá viðtölin í myndskeiðinu efst í fréttinni.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hvar áttu að kjósa á laugardaginn? Hvar ertu á kjörskrá, hvar er kjörstaðurinn og í hvaða kjördeild áttu að kjósa? 27. október 2016 10:35 Stjórnarandstaðan mun kanna möguleikann á stjórnarmyndun nái hún til þess meirihluta Fundi stjórnarandstöðuflokkanna sem hófst klukkan 10.30 í morgun lauk núna rúmlega hálftólf. Í 27. október 2016 11:49 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira
Hvar áttu að kjósa á laugardaginn? Hvar ertu á kjörskrá, hvar er kjörstaðurinn og í hvaða kjördeild áttu að kjósa? 27. október 2016 10:35
Stjórnarandstaðan mun kanna möguleikann á stjórnarmyndun nái hún til þess meirihluta Fundi stjórnarandstöðuflokkanna sem hófst klukkan 10.30 í morgun lauk núna rúmlega hálftólf. Í 27. október 2016 11:49