Stjórnarmyndun kemur forsetanum nánast ekkert við Jakob Bjarnar skrifar 28. október 2016 13:00 Stjórnarmyndun getur hæglega farið fram án aðkomu Guðna Th. En, ef marka má skoðanakannanir verður staðan flókin að loknum kosningum. „Mikill misskilningur er að forseti ráði ferð með því að veita „stjórnarmyndunarumboð“. Smári McCarthy óð meira að segja í þessari villu í útvarpsviðtali um samstarfstilboð Pírata þar sem hann tók fram að auðvitað yrði beðið eftir umboði forseta eftir að talningu lyki. Einn bloggari er svo forskrúfaður að segja um samstarfstilboð Pírata til fjögurra flokka: „Í rauninni er þetta vantraustsyfirlýsing á Guðna Th Jóhannesson sem samkvæmt stjórnarskrá og hefðum ber að stýra stjórnarmyndunarviðræðum,“ segir Stefán Jón Hafstein sem nú starfar hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Í aðdraganda forsetakosninga efndi Stefán Jón til viðamikils samtals um hlutverk forseta á Facebook. Hann hefur skoðað þetta í þaula og átt í samtali við ýmsa sérfræðinga. Hann segir þetta því miður algengan misskilning. „Engin lagastoð er fyrir þessu „stjórnarmyndunarumboði". Þeir flokkar sem vilja starfa saman og mynda ríkisstjórn á Alþingi og hafa til þess meirihluta gera það einfaldlega og tilkynna forseta og þjóð komi til þess. Þetta getur legið fyrir á sömu mínútu og úrslit liggja fyrir.“ Hins vegar er eitthvað til sem heitir stjórnskipunarhefð en Stefán Jón veltir því fyrir sér hversu lögformlegt gildi slíkt fyrirbæri hefur?Umboð Sigmundar Davíðs á misskilningi byggt Stefán Jón lýsir því svo að hann hafi átt samtal við núverandi forseta, þá sagnfræðing sérfróðan um forsetaembættið, um síðustu áramót einmitt um þetta atriði. „Hann sagði rannsóknir sínar um hvernig þetta hefði gengið fyrir sig í fortíðinni hafa leitt fátt í ljós, afar fá gögn lægju fyrir. Ég spurði í gríni hvort þetta samband forsetans og stjórnmálamanna væru „pappírslaus viðskipti“ og játti hann því hlæjandi. Frumkvæðið að stjórnarmyndun er Alþingis. Klippt og skorið.“Sigmundur Davíð og Ólafur Ragnar sem veitti Sigmundi stjórnarmyndunarumboðið 2013.Síðast var frumkvæðið algerlega Ólafs Ragnars, en spurt er um umboðið? „Vilji forseti án lagastoðar kalla fólk á sinn fund og fela Sigmundi Davíð að mynda stjórn eins og Ólafur Ragnar gerði getur þingið ákveðið að una því. Eða fólk tekur sig bara saman og myndar meirihluta án tillits til þess hvað forseti segir. Lætur hann svo bara vita.“ Þannig má segja að þegar Ólafur Ragnar ákvað að veita Sigmundi Davíð umboð til að mynda stjórn, þá byggi það á misskilningi.Gunnar Thoroddsen tók sjálfur frumkvæðiðStefán Jón bendir á að komi til stjórnarkreppu gæti þurft málamiðlara svo sem Kristján Eldjárn var á sínum tíma, og jafnvel myndunar utanþingsstjórnar eins og Sveinn Björnsson gerði. „Ég var fréttamaður RÚV meðan Eldjárn tók hringinn og var sögulegt þegar Lúðvík Jósepsson fékk umboð. En, þá gekk ekkert í þinginu fyrr en Gunnar Thoroddsen tók sjálfur frumkvæði og myndaði stjórn, lét svo Eldjárn vita! Hann fékk aldrei neitt umboð til að kljúfa D listann. Ég man vel þessa krísu,“ segir Stefán Jón.Guðni telur sig í vera í lykilhlutverkiEn, þó þetta sé svona í pottinn búið, að forsetinn hafi engu sérstöku lögskipuðu hlutverki að gegna nema þá með vísan til einskonar hefðar, virðist Guðni Th. Jóhannesson, nýr forseti lýðveldisins, ekki líta svo á. Og hefur gleymt öllu um „hin pappírslausu viðskipti“. Guðni sagði við Fréttablaðið daginn eftir kjör sitt að snúið gæti reynst að mynda ríkisstjórn. „Forseti ákveður hver skuli fyrst spreyta sig við myndun ríkisstjórnar. Það þarf ég að gera á grundvelli þess sem stjórnmálaleiðtogar segja mér eftir kosningar og á grundvelli þess hvern ég tel líklegastan til að geta myndað ríkisstjórn. Það þarf ekki að vera leiðtogi stærsta flokksins, það þarf ekki að vera leiðtogi þess sem mest hefur unnið á. Það þarf einfaldlega að vera byggt á mati forsetans,“ sagði Guðni þá. En, samkvæmt athugunum Stefáns Jóns þurfa stjórnmálaleiðtogar ekkert að mæna til Bessastaða í þessu sambandi.Alltaf stefnt að meirihlutastjórn Ragnar Aðalsteinsson lögfræðingur segir það sína skoðun að ef tilteknir flokkar komi sér saman um að mynda stjórn, eru með meirihluta á þingi, þá segja þeir forseta Íslands frá því að þeir muni mynda þessa meirihlutastjórn.Ragnar segir það sína skoðun að ef flokkar komi sér saman um stjórn og hafi til þess meirihluta, þá segi þeir forseta einfaldlega frá því.„Ef að slíkt kemur ekki fram þá ræðir forseti Íslands við forystumanna allra stjórnmálaflokka á Alþingi og eftir að hafa hlustað á þá velur hann þann sem hann telur líklegastan til að geta myndað meirihlutastjórn, til að mynda stjórnina. Þá er ég alltaf að tala um meirihlutastjórn,“ segir Ragnar.Mikil óvissa í loftinuEn, það getur komið til þess að enginn geti myndað stjórn og þá kemur utanþingsstjórn til álita. „En stjórnmálamenn vilja ekki slíka stjórn og munu gera allt til að koma í veg fyrir það. Svo má bera þetta saman við ástandið á Spáni, þar hefur starfsstjórn starfað í 10 mánuði án þess að hafa meirihluta á þinginu. Ekki fyrr en fyrir örfáum dögum að nærst stærsti flokkurinn ákvað að leggjast ekki gegn því að forystumaður þess flokks myndi minnihlutastjórn. Þar hafa verið haldnar tvennar kosningar til að geta myndað meirihluta án árangurs.“ Ragnar segir ekki óhugsandi að hliðstætt ástand geti myndast hér, að það verði mjög erfitt að mynda stjórn. Þá taki við langvarandi samningaumleitanir milli flokka sem sá leiðir er forseti kallar til slíks. En, það er ef horft er til skoðanakannana. „Það getur orðið spenna í þessu. Vissulega. En við vitum ekkert um það hvernig menn muni svo kjósa á morgun. Mikil óvissa í loftinu.“ Kosningar 2016 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
„Mikill misskilningur er að forseti ráði ferð með því að veita „stjórnarmyndunarumboð“. Smári McCarthy óð meira að segja í þessari villu í útvarpsviðtali um samstarfstilboð Pírata þar sem hann tók fram að auðvitað yrði beðið eftir umboði forseta eftir að talningu lyki. Einn bloggari er svo forskrúfaður að segja um samstarfstilboð Pírata til fjögurra flokka: „Í rauninni er þetta vantraustsyfirlýsing á Guðna Th Jóhannesson sem samkvæmt stjórnarskrá og hefðum ber að stýra stjórnarmyndunarviðræðum,“ segir Stefán Jón Hafstein sem nú starfar hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Í aðdraganda forsetakosninga efndi Stefán Jón til viðamikils samtals um hlutverk forseta á Facebook. Hann hefur skoðað þetta í þaula og átt í samtali við ýmsa sérfræðinga. Hann segir þetta því miður algengan misskilning. „Engin lagastoð er fyrir þessu „stjórnarmyndunarumboði". Þeir flokkar sem vilja starfa saman og mynda ríkisstjórn á Alþingi og hafa til þess meirihluta gera það einfaldlega og tilkynna forseta og þjóð komi til þess. Þetta getur legið fyrir á sömu mínútu og úrslit liggja fyrir.“ Hins vegar er eitthvað til sem heitir stjórnskipunarhefð en Stefán Jón veltir því fyrir sér hversu lögformlegt gildi slíkt fyrirbæri hefur?Umboð Sigmundar Davíðs á misskilningi byggt Stefán Jón lýsir því svo að hann hafi átt samtal við núverandi forseta, þá sagnfræðing sérfróðan um forsetaembættið, um síðustu áramót einmitt um þetta atriði. „Hann sagði rannsóknir sínar um hvernig þetta hefði gengið fyrir sig í fortíðinni hafa leitt fátt í ljós, afar fá gögn lægju fyrir. Ég spurði í gríni hvort þetta samband forsetans og stjórnmálamanna væru „pappírslaus viðskipti“ og játti hann því hlæjandi. Frumkvæðið að stjórnarmyndun er Alþingis. Klippt og skorið.“Sigmundur Davíð og Ólafur Ragnar sem veitti Sigmundi stjórnarmyndunarumboðið 2013.Síðast var frumkvæðið algerlega Ólafs Ragnars, en spurt er um umboðið? „Vilji forseti án lagastoðar kalla fólk á sinn fund og fela Sigmundi Davíð að mynda stjórn eins og Ólafur Ragnar gerði getur þingið ákveðið að una því. Eða fólk tekur sig bara saman og myndar meirihluta án tillits til þess hvað forseti segir. Lætur hann svo bara vita.“ Þannig má segja að þegar Ólafur Ragnar ákvað að veita Sigmundi Davíð umboð til að mynda stjórn, þá byggi það á misskilningi.Gunnar Thoroddsen tók sjálfur frumkvæðiðStefán Jón bendir á að komi til stjórnarkreppu gæti þurft málamiðlara svo sem Kristján Eldjárn var á sínum tíma, og jafnvel myndunar utanþingsstjórnar eins og Sveinn Björnsson gerði. „Ég var fréttamaður RÚV meðan Eldjárn tók hringinn og var sögulegt þegar Lúðvík Jósepsson fékk umboð. En, þá gekk ekkert í þinginu fyrr en Gunnar Thoroddsen tók sjálfur frumkvæði og myndaði stjórn, lét svo Eldjárn vita! Hann fékk aldrei neitt umboð til að kljúfa D listann. Ég man vel þessa krísu,“ segir Stefán Jón.Guðni telur sig í vera í lykilhlutverkiEn, þó þetta sé svona í pottinn búið, að forsetinn hafi engu sérstöku lögskipuðu hlutverki að gegna nema þá með vísan til einskonar hefðar, virðist Guðni Th. Jóhannesson, nýr forseti lýðveldisins, ekki líta svo á. Og hefur gleymt öllu um „hin pappírslausu viðskipti“. Guðni sagði við Fréttablaðið daginn eftir kjör sitt að snúið gæti reynst að mynda ríkisstjórn. „Forseti ákveður hver skuli fyrst spreyta sig við myndun ríkisstjórnar. Það þarf ég að gera á grundvelli þess sem stjórnmálaleiðtogar segja mér eftir kosningar og á grundvelli þess hvern ég tel líklegastan til að geta myndað ríkisstjórn. Það þarf ekki að vera leiðtogi stærsta flokksins, það þarf ekki að vera leiðtogi þess sem mest hefur unnið á. Það þarf einfaldlega að vera byggt á mati forsetans,“ sagði Guðni þá. En, samkvæmt athugunum Stefáns Jóns þurfa stjórnmálaleiðtogar ekkert að mæna til Bessastaða í þessu sambandi.Alltaf stefnt að meirihlutastjórn Ragnar Aðalsteinsson lögfræðingur segir það sína skoðun að ef tilteknir flokkar komi sér saman um að mynda stjórn, eru með meirihluta á þingi, þá segja þeir forseta Íslands frá því að þeir muni mynda þessa meirihlutastjórn.Ragnar segir það sína skoðun að ef flokkar komi sér saman um stjórn og hafi til þess meirihluta, þá segi þeir forseta einfaldlega frá því.„Ef að slíkt kemur ekki fram þá ræðir forseti Íslands við forystumanna allra stjórnmálaflokka á Alþingi og eftir að hafa hlustað á þá velur hann þann sem hann telur líklegastan til að geta myndað meirihlutastjórn, til að mynda stjórnina. Þá er ég alltaf að tala um meirihlutastjórn,“ segir Ragnar.Mikil óvissa í loftinuEn, það getur komið til þess að enginn geti myndað stjórn og þá kemur utanþingsstjórn til álita. „En stjórnmálamenn vilja ekki slíka stjórn og munu gera allt til að koma í veg fyrir það. Svo má bera þetta saman við ástandið á Spáni, þar hefur starfsstjórn starfað í 10 mánuði án þess að hafa meirihluta á þinginu. Ekki fyrr en fyrir örfáum dögum að nærst stærsti flokkurinn ákvað að leggjast ekki gegn því að forystumaður þess flokks myndi minnihlutastjórn. Þar hafa verið haldnar tvennar kosningar til að geta myndað meirihluta án árangurs.“ Ragnar segir ekki óhugsandi að hliðstætt ástand geti myndast hér, að það verði mjög erfitt að mynda stjórn. Þá taki við langvarandi samningaumleitanir milli flokka sem sá leiðir er forseti kallar til slíks. En, það er ef horft er til skoðanakannana. „Það getur orðið spenna í þessu. Vissulega. En við vitum ekkert um það hvernig menn muni svo kjósa á morgun. Mikil óvissa í loftinu.“
Kosningar 2016 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira