Sé litið til fylgis annarra flokka þá eru Vinstri græn með 16,5 prósent og Framsóknarflokkurinn er fjórði stærsti flokkurinn en 9,3 prósent duga í það sæti sem segir að um verulega dreifingu atkvæða er að ræða. Viðreisn fær tæp 9 prósent, Samfylkingin 7,4 og Björt framtíð fær í könnuninni 6,8 prósent. Flokkur fólksins daðrar svo við fimm prósenta markið, sem er það sem þarf til að ná inn þingmanni og mælist með 3,4 prósent. Aðrir eru með minna.
„Könnunin var gerð dagana 24. til 28. október og er net-og símakönnun. Úrtakið í netkönnuninni var tilviljunarúrtak úr Viðhorfahópi Gallup, en úrtakið í símakönnuninni var tilviljunarúrtak úr Þjóðskrá. Heildarúrtaksstærð var 3.508 manns 18 ára eða eldri. Þátttökuhlutfall var 55,0% eða 1.728,“ segir á ruv.is.