Kosningahelgin frá A til Ö: Ítarleg umfjöllun á fréttastofu 365 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. október 2016 17:00 Fréttamenn á fréttastofu 365 verða með puttann á púlsinum um kosningahelgina. Vísir/Stefán Klukkan níu í fyrramálið, laugardaginn 29. október, opna flestir kjörstaðir landsins og landsmenn geta gengið til kosninga. Um leið fer í hönd mikil fréttahelgi þar sem fréttastofa 365 mun leggja sig alla fram um að koma helstu fregnum af gangi mála í kosningunum til lesenda, áhorfenda og áheyrenda sinna. Að neðan má sjá nokkrar vörður í dagskrá fréttastofunnar svo landsmenn viti nákvæmlega hvar, hvenær og hvernig þeir geta fylgst með gangi mála. Kosningavaktin á Vísi hefst snemma í fyrramálið og verða fréttamenn á vöktum á vefnum allan sólarhringinn, alla helgina. Teknir verða snúningar á öllum helstu málum sem koma upp, kjörtölur settar fram um leið og þær berast og fylgst með stöðunni út um allt land. Landsmenn eru sem fyrr hvattir til að senda ábendingar og myndir frá kosningahelginni á ritstjorn@visir.is eða í skilaboðum á Facebook-síðu Vísis.Að nýta kjörseðilinn til fullnustu Í Fréttablaðinu á morgun er fréttaskýring um hvernig er hægt að hámarka nýtni kjörseðilins með nákvæmum leiðbeiningum fyrir kjósendur. Einnig eru kjördagar og kjörsókn á Íslandi skoðuð í sögulegu ljósi og stefna flokkanna er útskýrð á gamansaman hátt fyrir þá sem hafa engan áhuga á kosningum. Á laugardagskvöldið verður Logi Bergmann með Risastóra kosningaþáttinn þar sem skemmtilegur snúningur verður tekinn á kosningunum. Þegar kjörstöðum lokar klukkan 22 tekur fréttastofan við keflinu af Loga. Telma Tómasdóttir og Heimir Már Pétursson verða í aðalhlutverkum ásamt fréttamönnum Stöðvar 2 sem flakka á milli kosningavaka flokkanna og taka viðtöl við helstu persónur og leikendur kosninganna.Kynningu á Risastóra kosningaþættinum má sjá í spilaranum að neðan.Öll kosningaumfjöllun á Stöð 2 um helgina er í opinni dagskrá og einnig á Vísi. Þá munu allar upptökur verða um leið aðgengilegar á Vísi.Laugardagur06:00 Fréttablaðið borið út 07:00 Kosningavaktin hefst á Vísi 09:00 Kjörstaðir opna 10:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 12:00 Aukafréttatími Stöðvar 2 15:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 17:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 18:30 Kvöldfréttir Stöðvar 2 20:45 Stóri kosningaþátturinn með Loga Bergmann á Stöð 2 22:00 Kjörstaðir loka. Fyrstu tölur berast í hús. Fréttastofa tekur við kosningaþættinumSunnudagur10:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 10:05 Sprengisandur á Bylgjunni (bein sjónvarpsútsending á Vísi) 12:00 Aukafréttatími Stöðvar 2 og umræðuþáttur í stjórn Heimis Más 15:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 17:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 18:30 Kvöldfréttir Stöðvar 2 24:00 Kosningavaktinni lýkur á VísiMánudagur06:00 Fréttablaðið borið út. Kosningahelgin gerð upp. Kosningar 2016 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Klukkan níu í fyrramálið, laugardaginn 29. október, opna flestir kjörstaðir landsins og landsmenn geta gengið til kosninga. Um leið fer í hönd mikil fréttahelgi þar sem fréttastofa 365 mun leggja sig alla fram um að koma helstu fregnum af gangi mála í kosningunum til lesenda, áhorfenda og áheyrenda sinna. Að neðan má sjá nokkrar vörður í dagskrá fréttastofunnar svo landsmenn viti nákvæmlega hvar, hvenær og hvernig þeir geta fylgst með gangi mála. Kosningavaktin á Vísi hefst snemma í fyrramálið og verða fréttamenn á vöktum á vefnum allan sólarhringinn, alla helgina. Teknir verða snúningar á öllum helstu málum sem koma upp, kjörtölur settar fram um leið og þær berast og fylgst með stöðunni út um allt land. Landsmenn eru sem fyrr hvattir til að senda ábendingar og myndir frá kosningahelginni á ritstjorn@visir.is eða í skilaboðum á Facebook-síðu Vísis.Að nýta kjörseðilinn til fullnustu Í Fréttablaðinu á morgun er fréttaskýring um hvernig er hægt að hámarka nýtni kjörseðilins með nákvæmum leiðbeiningum fyrir kjósendur. Einnig eru kjördagar og kjörsókn á Íslandi skoðuð í sögulegu ljósi og stefna flokkanna er útskýrð á gamansaman hátt fyrir þá sem hafa engan áhuga á kosningum. Á laugardagskvöldið verður Logi Bergmann með Risastóra kosningaþáttinn þar sem skemmtilegur snúningur verður tekinn á kosningunum. Þegar kjörstöðum lokar klukkan 22 tekur fréttastofan við keflinu af Loga. Telma Tómasdóttir og Heimir Már Pétursson verða í aðalhlutverkum ásamt fréttamönnum Stöðvar 2 sem flakka á milli kosningavaka flokkanna og taka viðtöl við helstu persónur og leikendur kosninganna.Kynningu á Risastóra kosningaþættinum má sjá í spilaranum að neðan.Öll kosningaumfjöllun á Stöð 2 um helgina er í opinni dagskrá og einnig á Vísi. Þá munu allar upptökur verða um leið aðgengilegar á Vísi.Laugardagur06:00 Fréttablaðið borið út 07:00 Kosningavaktin hefst á Vísi 09:00 Kjörstaðir opna 10:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 12:00 Aukafréttatími Stöðvar 2 15:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 17:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 18:30 Kvöldfréttir Stöðvar 2 20:45 Stóri kosningaþátturinn með Loga Bergmann á Stöð 2 22:00 Kjörstaðir loka. Fyrstu tölur berast í hús. Fréttastofa tekur við kosningaþættinumSunnudagur10:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 10:05 Sprengisandur á Bylgjunni (bein sjónvarpsútsending á Vísi) 12:00 Aukafréttatími Stöðvar 2 og umræðuþáttur í stjórn Heimis Más 15:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 17:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 18:30 Kvöldfréttir Stöðvar 2 24:00 Kosningavaktinni lýkur á VísiMánudagur06:00 Fréttablaðið borið út. Kosningahelgin gerð upp.
Kosningar 2016 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira