Orðaskipti oddvita í Reykjavík norður: „Nefndu stað og stund“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. október 2016 18:15 Þorsteinn Víglundsson, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir Sjálfstæðismenn vara sérstaklega við sér í símtölum til kjósenda. Vísir/Ernir Þorsteinn Víglundsson, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir Sjálfstæðismenn vara sérstaklega við sér í símtölum til kjósenda. Þetta segir hann á Facebook síðu sinni. Þar deilir hann frétt um nafnlausar áróðurssíður. Hann segir vinnubrögðin lýsa mikilli örvæntingu á lokametrunum og merkir Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann og oddvita Sjáflstæðisflokksin í Reykjavík norður, í færslu sinni.Alltaf til í rökræðu Guðlaugur Þór segist í svari sínu við færsluna alltaf vera til í rökræðu við Þorstein. „Hvar og hvenær sem er. Nefndu stað og stund.“ Hann segir jafnframt að ef hann myndi skrifa Facebook færslu í hvert skipti sem stuðningsmenn annarra flokka vilji fá stuðningsmenn Sjálfstæðisflokkins til að kjósa sinn flokk þá gerði hann lítið annað. „Sjálfur hefur þú lýst því yfir að þú sért sósíaldemókrati og hafir stutt gamla Alþýðuflokkinn,“ skrifar Guðlaugur.Jóhannes Benediktsson er einn þeirra sem blandar sér í umræuðr á Facebook síðu Þorsteins.Vísir/DaníelEinn þeirra sem blandar sér inn í umræðurnar er Jóhannes Benediktsson, sonur Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar. Hann spyr Guðlaug hvort það hafi verið hann sem varaði folk við Þorsteini „En þú svarar ekki fyrir þig, Guðlaugur. Er þetta rétt hjá Þorsteini? Ert þú þingmaðurinn sem... „hringdi í ágætan stuðningsmann flokksins og taldi sérstaka ástæðu til að vara við undirrituðum sem væri lítið annað en handbendi vinstri afla í landinu vegna góðra samskipta við forystu verkalýðshreyfingarinnar,“ skrifar JóhannesKannast ekki við lýsinguna Þorsteinn segir vinnubrögðin fyrir neðan allar hellur og að þau lýsi málefnalegri fátækt. „Þið virðist hafa fátt annað fram að færa en að reyna að hræða fólk til fylgis við ykkur. Við erum hvenær sem er tilbúin í debat við ykkur um vaxtastig, peningastefnu, sjávarútveg, landbúnað, frjálslyndi og frjáls viðskipti og svo mætti áfram telja. Fólk er hins vegar orðið ansi þreytt á svona vinnubrögðum,“ segir Þorsteinn sem segst jafnframt hafa ummælin frá fyrstu hendi. Guðlaugur Þór segist þó ekki kannast við lýsinguna. Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir Sjálfstæðismenn vara sérstaklega við sér í símtölum til kjósenda. Þetta segir hann á Facebook síðu sinni. Þar deilir hann frétt um nafnlausar áróðurssíður. Hann segir vinnubrögðin lýsa mikilli örvæntingu á lokametrunum og merkir Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann og oddvita Sjáflstæðisflokksin í Reykjavík norður, í færslu sinni.Alltaf til í rökræðu Guðlaugur Þór segist í svari sínu við færsluna alltaf vera til í rökræðu við Þorstein. „Hvar og hvenær sem er. Nefndu stað og stund.“ Hann segir jafnframt að ef hann myndi skrifa Facebook færslu í hvert skipti sem stuðningsmenn annarra flokka vilji fá stuðningsmenn Sjálfstæðisflokkins til að kjósa sinn flokk þá gerði hann lítið annað. „Sjálfur hefur þú lýst því yfir að þú sért sósíaldemókrati og hafir stutt gamla Alþýðuflokkinn,“ skrifar Guðlaugur.Jóhannes Benediktsson er einn þeirra sem blandar sér í umræuðr á Facebook síðu Þorsteins.Vísir/DaníelEinn þeirra sem blandar sér inn í umræðurnar er Jóhannes Benediktsson, sonur Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar. Hann spyr Guðlaug hvort það hafi verið hann sem varaði folk við Þorsteini „En þú svarar ekki fyrir þig, Guðlaugur. Er þetta rétt hjá Þorsteini? Ert þú þingmaðurinn sem... „hringdi í ágætan stuðningsmann flokksins og taldi sérstaka ástæðu til að vara við undirrituðum sem væri lítið annað en handbendi vinstri afla í landinu vegna góðra samskipta við forystu verkalýðshreyfingarinnar,“ skrifar JóhannesKannast ekki við lýsinguna Þorsteinn segir vinnubrögðin fyrir neðan allar hellur og að þau lýsi málefnalegri fátækt. „Þið virðist hafa fátt annað fram að færa en að reyna að hræða fólk til fylgis við ykkur. Við erum hvenær sem er tilbúin í debat við ykkur um vaxtastig, peningastefnu, sjávarútveg, landbúnað, frjálslyndi og frjáls viðskipti og svo mætti áfram telja. Fólk er hins vegar orðið ansi þreytt á svona vinnubrögðum,“ segir Þorsteinn sem segst jafnframt hafa ummælin frá fyrstu hendi. Guðlaugur Þór segist þó ekki kannast við lýsinguna.
Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira