Vitlausasti tíminn til að kjósa Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. október 2016 07:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2015. Fjárlagafrumvarpið í ár verður lagt fram mun seinna en áður hefur tíðkast. Ráðuneytisstjórinn segir þó undirbúning ganga vel. vísir/gva Þótt ekkert liggi fyrir um það hvaða flokkar mynda næstu ríkisstjórn eða hversu langan tíma stjórnarmyndunarviðræður munu taka, er ljóst að eftir einungis tvo mánuði þarf að samþykkja fjárlagafrumvarp næsta árs. Kristján Möller, fyrsti varaforseti Alþingis, segir að sú ákvörðun að kjósa að hausti til sé sú vitlausasta sem hefði verið hægt að taka. „Ég hefði annað hvort viljað vera búinn að því, til dæmis strax eftir forsetakosningar, eða gera það um miðjan febrúar. Sérstaklega út af fjárlögum en líka út af undirbúningi flokkanna og þar með talið prófkjörum,“ segir Kristján. Hann minnir á að ef í hönd fer heilt kjörtímabil þá verður aftur kosið á þessum tíma eftir fjögur ár.Kristján Möller.Kristján segir að vanda þurfi vinnuna við fjárlagafrumvarpið, eins og önnur lög. „Fjárlög eru lög frá Alþingi. Þetta er ekki eitthvað stefnumótunarplagg. Þetta eru lög sem þurfa að fara í þrjár umræður og nefndarvinnu. Fjárlaganefnd þarf að senda málið út til umsagnar og kalla til sín fullt af aðilum, eins og venja er,“ segir Kristján. Hann segir stöðuna grafalvarlega. Kristján bendir að sama skapi á að það verði að samþykkja fjárlagafrumvarpið fyrir áramót, annars megi ríkið í rauninni til dæmis ekki greiða út laun. Fjármálaráðuneytið hefur alla jafna verið að leggja síðustu hönd á fjárlagafrumvarpið í síðasta hluta ágústmánaðar og það síðan verði lagt fyrir þing þegar það kemur saman fyrir miðjan september. Alþingi hefur þá rúma þrjá mánuði til þess að fjalla um fjárlagafrumvarpið og samþykkja það sem lög. Núna er liðið undir lok október.Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóriGuðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, segir að hefðbundnum undirbúningi við fjárlagafrumvarpið miði vel fram. „Okkar vinna miðast við það að ný ríkisstjórn geti af skilvirkni lokið umfjöllun um frumvarpið og komið því fyrir þingið sem allra allra fyrst. Þannig að þingið hafi þá sem mest ráðrúm til þess að fjalla um frumvarpið og afgreiða það. Það er þó ljóst að það verður með óhefðbundnum hætti einfaldlega vegna þess að tímaramminn er allt annar en verið hefur,“ segir hann. Guðmundur segir að vinna ráðuneytisins miðist við að ný ríkisstjórn myndi hafa svigrúm til að setja sínar eigin pólitísku áherslur inn í frumvarpið. Guðmundur segir enga varaáætlun vera til ef Alþingi næði ekki að ljúka fjárlagafrumvarpinu í tæka tíð. „Það má ekkert gjald greiða nema með heimild í fjárlögum, þannig að það er alveg ljóst að það verður að samþykkja fjárlög fyrir áramót með einhverjum hætti.“ Guðmundur bendir jafnframt á að Alþingi hafi samþykkt fjármálaáætlun til fimm ára í ágúst. Á þeim grunni sé byggt í fjárlagafrumvarpinu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Þótt ekkert liggi fyrir um það hvaða flokkar mynda næstu ríkisstjórn eða hversu langan tíma stjórnarmyndunarviðræður munu taka, er ljóst að eftir einungis tvo mánuði þarf að samþykkja fjárlagafrumvarp næsta árs. Kristján Möller, fyrsti varaforseti Alþingis, segir að sú ákvörðun að kjósa að hausti til sé sú vitlausasta sem hefði verið hægt að taka. „Ég hefði annað hvort viljað vera búinn að því, til dæmis strax eftir forsetakosningar, eða gera það um miðjan febrúar. Sérstaklega út af fjárlögum en líka út af undirbúningi flokkanna og þar með talið prófkjörum,“ segir Kristján. Hann minnir á að ef í hönd fer heilt kjörtímabil þá verður aftur kosið á þessum tíma eftir fjögur ár.Kristján Möller.Kristján segir að vanda þurfi vinnuna við fjárlagafrumvarpið, eins og önnur lög. „Fjárlög eru lög frá Alþingi. Þetta er ekki eitthvað stefnumótunarplagg. Þetta eru lög sem þurfa að fara í þrjár umræður og nefndarvinnu. Fjárlaganefnd þarf að senda málið út til umsagnar og kalla til sín fullt af aðilum, eins og venja er,“ segir Kristján. Hann segir stöðuna grafalvarlega. Kristján bendir að sama skapi á að það verði að samþykkja fjárlagafrumvarpið fyrir áramót, annars megi ríkið í rauninni til dæmis ekki greiða út laun. Fjármálaráðuneytið hefur alla jafna verið að leggja síðustu hönd á fjárlagafrumvarpið í síðasta hluta ágústmánaðar og það síðan verði lagt fyrir þing þegar það kemur saman fyrir miðjan september. Alþingi hefur þá rúma þrjá mánuði til þess að fjalla um fjárlagafrumvarpið og samþykkja það sem lög. Núna er liðið undir lok október.Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóriGuðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, segir að hefðbundnum undirbúningi við fjárlagafrumvarpið miði vel fram. „Okkar vinna miðast við það að ný ríkisstjórn geti af skilvirkni lokið umfjöllun um frumvarpið og komið því fyrir þingið sem allra allra fyrst. Þannig að þingið hafi þá sem mest ráðrúm til þess að fjalla um frumvarpið og afgreiða það. Það er þó ljóst að það verður með óhefðbundnum hætti einfaldlega vegna þess að tímaramminn er allt annar en verið hefur,“ segir hann. Guðmundur segir að vinna ráðuneytisins miðist við að ný ríkisstjórn myndi hafa svigrúm til að setja sínar eigin pólitísku áherslur inn í frumvarpið. Guðmundur segir enga varaáætlun vera til ef Alþingi næði ekki að ljúka fjárlagafrumvarpinu í tæka tíð. „Það má ekkert gjald greiða nema með heimild í fjárlögum, þannig að það er alveg ljóst að það verður að samþykkja fjárlög fyrir áramót með einhverjum hætti.“ Guðmundur bendir jafnframt á að Alþingi hafi samþykkt fjármálaáætlun til fimm ára í ágúst. Á þeim grunni sé byggt í fjárlagafrumvarpinu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira