Tyrkir fengu „mikilvæga kennslustund í fótbolta“ frá Íslandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. október 2016 09:00 Birkir Bjarnason var með framhaldsnámskeið í miðjuspilsfræðum í gærkvöldi. vísir/ernir Tyrkneska landsliðið í fótbolta var tætt í sundur í Laugardalnum í gær þegar það tapaði, 2-0, fyrir strákunum okkar í þriðju umferð undankeppni HM 2018 í fótbolta. Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem Tyrkir steinliggja í Laugardalnum en liðin mættust í fyrsta leik undankeppni EM 2016 og þá vann Ísland, 3-0.Sjá einnig:Einkunnir Íslands gegn Tyrklandi: Kári bestur Tyrkir unnu seinni leikinn ytra fyrir ári síðan en þá þurfti Tyrkland að vinna til að komast á EM en Ísland var löngu búið að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Frakklandi. Þar komst Ísland í átta liða úrslit en Tyrkir fór heim eftir riðlakeppnina. Tyrkneskir fjölmiðlar og sérfræðingar heillast af spilamennsku okkar manna. Eins og Vísir sagði frá í morgun var Ridvan Dilmen, fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands, á því að sínir menn hefðu ekki getað landað sigri í Laugardalnum þó spilað hefði verið til morgun. Fyrirsögn umfjöllunar BirGün eftir leikinn er: „Fótboltakennsla frá Íslandi.“ Þar er farið fögrum orðum um strákana okkar og spilamennsku liðsins bæði í gær og fyrir tveimur árum.Sjá einnig:Heimir við Tólfuna: „Fokking var þetta ekki bæting?“ Skrifað er um að kerfið einfaldlega virki hjá íslenska liðinu á meðan það sem Fatih Terim, landsliðsþjálfari Tyrklands, setti upp var langt frá því að virka. Tyrkland er nú búið að koma tvisvar hingað til lands á tveimur árum og tapa í bæði skiptin gegn íslensku liði sem spilaði alveg eins í bæði skiptin og vann sannfærandi sigra. Íslenska uppleggið er sagt einfaldlega virka og að því leyti fékk Tyrkland mikilvæga kennslustund í fótbolta í Laugardalnum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands var hrifinn af spilamennsku Íslands en langt frá því að vera sáttur með sína menn. 10. október 2016 08:00 Jón Daði: Liðsheildin er svakaleg Jón Daði Böðvarsson kom aftur inn í byrjunarlið Íslands eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í leiknum gegn Finnlandi. 9. október 2016 22:02 Hannes Þór: Ekki algengt að muna ekki eftir færi Hannes Þór Halldórsson átti fremur náðugan dag í íslenska markinu gegn Tyrkjum í kvöld. 9. október 2016 22:15 Birkir: Tyrkir sköpuðu sér varla færi í kvöld Birkir Bjarnason var gríðarlega sáttur eftir 2-0 sigur Íslands gegn Tyrklandi í kvöld en hann sagði spilamennsku kvöldsins mun heildsteyptari en gegn Finnum og að Ísland hefði engin færi gefið á sér. 9. október 2016 21:56 Mikið líf á Twitter yfir landsleiknum Það er alltaf líf og fjör á samfélagsmiðlum þegar íslenska landsliðið í fótbolta leikur og sjaldan er meira fjör en þegar liðið leikur vel. 9. október 2016 22:15 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Sjá meira
Tyrkneska landsliðið í fótbolta var tætt í sundur í Laugardalnum í gær þegar það tapaði, 2-0, fyrir strákunum okkar í þriðju umferð undankeppni HM 2018 í fótbolta. Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem Tyrkir steinliggja í Laugardalnum en liðin mættust í fyrsta leik undankeppni EM 2016 og þá vann Ísland, 3-0.Sjá einnig:Einkunnir Íslands gegn Tyrklandi: Kári bestur Tyrkir unnu seinni leikinn ytra fyrir ári síðan en þá þurfti Tyrkland að vinna til að komast á EM en Ísland var löngu búið að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Frakklandi. Þar komst Ísland í átta liða úrslit en Tyrkir fór heim eftir riðlakeppnina. Tyrkneskir fjölmiðlar og sérfræðingar heillast af spilamennsku okkar manna. Eins og Vísir sagði frá í morgun var Ridvan Dilmen, fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands, á því að sínir menn hefðu ekki getað landað sigri í Laugardalnum þó spilað hefði verið til morgun. Fyrirsögn umfjöllunar BirGün eftir leikinn er: „Fótboltakennsla frá Íslandi.“ Þar er farið fögrum orðum um strákana okkar og spilamennsku liðsins bæði í gær og fyrir tveimur árum.Sjá einnig:Heimir við Tólfuna: „Fokking var þetta ekki bæting?“ Skrifað er um að kerfið einfaldlega virki hjá íslenska liðinu á meðan það sem Fatih Terim, landsliðsþjálfari Tyrklands, setti upp var langt frá því að virka. Tyrkland er nú búið að koma tvisvar hingað til lands á tveimur árum og tapa í bæði skiptin gegn íslensku liði sem spilaði alveg eins í bæði skiptin og vann sannfærandi sigra. Íslenska uppleggið er sagt einfaldlega virka og að því leyti fékk Tyrkland mikilvæga kennslustund í fótbolta í Laugardalnum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands var hrifinn af spilamennsku Íslands en langt frá því að vera sáttur með sína menn. 10. október 2016 08:00 Jón Daði: Liðsheildin er svakaleg Jón Daði Böðvarsson kom aftur inn í byrjunarlið Íslands eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í leiknum gegn Finnlandi. 9. október 2016 22:02 Hannes Þór: Ekki algengt að muna ekki eftir færi Hannes Þór Halldórsson átti fremur náðugan dag í íslenska markinu gegn Tyrkjum í kvöld. 9. október 2016 22:15 Birkir: Tyrkir sköpuðu sér varla færi í kvöld Birkir Bjarnason var gríðarlega sáttur eftir 2-0 sigur Íslands gegn Tyrklandi í kvöld en hann sagði spilamennsku kvöldsins mun heildsteyptari en gegn Finnum og að Ísland hefði engin færi gefið á sér. 9. október 2016 21:56 Mikið líf á Twitter yfir landsleiknum Það er alltaf líf og fjör á samfélagsmiðlum þegar íslenska landsliðið í fótbolta leikur og sjaldan er meira fjör en þegar liðið leikur vel. 9. október 2016 22:15 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Sjá meira
„Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands var hrifinn af spilamennsku Íslands en langt frá því að vera sáttur með sína menn. 10. október 2016 08:00
Jón Daði: Liðsheildin er svakaleg Jón Daði Böðvarsson kom aftur inn í byrjunarlið Íslands eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í leiknum gegn Finnlandi. 9. október 2016 22:02
Hannes Þór: Ekki algengt að muna ekki eftir færi Hannes Þór Halldórsson átti fremur náðugan dag í íslenska markinu gegn Tyrkjum í kvöld. 9. október 2016 22:15
Birkir: Tyrkir sköpuðu sér varla færi í kvöld Birkir Bjarnason var gríðarlega sáttur eftir 2-0 sigur Íslands gegn Tyrklandi í kvöld en hann sagði spilamennsku kvöldsins mun heildsteyptari en gegn Finnum og að Ísland hefði engin færi gefið á sér. 9. október 2016 21:56
Mikið líf á Twitter yfir landsleiknum Það er alltaf líf og fjör á samfélagsmiðlum þegar íslenska landsliðið í fótbolta leikur og sjaldan er meira fjör en þegar liðið leikur vel. 9. október 2016 22:15