Einkunnir Íslands gegn Tyrklandi: Kári bestur 9. október 2016 20:37 Kári Árnason var frábær í íslensku vörninni. vísir/ernir Ísland er komið með sjö stig í I-riðli undankeppni HM 2018 eftir öruggan 2-0 sigur á Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. Íslenska liðið var miklu sterkari aðilinn í leiknum og sigurinn var sanngjarn. Ísland komst yfir á 42. mínútu þegar Theodór Elmar Bjarnason skaut boltanum í Ömer Toprak og inn. Tveimur mínútum síðar skoraði Alfreð Finnbogason með góðu skoti eftir skalla Kára Árnasonar inn fyrir tyrknesku vörnina. Kári stóð upp úr í góðu íslensku liði að mati Fréttablaðsins og Vísis. Einkunnagjöfina má sjá hér að neðan.Einkunnir Íslands gegn Tyrklandi: Byrjunarlið: Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6Öruggur í úthlaupum og öllum sínum aðgerðum. Vörnin virðist afslappaðri með Hannes fyrir aftan sig. Reyndi ekki mikið á hann í kvöld. Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7Stóð vaktina vel í vörninni og var góður í sóknarleik íslenska liðsins, sérstaklega í fyrri hálfleik. Miklu betri frammistaða en gegn Finnum. Kári Árnason, miðvörður 9 - Maður leiksinsSýndi enn og aftur frábæran leik í íslensku landsliðstreyjunni. Frábær í vörn, stórhættulegur í loftinu og kemur sér í færi í hverjum leik. Átti frábæra stoðsendingu þegar Ísland komst í 2-0. Búinn að koma með beinum hætti að þremur mörkum í undankeppninni. Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8Öruggur að vanda í vörn íslenska liðsins. Allar staðsetningar mjög góðar og tímasetti öll sín hlaup mjög vel. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 7Óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn og fór líka betur með boltann. Flottur leikur hjá bakverðinum. Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 9Frábær í fyrri hálfleik og var líklega enn betri í síðari hálfleik. Frábærar sendingar og afar duglegur í varnarvinnunni. Líklega einn hans allra besti landsleikur á ferlinum. Birkir Bjarnason, miðjumaður 8Leysti Aron Einar af með sóma, var duglegur og harður í horn að taka. Var óheppinn að fá gult spjald í fyrri hálfleik. Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 9Stórkostleg frammistaða eins og svo oft áður. Frábær í pressu og leiddi hana oft á tíðum, vann ófáa bolta, meiriháttar í bæði vörn og sókn. Enn einn stórleikurinn hjá Gylfa. Theódór Elmar Bjarnason, vinstri kantmaður 8Gerði hlutina einfalt og var í góðum takti við leikinn. Átti stóran þátt í fyrra markinu sem var skráð sem sjálfsmark. Frábært að eiga mann sem kemur inn af jafnmiklum krafti og Elmar. Jón Daði Böðvarsson, framherji 7Duglegur að vanda. En kom sér ekki í mörg færi og það kom heldur lítið úr hans leik. Alfreð Finnbogason, framherji 8Fór fremur illa með tvö góð færi í fyrri hálfleik áður en hann afgreiddi glæsilega markið sem kom Íslandi í 2-0 forystu. Afar duglegur en hefði getað bætt við marki úr dauðafæri í síðari hálfleik. Kominn með þrjú mörk í jafn mörgum leikjum í undankeppninni. Varamenn: Björn Bergmann Sigurðarson 6 - (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 62. mínútu)Var ekki mikið í boltanum eftir að hann kom inn á. Sinnti varnarvinnunni af samviskusemi. Viðar Örn Kjartansson 6 - (Kom inn á Alfreð Finnbogason á 68. mínútu)Sama og með Björn Bergmann. Hörður Björgvin Magnússon - (Kom inn á fyrir Theodór Elmar Bjarnason á 86. mínútu)Spilaði ekki nógu mikið til þess að fá einkunn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Ísland er komið með sjö stig í I-riðli undankeppni HM 2018 eftir öruggan 2-0 sigur á Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. Íslenska liðið var miklu sterkari aðilinn í leiknum og sigurinn var sanngjarn. Ísland komst yfir á 42. mínútu þegar Theodór Elmar Bjarnason skaut boltanum í Ömer Toprak og inn. Tveimur mínútum síðar skoraði Alfreð Finnbogason með góðu skoti eftir skalla Kára Árnasonar inn fyrir tyrknesku vörnina. Kári stóð upp úr í góðu íslensku liði að mati Fréttablaðsins og Vísis. Einkunnagjöfina má sjá hér að neðan.Einkunnir Íslands gegn Tyrklandi: Byrjunarlið: Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6Öruggur í úthlaupum og öllum sínum aðgerðum. Vörnin virðist afslappaðri með Hannes fyrir aftan sig. Reyndi ekki mikið á hann í kvöld. Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7Stóð vaktina vel í vörninni og var góður í sóknarleik íslenska liðsins, sérstaklega í fyrri hálfleik. Miklu betri frammistaða en gegn Finnum. Kári Árnason, miðvörður 9 - Maður leiksinsSýndi enn og aftur frábæran leik í íslensku landsliðstreyjunni. Frábær í vörn, stórhættulegur í loftinu og kemur sér í færi í hverjum leik. Átti frábæra stoðsendingu þegar Ísland komst í 2-0. Búinn að koma með beinum hætti að þremur mörkum í undankeppninni. Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8Öruggur að vanda í vörn íslenska liðsins. Allar staðsetningar mjög góðar og tímasetti öll sín hlaup mjög vel. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 7Óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn og fór líka betur með boltann. Flottur leikur hjá bakverðinum. Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 9Frábær í fyrri hálfleik og var líklega enn betri í síðari hálfleik. Frábærar sendingar og afar duglegur í varnarvinnunni. Líklega einn hans allra besti landsleikur á ferlinum. Birkir Bjarnason, miðjumaður 8Leysti Aron Einar af með sóma, var duglegur og harður í horn að taka. Var óheppinn að fá gult spjald í fyrri hálfleik. Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 9Stórkostleg frammistaða eins og svo oft áður. Frábær í pressu og leiddi hana oft á tíðum, vann ófáa bolta, meiriháttar í bæði vörn og sókn. Enn einn stórleikurinn hjá Gylfa. Theódór Elmar Bjarnason, vinstri kantmaður 8Gerði hlutina einfalt og var í góðum takti við leikinn. Átti stóran þátt í fyrra markinu sem var skráð sem sjálfsmark. Frábært að eiga mann sem kemur inn af jafnmiklum krafti og Elmar. Jón Daði Böðvarsson, framherji 7Duglegur að vanda. En kom sér ekki í mörg færi og það kom heldur lítið úr hans leik. Alfreð Finnbogason, framherji 8Fór fremur illa með tvö góð færi í fyrri hálfleik áður en hann afgreiddi glæsilega markið sem kom Íslandi í 2-0 forystu. Afar duglegur en hefði getað bætt við marki úr dauðafæri í síðari hálfleik. Kominn með þrjú mörk í jafn mörgum leikjum í undankeppninni. Varamenn: Björn Bergmann Sigurðarson 6 - (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 62. mínútu)Var ekki mikið í boltanum eftir að hann kom inn á. Sinnti varnarvinnunni af samviskusemi. Viðar Örn Kjartansson 6 - (Kom inn á Alfreð Finnbogason á 68. mínútu)Sama og með Björn Bergmann. Hörður Björgvin Magnússon - (Kom inn á fyrir Theodór Elmar Bjarnason á 86. mínútu)Spilaði ekki nógu mikið til þess að fá einkunn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira