Engir mengandi bílar í Þýskalandi árið 2030 Finnur Thorlacius skrifar 10. október 2016 09:41 Verður framtíð Evrópu fólgin í bílum sem menga ekkert innan eins og hálfs áratugar. Þýska sambandsráðið (Bundesrat) hefur samþykkt ályktun þar sem bílar með brunavél verði bannaðar í Þýskalandi eftir árið 2030. Frá og með þeim tíma verður þýskum þegnum aðeins leyft að kaupa bíla sem menga ekkert, hvort sem þeir eru drifnir áfram af rafmagni, vetni eða öðrum ómengandi orkugjöfum. Þessi ályktun er ekki lagalega bindandi en sambandsráðið hefur biðlað til Evrópusambandsins að setja samskonar löggjöf fyrir öll lönd Evrópusambandsins. Þar sem þýsk lög eiga það til að hafa mikil áhrif á lagasetningu Evrópusambandsins eru talsverðar líkur til þess að sambandið verði við beiðni Þýskalands. Þýskaland hefur einnig biðlað til Evrópusambandsins að endurskoða hvata til ómengandi samgangna og það gæti þýtt hærri skatta á bíla sem menga eða hvata til handa fólki sem kaupir bíla sem menga ekkert. Margir bílaframleiðendur óttast að strangar mengunarkröfur muni gera gera útaf við dísilvélina, en það myndi væntanlega gleðja mjög umhverfissinna. Sala dísilbíla hefur hrapað mjög hratt og hlutfall þeirra í sölu nýrra bíla lækkaði til að mynda mjög í ágúst síðastliðnum í mörgum löndum Evrópu. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður
Þýska sambandsráðið (Bundesrat) hefur samþykkt ályktun þar sem bílar með brunavél verði bannaðar í Þýskalandi eftir árið 2030. Frá og með þeim tíma verður þýskum þegnum aðeins leyft að kaupa bíla sem menga ekkert, hvort sem þeir eru drifnir áfram af rafmagni, vetni eða öðrum ómengandi orkugjöfum. Þessi ályktun er ekki lagalega bindandi en sambandsráðið hefur biðlað til Evrópusambandsins að setja samskonar löggjöf fyrir öll lönd Evrópusambandsins. Þar sem þýsk lög eiga það til að hafa mikil áhrif á lagasetningu Evrópusambandsins eru talsverðar líkur til þess að sambandið verði við beiðni Þýskalands. Þýskaland hefur einnig biðlað til Evrópusambandsins að endurskoða hvata til ómengandi samgangna og það gæti þýtt hærri skatta á bíla sem menga eða hvata til handa fólki sem kaupir bíla sem menga ekkert. Margir bílaframleiðendur óttast að strangar mengunarkröfur muni gera gera útaf við dísilvélina, en það myndi væntanlega gleðja mjög umhverfissinna. Sala dísilbíla hefur hrapað mjög hratt og hlutfall þeirra í sölu nýrra bíla lækkaði til að mynda mjög í ágúst síðastliðnum í mörgum löndum Evrópu.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður