Oliver tæpur fyrir stórleikinn á morgun: „Vinstri bakvörður sem leysti mig af“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. október 2016 16:45 U21 árs landsliðið í fótbolta getur á morgun komist í lokakeppni EM 2017 í Póllandi takist því að vinna Úkraínu í lokaleik undankeppninnar. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli klukkan 16.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Oliver Sigurjónsson, fyrirliði liðsins, er mjög tæpur fyrir leikinn en hann glímir við beinmar og missti af síðasta leik gegn Skotum auk lokaleiks Breiðabliks í Pepsi-deildinni. „Ég verð að segja að þetta er 50-50. Það er bara já eða nei og ekkert öðruvísi en það. Ég fór í myndatöku í vikunni og þetta leit ekkert svakalega vel út en ég ætla að prófa í dag og svo sjáum við hvernig ég verð á morgun,“ sagði Oliver við Vísi á æfingu U21 árs liðsins í Laugardalnum í dag. „Þessi leikur gefur þrjú stig eins og hinir en auðvitað eru þetta mjög mikil vonbrigði. Ég fékk skot í löppina á æfingu á venjulegum miðvikudegi á æfingu með Breiðabliki. Það endaði með því að ég náði ekki að spila síðasta leikinn og kannski ekki þessa leiki með U21.“ Aðspurður hver þessi samherji hans hjá Blikunum er sem slasaði fyrirliðann og er mögulega að halda honum frá tveimur stærstu leikjum ferilsins skellti Oliver upp úr. „Það var mjög góður vinur minn, Ellert Hreinsson, sem tók skot sem ég ákvað að hoppa fyrir. Það var glórulaust hjá mér. Þetta var ekki honum að kenna, hann er öðlingur,“ sagði Oliver.Oliver skokkar á æfingu landsliðsins í dag.vísir/stefánÞurfum að sækja Úkraínska liðið hefur að engu að keppa og getur því verið hættulegur mótherji en takmarkið hjá íslenska liðinu er ansi skýrt og hefur verið það lengi. „Við förum inn í þennan leik eins og flesta aðra leiki og ætlum að vinna hann. Við erum búnir að halda hreinu í sex af sjö leikjum fyrir utan Frakkaleikina. Það verður markmið eins og alltaf að halda hreinu en við leggjum ekki upp með varnarleik á morgun,“ sagði Oliver. „Við ætlum að reyna að halda hreinu en spila góðan fótbolta því það erum við sem þurfum að sækja. Þeir eru að prófa yngri stráka fyrir næstu undankeppni. Við þurfum að sýna betri sóknarleik en við gerðum í fyrri hálfleik í síðasta leik.“ Að spila í lokakeppni EM U21 árs er ótrúlega sterkur og sýnilegur búðargluggi fyrir unga leikmenn og þá sérstaklega fyrir leikmenn sem eru enn að spila hér heima. „Þetta gæti skilað okkur í stærri deildir og komið okkur lengra en til Norðurlanda þangað sem margir fara úr íslensku deildinni. Það eru öll lið í Evrópu og utan Evrópu sem horfa á keppnina,“ sagði Oliver. „Það er ekki hægt að ímynda sér hversu stórt þetta er en fyrir leikmenn á Íslandi er þetta enn þá stærra. Það eru vonbrigði fyrir mig að geta ekki hjálpað þeim að taka lokaskrefið en ég veit að það kemur alltaf maður í manns stað hjá þessu liði,“ sagði Oliver og benti á að vinstri bakvörður FH, Böðvar Böðvarsson, leysti hann af í leiknum gegn Skotum og stóð sig vel. „Það kom vinstri bakvörður inn á miðjuna í síðasta leik og skilaði góðu verki. Það sýnir bara breiddina og gæðin í liðinu.“ Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Aron Elís: Þeir ætla ekki að leyfa okkur að halda eitthvað partý hérna Íslenska 21 árs landsliðið í fótbolta er aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í Póllandi næsta sumar. 10. október 2016 21:30 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira
U21 árs landsliðið í fótbolta getur á morgun komist í lokakeppni EM 2017 í Póllandi takist því að vinna Úkraínu í lokaleik undankeppninnar. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli klukkan 16.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Oliver Sigurjónsson, fyrirliði liðsins, er mjög tæpur fyrir leikinn en hann glímir við beinmar og missti af síðasta leik gegn Skotum auk lokaleiks Breiðabliks í Pepsi-deildinni. „Ég verð að segja að þetta er 50-50. Það er bara já eða nei og ekkert öðruvísi en það. Ég fór í myndatöku í vikunni og þetta leit ekkert svakalega vel út en ég ætla að prófa í dag og svo sjáum við hvernig ég verð á morgun,“ sagði Oliver við Vísi á æfingu U21 árs liðsins í Laugardalnum í dag. „Þessi leikur gefur þrjú stig eins og hinir en auðvitað eru þetta mjög mikil vonbrigði. Ég fékk skot í löppina á æfingu á venjulegum miðvikudegi á æfingu með Breiðabliki. Það endaði með því að ég náði ekki að spila síðasta leikinn og kannski ekki þessa leiki með U21.“ Aðspurður hver þessi samherji hans hjá Blikunum er sem slasaði fyrirliðann og er mögulega að halda honum frá tveimur stærstu leikjum ferilsins skellti Oliver upp úr. „Það var mjög góður vinur minn, Ellert Hreinsson, sem tók skot sem ég ákvað að hoppa fyrir. Það var glórulaust hjá mér. Þetta var ekki honum að kenna, hann er öðlingur,“ sagði Oliver.Oliver skokkar á æfingu landsliðsins í dag.vísir/stefánÞurfum að sækja Úkraínska liðið hefur að engu að keppa og getur því verið hættulegur mótherji en takmarkið hjá íslenska liðinu er ansi skýrt og hefur verið það lengi. „Við förum inn í þennan leik eins og flesta aðra leiki og ætlum að vinna hann. Við erum búnir að halda hreinu í sex af sjö leikjum fyrir utan Frakkaleikina. Það verður markmið eins og alltaf að halda hreinu en við leggjum ekki upp með varnarleik á morgun,“ sagði Oliver. „Við ætlum að reyna að halda hreinu en spila góðan fótbolta því það erum við sem þurfum að sækja. Þeir eru að prófa yngri stráka fyrir næstu undankeppni. Við þurfum að sýna betri sóknarleik en við gerðum í fyrri hálfleik í síðasta leik.“ Að spila í lokakeppni EM U21 árs er ótrúlega sterkur og sýnilegur búðargluggi fyrir unga leikmenn og þá sérstaklega fyrir leikmenn sem eru enn að spila hér heima. „Þetta gæti skilað okkur í stærri deildir og komið okkur lengra en til Norðurlanda þangað sem margir fara úr íslensku deildinni. Það eru öll lið í Evrópu og utan Evrópu sem horfa á keppnina,“ sagði Oliver. „Það er ekki hægt að ímynda sér hversu stórt þetta er en fyrir leikmenn á Íslandi er þetta enn þá stærra. Það eru vonbrigði fyrir mig að geta ekki hjálpað þeim að taka lokaskrefið en ég veit að það kemur alltaf maður í manns stað hjá þessu liði,“ sagði Oliver og benti á að vinstri bakvörður FH, Böðvar Böðvarsson, leysti hann af í leiknum gegn Skotum og stóð sig vel. „Það kom vinstri bakvörður inn á miðjuna í síðasta leik og skilaði góðu verki. Það sýnir bara breiddina og gæðin í liðinu.“ Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Aron Elís: Þeir ætla ekki að leyfa okkur að halda eitthvað partý hérna Íslenska 21 árs landsliðið í fótbolta er aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í Póllandi næsta sumar. 10. október 2016 21:30 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira
Aron Elís: Þeir ætla ekki að leyfa okkur að halda eitthvað partý hérna Íslenska 21 árs landsliðið í fótbolta er aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í Póllandi næsta sumar. 10. október 2016 21:30