Rimac gegn Porsche 918 Spyder Finnur Thorlacius skrifar 11. október 2016 10:30 Porsche 918 er sannkallaður ofurbíll og á metið á Nürburgring brautinni þýsku og fór hana á undir 7 mínútum. Þessi tengiltvinnbíll var aðeins framleiddur í 918 eintökum og kostaði hvert eintak hans 95 milljónir króna. En duga 887 hestöfl hans til að skáka króatíska rafmagnsbílnum Rimac, sem reyndar er skráður fyrir 1.088 hestöflum og öskrandi 1.600 Nm togi. Það sést í þessu myndskeiði hér að ofan. Til að gera sér örlítið grein fyrir getu Rimac rafmagnsbílsins þá fer hann sprettinn í 100 á 2,6 sekúndum og það tekur hann aðeins 6,2 sekúndur að ná 200 km hraða. Bílunum var att saman á kvartmílubraut í Bandaríkjunum og teknir einir 6 sprettir á henni. Það fylgir sögunni að í öllum hamaganginum ofhitnaði Porsche 918 Spyder bíllinn en það átti ekki við Rimac bílinn, en hann er jú ekki með neina brunavél, aðeins rafmótora. Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent
Porsche 918 er sannkallaður ofurbíll og á metið á Nürburgring brautinni þýsku og fór hana á undir 7 mínútum. Þessi tengiltvinnbíll var aðeins framleiddur í 918 eintökum og kostaði hvert eintak hans 95 milljónir króna. En duga 887 hestöfl hans til að skáka króatíska rafmagnsbílnum Rimac, sem reyndar er skráður fyrir 1.088 hestöflum og öskrandi 1.600 Nm togi. Það sést í þessu myndskeiði hér að ofan. Til að gera sér örlítið grein fyrir getu Rimac rafmagnsbílsins þá fer hann sprettinn í 100 á 2,6 sekúndum og það tekur hann aðeins 6,2 sekúndur að ná 200 km hraða. Bílunum var att saman á kvartmílubraut í Bandaríkjunum og teknir einir 6 sprettir á henni. Það fylgir sögunni að í öllum hamaganginum ofhitnaði Porsche 918 Spyder bíllinn en það átti ekki við Rimac bílinn, en hann er jú ekki með neina brunavél, aðeins rafmótora.
Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent