Rimac gegn Porsche 918 Spyder Finnur Thorlacius skrifar 11. október 2016 10:30 Porsche 918 er sannkallaður ofurbíll og á metið á Nürburgring brautinni þýsku og fór hana á undir 7 mínútum. Þessi tengiltvinnbíll var aðeins framleiddur í 918 eintökum og kostaði hvert eintak hans 95 milljónir króna. En duga 887 hestöfl hans til að skáka króatíska rafmagnsbílnum Rimac, sem reyndar er skráður fyrir 1.088 hestöflum og öskrandi 1.600 Nm togi. Það sést í þessu myndskeiði hér að ofan. Til að gera sér örlítið grein fyrir getu Rimac rafmagnsbílsins þá fer hann sprettinn í 100 á 2,6 sekúndum og það tekur hann aðeins 6,2 sekúndur að ná 200 km hraða. Bílunum var att saman á kvartmílubraut í Bandaríkjunum og teknir einir 6 sprettir á henni. Það fylgir sögunni að í öllum hamaganginum ofhitnaði Porsche 918 Spyder bíllinn en það átti ekki við Rimac bílinn, en hann er jú ekki með neina brunavél, aðeins rafmótora. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent
Porsche 918 er sannkallaður ofurbíll og á metið á Nürburgring brautinni þýsku og fór hana á undir 7 mínútum. Þessi tengiltvinnbíll var aðeins framleiddur í 918 eintökum og kostaði hvert eintak hans 95 milljónir króna. En duga 887 hestöfl hans til að skáka króatíska rafmagnsbílnum Rimac, sem reyndar er skráður fyrir 1.088 hestöflum og öskrandi 1.600 Nm togi. Það sést í þessu myndskeiði hér að ofan. Til að gera sér örlítið grein fyrir getu Rimac rafmagnsbílsins þá fer hann sprettinn í 100 á 2,6 sekúndum og það tekur hann aðeins 6,2 sekúndur að ná 200 km hraða. Bílunum var att saman á kvartmílubraut í Bandaríkjunum og teknir einir 6 sprettir á henni. Það fylgir sögunni að í öllum hamaganginum ofhitnaði Porsche 918 Spyder bíllinn en það átti ekki við Rimac bílinn, en hann er jú ekki með neina brunavél, aðeins rafmótora.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent