Toyota og Suzuki tilkynna samstarf Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2016 15:39 Tveir japanskir bílaframleiðendur bindast böndum. Forstjórar Toyota og Suzuki tilkynntu í dag um samstarf við þróun nýrra bíla sinna. Með því spara bæði fyrirtækin þróunarkostnað og verða samkeppnishæfari við aðra bílaframleiðendur. Þróunarsamstarf meðal bílaframleiðenda hefur aukist mjög á síðustu árum til að ná samkeppnisforskoti. Toyota er ekki þekkt fyrir að eiga í miklu samstarfi við aðra bílaframleiðendur, en er þó að þróa sportbíl með BMW og á auk þess í miklu samstarfi við Daihatsu gegnum eignarhald á fyrirtækinu. Toyota hefur reyndar viðurkennt að á mörgum sviðum sé fyrirtækið á eftir í þróun tæknibúnaðar og nefnir þar öryggismál, sparneytni og mengunarmál, afþreyingarkerfi, sjálfakandi bíla og vetnisvæðingu. Toyota ætlar að vinna að bótum á þessum sviðum með Suzuki og dreifa kostnaðinum við það með því samstarfi. Það var að frumkvæði Suzuki sem af þessu samstarfi fyrirtækjanna tveggja varð. Toyota hefur einnig hug á að þeirri tækni sem Suzuki býr að við smíð mjög smárra bíla fyrir Indlands- og Japansmarkað. Suzuki dró sig af bílamarkaði í Bandaríkjunum árið 2013 og einbeitti sér í meira mæli að smíði minni bíla og hefur lagt mesta áherslu á að hafa þá ódýra og því ekki lagt mikla áherslu á nýjustu tækni í bílum sínum. Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent
Forstjórar Toyota og Suzuki tilkynntu í dag um samstarf við þróun nýrra bíla sinna. Með því spara bæði fyrirtækin þróunarkostnað og verða samkeppnishæfari við aðra bílaframleiðendur. Þróunarsamstarf meðal bílaframleiðenda hefur aukist mjög á síðustu árum til að ná samkeppnisforskoti. Toyota er ekki þekkt fyrir að eiga í miklu samstarfi við aðra bílaframleiðendur, en er þó að þróa sportbíl með BMW og á auk þess í miklu samstarfi við Daihatsu gegnum eignarhald á fyrirtækinu. Toyota hefur reyndar viðurkennt að á mörgum sviðum sé fyrirtækið á eftir í þróun tæknibúnaðar og nefnir þar öryggismál, sparneytni og mengunarmál, afþreyingarkerfi, sjálfakandi bíla og vetnisvæðingu. Toyota ætlar að vinna að bótum á þessum sviðum með Suzuki og dreifa kostnaðinum við það með því samstarfi. Það var að frumkvæði Suzuki sem af þessu samstarfi fyrirtækjanna tveggja varð. Toyota hefur einnig hug á að þeirri tækni sem Suzuki býr að við smíð mjög smárra bíla fyrir Indlands- og Japansmarkað. Suzuki dró sig af bílamarkaði í Bandaríkjunum árið 2013 og einbeitti sér í meira mæli að smíði minni bíla og hefur lagt mesta áherslu á að hafa þá ódýra og því ekki lagt mikla áherslu á nýjustu tækni í bílum sínum.
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent