Verkföll minnka framleiðslu hjá Hyundai Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2016 07:00 Úr verksmiðju Hyundai. Mynd/Hyundai Tíð verkföll í samsetningarverksmiðjum Hyundai-bílaframleiðandans í Kóreu eru farin að bíta hressilega í budduna hjá fyrirtækinu. Þessi verkföll hafa náð til 50.000 verkamanna í verksmiðjum Hyundai og orsakað tapaða framleiðslu á 132.000 bílum að virði 300 milljarða króna. Verkfallsaðgerðirnar eru tilkomnar vegna launadeilu milli stjórnenda Hyundai og verkamanna í verksmiðjum þeirra og hafa viðræður staðið yfir megnið af árinu. Eru þessi verkföll þau umfangsmestu sem Hyundai hefur þurft að glíma við í annars skrautlegri verkfallssögu sinni, en á síðustu 29 árum hafa aðeins liðið fjögur ár án verkfalla í verksmiðjum þess. Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa hótað að hafa afskipti af þessum verkföllum ef þau halda áfram og telja að verkamenn fari fram á of rausnarlega hækkun þrátt fyrir að laun þeirra séu góð. Stéttarfélag verkamanna hefur margsinnis gengið út af samningafundum og hefur það langt í frá glatt forsvarsmenn Hyundai og stjórnvöld landsins. Viðræður standa yfir og var haft eftir samningamanni stéttarfélags starfsmanna að góðar líkur væru á að félagið skrifi undir nýjan samning á allra næstu dögum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Tíð verkföll í samsetningarverksmiðjum Hyundai-bílaframleiðandans í Kóreu eru farin að bíta hressilega í budduna hjá fyrirtækinu. Þessi verkföll hafa náð til 50.000 verkamanna í verksmiðjum Hyundai og orsakað tapaða framleiðslu á 132.000 bílum að virði 300 milljarða króna. Verkfallsaðgerðirnar eru tilkomnar vegna launadeilu milli stjórnenda Hyundai og verkamanna í verksmiðjum þeirra og hafa viðræður staðið yfir megnið af árinu. Eru þessi verkföll þau umfangsmestu sem Hyundai hefur þurft að glíma við í annars skrautlegri verkfallssögu sinni, en á síðustu 29 árum hafa aðeins liðið fjögur ár án verkfalla í verksmiðjum þess. Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa hótað að hafa afskipti af þessum verkföllum ef þau halda áfram og telja að verkamenn fari fram á of rausnarlega hækkun þrátt fyrir að laun þeirra séu góð. Stéttarfélag verkamanna hefur margsinnis gengið út af samningafundum og hefur það langt í frá glatt forsvarsmenn Hyundai og stjórnvöld landsins. Viðræður standa yfir og var haft eftir samningamanni stéttarfélags starfsmanna að góðar líkur væru á að félagið skrifi undir nýjan samning á allra næstu dögum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira