Stærstu lið Norðurlanda verða hluti af nýrri ofurdeild í Evrópu Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2016 10:30 Landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason spilar með Malmö. vísir/getty Stærstu fótboltalið Norðurlanda gætu yfirgefið sínar deildir eftir nokkur ár og einbeitt sér að því að spila í nýrri ofurdeild á meginlandi Evrópu. Viðræður eru nú þegar hafnar. Danska dagblaðið BT greinir frá því í morgun að viðræður stórliðsins FCK í Kaupmannahöfn við forráðamenn nýju deildarinnar eru nú þegar hafnar og SVT í Svíþjóð segir frá því að Malmö, lið Kára Árnasonar, er einnig að íhuga alvarlega að taka þátt í nýju deildinni. Auk liðanna á Norðurlöndum verða í nýju deildinni stórlið frá Hollandi, Belgíu og Skotlandi og þar er um að ræða stærstu lið landanna. Ajax og PSV verða frá Hollandi, Anderlecht og Club Brugge frá Belgíu, Celtic og Rangers frá Skotlandi og svo Rosenborg frá Noregi. Einnig hefur verið haft samband við Bröndby, samkvæmt frétt BT. Ekki verður hægt að hefja leik í nýrri deild fyrr en 2021 þegar ríkjandi samningur um Meistaradeildina rennur út en eftir það virðist nokkuð líklegt að þessi nýja deild verði að veruleika. Liðin sem ætla að taka þátt í henni eru verulega hrædd um að missa af lestinni í baráttunni við stóru strákana á Englandi, Spáni, Þýskalandi og Ítalíu. „Ef við bregðumst ekki við þá verða stóru félögin bara stærri og sterkari og allt verður erfiðara fyrir félag eins og okkur. Við verðum að horfa til möguleika okkar á alþjóða vettvangi,“ segir Anders Hörsholt, framkvæmdastjóri FC Kaupmannahafnar, í viðtali við BT. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að gera til að verða samkeppnishæfir. Vissulega gæti þetta orðið til þess að FCK búi til nýja Evrópudeild og hætti deildunum í sínum heimalöndum,“ segir Hörsholt. Malmö-menn vildu ekkert ræða við SVT þegar haft var samband við þá. Niclas Carlén sagði við sænska ríkisútvarpið að þetta væri enn á viðræðustigi og yrði frekar rætt á næsta ársþingi sænsku úrvalsdeildarinnar. Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Stærstu fótboltalið Norðurlanda gætu yfirgefið sínar deildir eftir nokkur ár og einbeitt sér að því að spila í nýrri ofurdeild á meginlandi Evrópu. Viðræður eru nú þegar hafnar. Danska dagblaðið BT greinir frá því í morgun að viðræður stórliðsins FCK í Kaupmannahöfn við forráðamenn nýju deildarinnar eru nú þegar hafnar og SVT í Svíþjóð segir frá því að Malmö, lið Kára Árnasonar, er einnig að íhuga alvarlega að taka þátt í nýju deildinni. Auk liðanna á Norðurlöndum verða í nýju deildinni stórlið frá Hollandi, Belgíu og Skotlandi og þar er um að ræða stærstu lið landanna. Ajax og PSV verða frá Hollandi, Anderlecht og Club Brugge frá Belgíu, Celtic og Rangers frá Skotlandi og svo Rosenborg frá Noregi. Einnig hefur verið haft samband við Bröndby, samkvæmt frétt BT. Ekki verður hægt að hefja leik í nýrri deild fyrr en 2021 þegar ríkjandi samningur um Meistaradeildina rennur út en eftir það virðist nokkuð líklegt að þessi nýja deild verði að veruleika. Liðin sem ætla að taka þátt í henni eru verulega hrædd um að missa af lestinni í baráttunni við stóru strákana á Englandi, Spáni, Þýskalandi og Ítalíu. „Ef við bregðumst ekki við þá verða stóru félögin bara stærri og sterkari og allt verður erfiðara fyrir félag eins og okkur. Við verðum að horfa til möguleika okkar á alþjóða vettvangi,“ segir Anders Hörsholt, framkvæmdastjóri FC Kaupmannahafnar, í viðtali við BT. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að gera til að verða samkeppnishæfir. Vissulega gæti þetta orðið til þess að FCK búi til nýja Evrópudeild og hætti deildunum í sínum heimalöndum,“ segir Hörsholt. Malmö-menn vildu ekkert ræða við SVT þegar haft var samband við þá. Niclas Carlén sagði við sænska ríkisútvarpið að þetta væri enn á viðræðustigi og yrði frekar rætt á næsta ársþingi sænsku úrvalsdeildarinnar.
Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira