Stærstu lið Norðurlanda verða hluti af nýrri ofurdeild í Evrópu Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2016 10:30 Landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason spilar með Malmö. vísir/getty Stærstu fótboltalið Norðurlanda gætu yfirgefið sínar deildir eftir nokkur ár og einbeitt sér að því að spila í nýrri ofurdeild á meginlandi Evrópu. Viðræður eru nú þegar hafnar. Danska dagblaðið BT greinir frá því í morgun að viðræður stórliðsins FCK í Kaupmannahöfn við forráðamenn nýju deildarinnar eru nú þegar hafnar og SVT í Svíþjóð segir frá því að Malmö, lið Kára Árnasonar, er einnig að íhuga alvarlega að taka þátt í nýju deildinni. Auk liðanna á Norðurlöndum verða í nýju deildinni stórlið frá Hollandi, Belgíu og Skotlandi og þar er um að ræða stærstu lið landanna. Ajax og PSV verða frá Hollandi, Anderlecht og Club Brugge frá Belgíu, Celtic og Rangers frá Skotlandi og svo Rosenborg frá Noregi. Einnig hefur verið haft samband við Bröndby, samkvæmt frétt BT. Ekki verður hægt að hefja leik í nýrri deild fyrr en 2021 þegar ríkjandi samningur um Meistaradeildina rennur út en eftir það virðist nokkuð líklegt að þessi nýja deild verði að veruleika. Liðin sem ætla að taka þátt í henni eru verulega hrædd um að missa af lestinni í baráttunni við stóru strákana á Englandi, Spáni, Þýskalandi og Ítalíu. „Ef við bregðumst ekki við þá verða stóru félögin bara stærri og sterkari og allt verður erfiðara fyrir félag eins og okkur. Við verðum að horfa til möguleika okkar á alþjóða vettvangi,“ segir Anders Hörsholt, framkvæmdastjóri FC Kaupmannahafnar, í viðtali við BT. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að gera til að verða samkeppnishæfir. Vissulega gæti þetta orðið til þess að FCK búi til nýja Evrópudeild og hætti deildunum í sínum heimalöndum,“ segir Hörsholt. Malmö-menn vildu ekkert ræða við SVT þegar haft var samband við þá. Niclas Carlén sagði við sænska ríkisútvarpið að þetta væri enn á viðræðustigi og yrði frekar rætt á næsta ársþingi sænsku úrvalsdeildarinnar. Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Portúgal - Írland | Pressa á Heimi Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sjá meira
Stærstu fótboltalið Norðurlanda gætu yfirgefið sínar deildir eftir nokkur ár og einbeitt sér að því að spila í nýrri ofurdeild á meginlandi Evrópu. Viðræður eru nú þegar hafnar. Danska dagblaðið BT greinir frá því í morgun að viðræður stórliðsins FCK í Kaupmannahöfn við forráðamenn nýju deildarinnar eru nú þegar hafnar og SVT í Svíþjóð segir frá því að Malmö, lið Kára Árnasonar, er einnig að íhuga alvarlega að taka þátt í nýju deildinni. Auk liðanna á Norðurlöndum verða í nýju deildinni stórlið frá Hollandi, Belgíu og Skotlandi og þar er um að ræða stærstu lið landanna. Ajax og PSV verða frá Hollandi, Anderlecht og Club Brugge frá Belgíu, Celtic og Rangers frá Skotlandi og svo Rosenborg frá Noregi. Einnig hefur verið haft samband við Bröndby, samkvæmt frétt BT. Ekki verður hægt að hefja leik í nýrri deild fyrr en 2021 þegar ríkjandi samningur um Meistaradeildina rennur út en eftir það virðist nokkuð líklegt að þessi nýja deild verði að veruleika. Liðin sem ætla að taka þátt í henni eru verulega hrædd um að missa af lestinni í baráttunni við stóru strákana á Englandi, Spáni, Þýskalandi og Ítalíu. „Ef við bregðumst ekki við þá verða stóru félögin bara stærri og sterkari og allt verður erfiðara fyrir félag eins og okkur. Við verðum að horfa til möguleika okkar á alþjóða vettvangi,“ segir Anders Hörsholt, framkvæmdastjóri FC Kaupmannahafnar, í viðtali við BT. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að gera til að verða samkeppnishæfir. Vissulega gæti þetta orðið til þess að FCK búi til nýja Evrópudeild og hætti deildunum í sínum heimalöndum,“ segir Hörsholt. Malmö-menn vildu ekkert ræða við SVT þegar haft var samband við þá. Niclas Carlén sagði við sænska ríkisútvarpið að þetta væri enn á viðræðustigi og yrði frekar rætt á næsta ársþingi sænsku úrvalsdeildarinnar.
Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Portúgal - Írland | Pressa á Heimi Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn