Bhumibol Adulyadej, konungur Taílands, er látinn. Hann lést á sjúkrahúsi í dag eftir langvarandi veikindi. Hann var 88 ára gamall en hann varð konungur árið 1946, þá einungis 18 ára. Á valdatíma hans hafa nærri því 20 valdarán verið reynd og nokkur þeirra hafa heppnast. Nú síðast árið 2014 þegar herinn tók völdin í ríkinu.
Konungurinn hefur þó alltaf verið óáreittur en hann var mjög vel liðinn í Taílandi og var álitinn mikilvægt sameiningartákn.
Bhumibol hefur margsinnis samið við forsvarsmenn valdarána um að koma lýðræði aftur á eftir valdarán. Hann skilur hins vegar við Taíland í höndum hersins.
Bhumibol hafði setið lengst alls konungsfólks á valdastóli og er búist við því að 63 ára gamall sonur hans, Maha Vajiralongkorn, muni taka við krúnunni.
Bhumibol Taílandskonungur er látinn
Samúel Karl Ólason skrifar

Mest lesið

Kjarasamningur kennara í höfn
Innlent

Engin röð á Læknavaktinni
Innlent




Reykjavík ekki ljót borg
Innlent



