Volkswagen gæti skorið niður 25.000 störf næsta áratuginn Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2016 13:21 Höfuðstöðvar Volkswagen í Wolfsburg. Yfirmaður verkalýðsfélags starfsmanna í verksmiðjum Volkswagen segir að líklegt sé að Volkswagen muni skera niður um 25.000 störf í verksmiðjum sínum eftir því sem starfsmenn þess eldast og hætta sökum aldurs. Því væri slík fækkun mjög sársaukalaus og um engar uppsagnir að ræða. Yrði þetta til þess að minnka kostnað Volkswagen við framleiðslu bíla þeirra og ef til vill veitir ekki af þar sem fyrirtækið þarf að greiða himinháar sektir fyrir ísilvélasvindlið. Viðræður hafa staðið milli forsvarsmanna Volkswagen og stéttarfélagsins um á hvern hátt yrði staðið að þeim umbreytingum á fyrirtækinu í átt að framleiðslu rafmagnsbíla og líklegs brotthvarfs dísilbíla úr framleiðslulínu Volkswagen. Volkswagen hefur sannfært stéttarfélagið um að til engra stóruppsagna muni koma og aðferð þeirra til að fækka starfsfólki ef þess krefst sé í formi þess að ráða ekki í störf þeirra sem hætta vegna aldurs. Volksvagen þarf að skera niður framleiðslukostnað um 22 milljarða Evra á komandi árum. Flest þessara 25.000 starfa yrði í heimalandinu Þýskalandi og yrði þar um að ræða fimmtung af núverandi starfsfólki þar. Volkswagen þarf einnig að skera niður kostnað í íhlutakaupum og þróun bíla þeirra og verður það gert að fremsta mætti, sem og að minnka kostnað við yfirstjórn og markaðssetningu. Ákveðinnar reiði gætir þó í nýlegum ákvörðunum Volkswagen að útvista starfsemi eins og öryggisgæslu, tölvuvinnslu og framleiðslu starfsmannafæðis í stærstu verksmiðju Volkswaqgen í höfuðstöðvunum í Wolfsburg. Gert er ráð fyrir 2 milljarða Evra hagnaði af rekstri Volkswagen í ár, en hagnaðurinn í fyrra var 2,1 milljarður Evra. Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent
Yfirmaður verkalýðsfélags starfsmanna í verksmiðjum Volkswagen segir að líklegt sé að Volkswagen muni skera niður um 25.000 störf í verksmiðjum sínum eftir því sem starfsmenn þess eldast og hætta sökum aldurs. Því væri slík fækkun mjög sársaukalaus og um engar uppsagnir að ræða. Yrði þetta til þess að minnka kostnað Volkswagen við framleiðslu bíla þeirra og ef til vill veitir ekki af þar sem fyrirtækið þarf að greiða himinháar sektir fyrir ísilvélasvindlið. Viðræður hafa staðið milli forsvarsmanna Volkswagen og stéttarfélagsins um á hvern hátt yrði staðið að þeim umbreytingum á fyrirtækinu í átt að framleiðslu rafmagnsbíla og líklegs brotthvarfs dísilbíla úr framleiðslulínu Volkswagen. Volkswagen hefur sannfært stéttarfélagið um að til engra stóruppsagna muni koma og aðferð þeirra til að fækka starfsfólki ef þess krefst sé í formi þess að ráða ekki í störf þeirra sem hætta vegna aldurs. Volksvagen þarf að skera niður framleiðslukostnað um 22 milljarða Evra á komandi árum. Flest þessara 25.000 starfa yrði í heimalandinu Þýskalandi og yrði þar um að ræða fimmtung af núverandi starfsfólki þar. Volkswagen þarf einnig að skera niður kostnað í íhlutakaupum og þróun bíla þeirra og verður það gert að fremsta mætti, sem og að minnka kostnað við yfirstjórn og markaðssetningu. Ákveðinnar reiði gætir þó í nýlegum ákvörðunum Volkswagen að útvista starfsemi eins og öryggisgæslu, tölvuvinnslu og framleiðslu starfsmannafæðis í stærstu verksmiðju Volkswaqgen í höfuðstöðvunum í Wolfsburg. Gert er ráð fyrir 2 milljarða Evra hagnaði af rekstri Volkswagen í ár, en hagnaðurinn í fyrra var 2,1 milljarður Evra.
Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent