Hundar rífa í sig bíl Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2016 16:28 Hann hlýtur að hafa verið einkar gómsætur þessi bíll í Tyrklandi sem varð fyrir árás 8 villihunda. Honum var lagt fyrir utan verslun í Sakarya, en þegar eigandi hans kom að honum eftir árás hundanna hélt hann að um þjófnað hefði verið að ræða. Þegar hann fékk að sjá myndir úr eftirlitsvél sem náði atvikinu á mynd brá honum heldur betur í brún. Þar sá hann að hundarnir rífa af bílnum framstuðarann í heilu lagi og skemmdu með því ljós bílsins og annan búnað. Skemmdirnar á bílnum kosta eiganda hans rétt um 200.000 krónur og þarf hann að bera skaðann sjálfur. Hvað það var sem að fékk hundana til að aðhafast þetta er óljóst ein líklega hafa þeir fundið einhverja matarlykt sem úr bílnum kom, hvort sem það er innan úr vélarhúsinu eða innanrými bílsins. Sjá má árás hundanna á bílinn hér að ofan. Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent
Hann hlýtur að hafa verið einkar gómsætur þessi bíll í Tyrklandi sem varð fyrir árás 8 villihunda. Honum var lagt fyrir utan verslun í Sakarya, en þegar eigandi hans kom að honum eftir árás hundanna hélt hann að um þjófnað hefði verið að ræða. Þegar hann fékk að sjá myndir úr eftirlitsvél sem náði atvikinu á mynd brá honum heldur betur í brún. Þar sá hann að hundarnir rífa af bílnum framstuðarann í heilu lagi og skemmdu með því ljós bílsins og annan búnað. Skemmdirnar á bílnum kosta eiganda hans rétt um 200.000 krónur og þarf hann að bera skaðann sjálfur. Hvað það var sem að fékk hundana til að aðhafast þetta er óljóst ein líklega hafa þeir fundið einhverja matarlykt sem úr bílnum kom, hvort sem það er innan úr vélarhúsinu eða innanrými bílsins. Sjá má árás hundanna á bílinn hér að ofan.
Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent