Evrópuland má ekki halda HM í fótbolta 2026 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2016 17:28 Philipp Lahm og Þjóðverjar eru ríkjandi heimsmeistarar. Vísir/Getty Heimsmeistarakeppnin í fótbolta eftir tíu ár fer ekki fram í Evrópu. Það er þegar ljóst þótt að engin lönd hafi sent inn umsögn um að halda þessa keppni og FIFA sé heldur ekki búið að ákveða fyrirkomulag keppninnar. Ástæðan er að FIFA hefur ákveðið að álfurnar skiptist á að halda heimsmeistarakeppnina sem fer fram á fjögurra ára fresti. Evrópa (Rússland 2018) og Asía (Katar 2022) halda næstu tvær heimsmeistarakeppnir og því fer heimsmeistarakeppnin ekki fram í þessum tveimur álfum árum 2026. Heimsmeistarakeppnin fór fram í Brasilíu 2014 og í Suður-Afríku 2010. Það má teljast líklegast að keppnin fari fram í Ameríku eftir áratug þó að Afríka og Eyjaálfa komi vissulega líka til greina. FIFA er enn að skoða mögulegar breytingar á fyrirkomulagi keppninnar og hefur stjórn sambandsins nú lagt fram tillögur um að fjölga úr 32 þátttökuþjóðum upp í annaðhvort 40 eða 48 þjóðir. Leikirnir verða þá annaðhvort 72 eða 80 en þeir eru 64 í dag og voru „aðeins“ 52 á HM 1994. Tillögurnar verða teknar formlega fyrir 9. janúar 2017 næstkomandi en Gianni Infantino, nýr forseti FIFA, ætlar að berjast fyrir því að fjölga þjóðum í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í fótbolta. Það var líka að heyra á Gianni Infantino eftir fundi stjórnar FIFA síðustu tvo daga að hann hafi fengið góð viðbrögð við tillögum sínum um fjölgun liða á HM. Margir knattspyrnuþjálfarar og fleiri úr knattspyrnuheiminum telja það hinsvegar út í hött að stækka keppnina enn frekar. Fótbolti HM 2014 í Brasilíu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira
Heimsmeistarakeppnin í fótbolta eftir tíu ár fer ekki fram í Evrópu. Það er þegar ljóst þótt að engin lönd hafi sent inn umsögn um að halda þessa keppni og FIFA sé heldur ekki búið að ákveða fyrirkomulag keppninnar. Ástæðan er að FIFA hefur ákveðið að álfurnar skiptist á að halda heimsmeistarakeppnina sem fer fram á fjögurra ára fresti. Evrópa (Rússland 2018) og Asía (Katar 2022) halda næstu tvær heimsmeistarakeppnir og því fer heimsmeistarakeppnin ekki fram í þessum tveimur álfum árum 2026. Heimsmeistarakeppnin fór fram í Brasilíu 2014 og í Suður-Afríku 2010. Það má teljast líklegast að keppnin fari fram í Ameríku eftir áratug þó að Afríka og Eyjaálfa komi vissulega líka til greina. FIFA er enn að skoða mögulegar breytingar á fyrirkomulagi keppninnar og hefur stjórn sambandsins nú lagt fram tillögur um að fjölga úr 32 þátttökuþjóðum upp í annaðhvort 40 eða 48 þjóðir. Leikirnir verða þá annaðhvort 72 eða 80 en þeir eru 64 í dag og voru „aðeins“ 52 á HM 1994. Tillögurnar verða teknar formlega fyrir 9. janúar 2017 næstkomandi en Gianni Infantino, nýr forseti FIFA, ætlar að berjast fyrir því að fjölga þjóðum í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í fótbolta. Það var líka að heyra á Gianni Infantino eftir fundi stjórnar FIFA síðustu tvo daga að hann hafi fengið góð viðbrögð við tillögum sínum um fjölgun liða á HM. Margir knattspyrnuþjálfarar og fleiri úr knattspyrnuheiminum telja það hinsvegar út í hött að stækka keppnina enn frekar.
Fótbolti HM 2014 í Brasilíu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira