Sjálfstæðismenn luntalegir vegna orða Benedikts Jakob Bjarnar skrifar 18. október 2016 14:20 Sjálfstæðismenn eru óhressir með orð Benedikts en svo virðist sem þeir hafi verið að gera sér vonir um að Viðreisn myndi bjarga núverandi stjórnarsamstarfi. Sjálfstæðismenn eru gramir vegna orða Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, þess efnis að stjórnarmynstrið Viðreisn/Sjálfstæðisflokkur/Framsóknarflokkur sé ekki inni í myndinni. Það er ef marka má fremur ólundarleg ummæli þeirra Brynjars Níelssonar og Jóns Gunnarssonar, þingmanna Sjálfstæðisflokks, á Facebook. Varla er of langt seilst að túlka orð þeirra sem svo að þeir hafi gert sér vonir um að Viðreisn kæmi til bjargar núverandi stjórnarsamstarfi. Nú eru þær vonir að engu orðnar. Vísir greindi frá því í morgun að Benedikt afskrifaði með öllu þann möguleika að Viðreisn yrði þriðja hjól undir vagni áframhaldandi stjórnarsamstarfs Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Fréttin hefur vakið mikla athygli margir hafa túlkað fáleg viðbrögð forystumanna Viðreisnar við útspili Pírata um helgina um viðræður um einskonar kosningabandalag Pírata, Viðreisnar, VG og Samfylkingar fyrir kosningar sem svo að Viðreisn vilji halda þeim möguleika opnum að koma inn í stjórnarsamstarf núverandi stjórnarflokka. Þetta er ekki lengur inni í myndinni. „Slík ríkisstjórn verður ekki,“ sagði Benedikt. Þetta virðist hafa komið Sjálfstæðismönnum í opna skjöldu. „Þá vitum við það! Viðreisn ætlar ekki í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Frjálslynt borgaralega sinnað fólk veit þá að atkvæði greitt Viðreisn er ávísun á vinstri stjórn,“ segir Brynjar Níelsson á Facebook og tengir við frétt Vísis. Og Jón Gunnarsson gengur skrefinu lengra í að túlka orð Benedikts og þá svo að nú sé ekki um neitt nema afarkosti að ræða fyrir kjósendur: „Það er ágætt að fá það staðfest frá formanni viðreisnar að ESB aðild er flokknum svo mikilvæg að það jafnast á við trúarbrögð. Ekkert samstarf við Sjálfstæðisfokkinn sem er andvígur inngöngu í ESB,“ segir Jón. Benedikt sagði reyndar í útvarpsviðtali í morgun að Viðreisn væri ósammála Sjálfstæðisflokknum í nánast öllum veigamestu málum svo sem sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. En Jón vill einblína á ESB og spyr hvort „Þorgerður Katrín oddviti Viðreisnar vera sammála?“ Jón telur valið fyrir kjósendur nú hafa skýrst. Sjálfstæðisflokkur eða 4-5 flokka Reykjavíkurmódel með Viðreisn í ríkisstjórn. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi stjórnarflokkum Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar telur af og frá að hinn nýi flokkur sé hækja Sjálfstæðisflokks. 18. október 2016 10:25 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Sjálfstæðismenn eru gramir vegna orða Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, þess efnis að stjórnarmynstrið Viðreisn/Sjálfstæðisflokkur/Framsóknarflokkur sé ekki inni í myndinni. Það er ef marka má fremur ólundarleg ummæli þeirra Brynjars Níelssonar og Jóns Gunnarssonar, þingmanna Sjálfstæðisflokks, á Facebook. Varla er of langt seilst að túlka orð þeirra sem svo að þeir hafi gert sér vonir um að Viðreisn kæmi til bjargar núverandi stjórnarsamstarfi. Nú eru þær vonir að engu orðnar. Vísir greindi frá því í morgun að Benedikt afskrifaði með öllu þann möguleika að Viðreisn yrði þriðja hjól undir vagni áframhaldandi stjórnarsamstarfs Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Fréttin hefur vakið mikla athygli margir hafa túlkað fáleg viðbrögð forystumanna Viðreisnar við útspili Pírata um helgina um viðræður um einskonar kosningabandalag Pírata, Viðreisnar, VG og Samfylkingar fyrir kosningar sem svo að Viðreisn vilji halda þeim möguleika opnum að koma inn í stjórnarsamstarf núverandi stjórnarflokka. Þetta er ekki lengur inni í myndinni. „Slík ríkisstjórn verður ekki,“ sagði Benedikt. Þetta virðist hafa komið Sjálfstæðismönnum í opna skjöldu. „Þá vitum við það! Viðreisn ætlar ekki í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Frjálslynt borgaralega sinnað fólk veit þá að atkvæði greitt Viðreisn er ávísun á vinstri stjórn,“ segir Brynjar Níelsson á Facebook og tengir við frétt Vísis. Og Jón Gunnarsson gengur skrefinu lengra í að túlka orð Benedikts og þá svo að nú sé ekki um neitt nema afarkosti að ræða fyrir kjósendur: „Það er ágætt að fá það staðfest frá formanni viðreisnar að ESB aðild er flokknum svo mikilvæg að það jafnast á við trúarbrögð. Ekkert samstarf við Sjálfstæðisfokkinn sem er andvígur inngöngu í ESB,“ segir Jón. Benedikt sagði reyndar í útvarpsviðtali í morgun að Viðreisn væri ósammála Sjálfstæðisflokknum í nánast öllum veigamestu málum svo sem sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. En Jón vill einblína á ESB og spyr hvort „Þorgerður Katrín oddviti Viðreisnar vera sammála?“ Jón telur valið fyrir kjósendur nú hafa skýrst. Sjálfstæðisflokkur eða 4-5 flokka Reykjavíkurmódel með Viðreisn í ríkisstjórn.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi stjórnarflokkum Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar telur af og frá að hinn nýi flokkur sé hækja Sjálfstæðisflokks. 18. október 2016 10:25 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi stjórnarflokkum Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar telur af og frá að hinn nýi flokkur sé hækja Sjálfstæðisflokks. 18. október 2016 10:25