Íslenska á tækniöld: Auðveldara að fá fjármagn til að bjarga hafnargarðinum en íslenskri tungu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. október 2016 12:30 Prófessor í íslenskri málfræði er orðin þreyttur á því að það eina sem gerist til að tryggja framtíð íslensku á tækniöld séu endalausar áætlanir en engar aðgerðir. Vísir/Valli/GVA „Það er hægt að henda 600 milljónum áætlunar- og umhugsunarlaust í gamlan hafnargarð sem hefur ekkert sérstakt gildi. En til að hægt sé að setja nokkur hundruð milljónir í að treysta framtíð íslenskunnar þarf að gera endalausar áætlanir,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands í tilefni þess að nýverið samþykkti Alþingi að gera fimm ára áætlun um uppbyggingu innviða fyrir máltækni. Eiríkur er langþreyttur á áætlunargerð ríkisins og vill fara að sjá aðgerðir til þess að koma íslenskunni til móts við nútímatækni. Nokkuð hefur verið fjallað um þá hættu sem ýmsir telja að steðji að íslensku eftir því sem talandi tæki, á borð við snjallsíma, verða fyrirferðarmeiri í lífi okkar. Í rannsókn á vegum sextíu rannsóknarsetra í 34 löndum kom til að mynda fram að flest Evrópumál eigi á hættu „stafrænan dauða,“ þ.e. að lifa ekki áfram á netinu eða í snjalltækjum þannig að notkunarsvið þeirra yrði þrengt verulega. Íslenska var talin í næstmestri hættu, á eftir maltnesku.Hafnargarður frá 1928, sem kom i ljós við framkvæmdir við nýtt verslunarhús nærri Reykjavíkurhöfn, er geymdur í Örfirisey.vísir/gvaAlltaf auðveldara að fá peninga í að bora göng eða byggja hús Í samtali við Vísi segist Eiríkur þrívegis hafa tekið þátt í skýrslugerð til stjórnvalda um brýnar aðgerðir í íslenskri máltækni á síðustu fimmtán árum. Árið 2014 var samþykkt þingsályktunartillaga um skipun hóps til að gera aðgerðaáætlun í íslenskri máltækni. Sá hópur skilaði af sér áætlun í árslok 2014 en lítið hefur gerst síðan, annað en á fjáraukalögum fyrir árið 2016 var samþykkt að veita 50 milljónum til þess að kortleggja tækni á sviði máltæknis tefnumörkun og vali á tæknilegri útfærslu fyrir íslensku tungu. Með öðrum orðum, enn ein áætlunargerðin.Sjá einnig: Næstu tvö til þrjú ár „krítísk“ fyrir framtíð tungumálsinsEiríkur segir það umhugsunarefni að ekkert mál sé að fara í kostnaðarsamar verndunaraðgerðir vegna hafnargarðs án þess að í það sé lögð mikil hugsun. Hafnargarðurinn kom í ljós við uppgröft sumarið 2015 og var skyndifriðaður um haustið. Minjastofnun barst nýverið 600 milljón króna krafa frá framkvæmdaraðilum við Austurbakkann vegna hafnargarðsins. Á sama tíma sé fátt gert til verndar íslenskri tungu á tækniöld annað en að gera áætlanir. „Ég nefndi hafnargarðinn í þessu samhengi vegna þess að þar þurfti ekki mikla áætlanargerð eða hugsun. Það var bara gert. Það er alltaf þannig að það er miklu auðveldara að fá peninga í það að bora göng eða byggja hús. Það sem ég er ósáttur við er að það er alltaf verið að gera áætlanir en aldrei farið af stað í nein heilsteypt verkefni,“ segir Eiríkur sem telur þó að skiljanlegt sé að það þurfi að gera áætlanir, enda fleygi tækninni fram, það sé þó mjög brýnt að ráðast í verkefni sem byggi á þeirri áætlun sem gerð var árið 2014. Engan tíma megi missa enda sé framtíð íslensku tungunnar í raun undir.Brot úr umfjöllun Bresta um framtíð íslensks máls árið 2014, þar sem meðal annars var rætt við Hrafn Loftsson, dósent hjá Háskólanum í Reykjavík, um íslenskan talgreini Google fyrir Android-stýrikerfi.Þýðir ekki að senda sendinefnd til Google og biðja þá um að gera þetta Þetta hefur Eiríkir sjálfur bent á áður, líkt og Vísir hefur fjallað um, en stuðningur við íslenska máltækni, til dæmis búnað sem hægt er að stýra með töluðu máli eða vélrænar þýðingar á borð við Google Translate-vélina, er af mörgum talinn skipta sköpum um framtíð tungumálsins. Þegar Vísir náði tali af Eiríki í var hann nýkominn af ráðstefnunni Gervigreind: Stærri bylting en internetið sem haldin var í Hörpu.Sjá einnig: Bið eftir fjármunum til bjargar tungumálinuÞar hélt Adam Cheyer, meðhöfundur Siri og einn helsti sérfræðingi heims í gervigreind erindi. Segir Eiríkur að í máli hans hafi komið fram að næsta bylting sem verði á samskiptum manns og tölvu sé einskonar stafrænn aðstoðarmaður sem geti skilið flóknar fyrirskipanir, ekki ólíkt því sem mátti sjá í kvikmyndinni Her sem vakti mikla athygli árið 2013. Stórfyrirtæki á borð við Apple, Samsung og Google vinna nú hörðum höndum á þróun á þessari tækni. Sagði Cheyer að afar ólíklegt væri að slíkur búnaður yrði þróaður af þessum fyrirtækjum með íslensku í huga.Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni Her þar sem gervigreind var í aðalhlutverki.„Þessi stórfyrirtæki eru markaðsdrifinn. Þau þróa ekki neitt fyrir neitt mál nema þau hafi eitthvað upp úr því,“ segir Eiríkur sem nefnir þó að komið hafi fram að stefnt væri að hafa hugbúnaðinn opinn þannig að hver sem er geti byggt ofan á hann og þróað hann eftir sínum leiðum. Sjá einnig: Aðstoðarforritin gætu leyst snjallsímana af„Það þýðir að ef við viljum gera þetta á íslensku þá getum við gert það. Það þýðir samt að við verðum þá að gera það. Það er enginn sem að gerir það fyrir okkur. Það þýðir ekki að senda sendinefnd til Apple eða Google og spyrja hvort þau vilji vera svo væn að þróa þetta fyrir íslensku. Það gerist ekki,“ segir Eiríkur. Hann óttast að íslenskan muni sitja eftir þróist þessi tækni á næstu árum.Aðgerðaráætlunin frá árinu 2014 gerði ráð fyrir fjörutíu milljóna króna framlagi árið 2015 og níutíu milljóna króna framlagi árið 2016. Framlög úr ríkissjóði hafa því hingað til verið mjög langt frá því sem starfshópurinn lagði til.Vísir/GettyÍslenskan njóti vafans „Íslendingar eru venjulega ekkert feimnir við að tileinka sér nýja tækni. Ef hún kemur þá munum við byrja að nota hana,“ segir Eiríkur. Það muni hins vegar bæði kosta tíma og peninga að þróa íslenska máltækni svo hún verði í stakk búinn til þess að takast á við hinu nýju tækni. Því sé ekki endalaust hægt að bíða eftir aðgerðaráætlunum. Fara þurfi strax í aðgerðir og það liggi alveg fyrir á hverju hægt sé að byrja. „Eitt er málfræðileiðrétting fyrir íslensku þar sem hægt er setja inn texta á netið þar sem málfræðivillur eru leiðréttar. Annað er talgreining sem að svolítið er unnið af, t.d. tilraunaverkefni fyrir Alþingi, en það þyrfti að setja meiri kraft í það. Það þriðja eru vélrænar þýðingar,“ segir Eiríkur.Sjá einnig: Rannsaka áhrif snjalltækja á máltöku íslenskra barnaHættan sé einfaldlega á að íslenskan muni sitja eftir og deyja stafrænum dauða, líkt og minnst var á hér fyrir ofan. „Ég og fleiri sem höfum talað á sömu nótum höfum heyrt það að við séum að mála skrattann á vegginn og spá íslenskunni dauða. Það getur vel verið að við séum of svartsýn en ef að þetta gerist sem við óttumst þá er engin leið til baka. Það er ekki hægt að ná málinu aftur ef að við glötum því. Við viljum að íslenskan njóti vafans í þessu.“ Íslenska á tækniöld Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
„Það er hægt að henda 600 milljónum áætlunar- og umhugsunarlaust í gamlan hafnargarð sem hefur ekkert sérstakt gildi. En til að hægt sé að setja nokkur hundruð milljónir í að treysta framtíð íslenskunnar þarf að gera endalausar áætlanir,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands í tilefni þess að nýverið samþykkti Alþingi að gera fimm ára áætlun um uppbyggingu innviða fyrir máltækni. Eiríkur er langþreyttur á áætlunargerð ríkisins og vill fara að sjá aðgerðir til þess að koma íslenskunni til móts við nútímatækni. Nokkuð hefur verið fjallað um þá hættu sem ýmsir telja að steðji að íslensku eftir því sem talandi tæki, á borð við snjallsíma, verða fyrirferðarmeiri í lífi okkar. Í rannsókn á vegum sextíu rannsóknarsetra í 34 löndum kom til að mynda fram að flest Evrópumál eigi á hættu „stafrænan dauða,“ þ.e. að lifa ekki áfram á netinu eða í snjalltækjum þannig að notkunarsvið þeirra yrði þrengt verulega. Íslenska var talin í næstmestri hættu, á eftir maltnesku.Hafnargarður frá 1928, sem kom i ljós við framkvæmdir við nýtt verslunarhús nærri Reykjavíkurhöfn, er geymdur í Örfirisey.vísir/gvaAlltaf auðveldara að fá peninga í að bora göng eða byggja hús Í samtali við Vísi segist Eiríkur þrívegis hafa tekið þátt í skýrslugerð til stjórnvalda um brýnar aðgerðir í íslenskri máltækni á síðustu fimmtán árum. Árið 2014 var samþykkt þingsályktunartillaga um skipun hóps til að gera aðgerðaáætlun í íslenskri máltækni. Sá hópur skilaði af sér áætlun í árslok 2014 en lítið hefur gerst síðan, annað en á fjáraukalögum fyrir árið 2016 var samþykkt að veita 50 milljónum til þess að kortleggja tækni á sviði máltæknis tefnumörkun og vali á tæknilegri útfærslu fyrir íslensku tungu. Með öðrum orðum, enn ein áætlunargerðin.Sjá einnig: Næstu tvö til þrjú ár „krítísk“ fyrir framtíð tungumálsinsEiríkur segir það umhugsunarefni að ekkert mál sé að fara í kostnaðarsamar verndunaraðgerðir vegna hafnargarðs án þess að í það sé lögð mikil hugsun. Hafnargarðurinn kom í ljós við uppgröft sumarið 2015 og var skyndifriðaður um haustið. Minjastofnun barst nýverið 600 milljón króna krafa frá framkvæmdaraðilum við Austurbakkann vegna hafnargarðsins. Á sama tíma sé fátt gert til verndar íslenskri tungu á tækniöld annað en að gera áætlanir. „Ég nefndi hafnargarðinn í þessu samhengi vegna þess að þar þurfti ekki mikla áætlanargerð eða hugsun. Það var bara gert. Það er alltaf þannig að það er miklu auðveldara að fá peninga í það að bora göng eða byggja hús. Það sem ég er ósáttur við er að það er alltaf verið að gera áætlanir en aldrei farið af stað í nein heilsteypt verkefni,“ segir Eiríkur sem telur þó að skiljanlegt sé að það þurfi að gera áætlanir, enda fleygi tækninni fram, það sé þó mjög brýnt að ráðast í verkefni sem byggi á þeirri áætlun sem gerð var árið 2014. Engan tíma megi missa enda sé framtíð íslensku tungunnar í raun undir.Brot úr umfjöllun Bresta um framtíð íslensks máls árið 2014, þar sem meðal annars var rætt við Hrafn Loftsson, dósent hjá Háskólanum í Reykjavík, um íslenskan talgreini Google fyrir Android-stýrikerfi.Þýðir ekki að senda sendinefnd til Google og biðja þá um að gera þetta Þetta hefur Eiríkir sjálfur bent á áður, líkt og Vísir hefur fjallað um, en stuðningur við íslenska máltækni, til dæmis búnað sem hægt er að stýra með töluðu máli eða vélrænar þýðingar á borð við Google Translate-vélina, er af mörgum talinn skipta sköpum um framtíð tungumálsins. Þegar Vísir náði tali af Eiríki í var hann nýkominn af ráðstefnunni Gervigreind: Stærri bylting en internetið sem haldin var í Hörpu.Sjá einnig: Bið eftir fjármunum til bjargar tungumálinuÞar hélt Adam Cheyer, meðhöfundur Siri og einn helsti sérfræðingi heims í gervigreind erindi. Segir Eiríkur að í máli hans hafi komið fram að næsta bylting sem verði á samskiptum manns og tölvu sé einskonar stafrænn aðstoðarmaður sem geti skilið flóknar fyrirskipanir, ekki ólíkt því sem mátti sjá í kvikmyndinni Her sem vakti mikla athygli árið 2013. Stórfyrirtæki á borð við Apple, Samsung og Google vinna nú hörðum höndum á þróun á þessari tækni. Sagði Cheyer að afar ólíklegt væri að slíkur búnaður yrði þróaður af þessum fyrirtækjum með íslensku í huga.Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni Her þar sem gervigreind var í aðalhlutverki.„Þessi stórfyrirtæki eru markaðsdrifinn. Þau þróa ekki neitt fyrir neitt mál nema þau hafi eitthvað upp úr því,“ segir Eiríkur sem nefnir þó að komið hafi fram að stefnt væri að hafa hugbúnaðinn opinn þannig að hver sem er geti byggt ofan á hann og þróað hann eftir sínum leiðum. Sjá einnig: Aðstoðarforritin gætu leyst snjallsímana af„Það þýðir að ef við viljum gera þetta á íslensku þá getum við gert það. Það þýðir samt að við verðum þá að gera það. Það er enginn sem að gerir það fyrir okkur. Það þýðir ekki að senda sendinefnd til Apple eða Google og spyrja hvort þau vilji vera svo væn að þróa þetta fyrir íslensku. Það gerist ekki,“ segir Eiríkur. Hann óttast að íslenskan muni sitja eftir þróist þessi tækni á næstu árum.Aðgerðaráætlunin frá árinu 2014 gerði ráð fyrir fjörutíu milljóna króna framlagi árið 2015 og níutíu milljóna króna framlagi árið 2016. Framlög úr ríkissjóði hafa því hingað til verið mjög langt frá því sem starfshópurinn lagði til.Vísir/GettyÍslenskan njóti vafans „Íslendingar eru venjulega ekkert feimnir við að tileinka sér nýja tækni. Ef hún kemur þá munum við byrja að nota hana,“ segir Eiríkur. Það muni hins vegar bæði kosta tíma og peninga að þróa íslenska máltækni svo hún verði í stakk búinn til þess að takast á við hinu nýju tækni. Því sé ekki endalaust hægt að bíða eftir aðgerðaráætlunum. Fara þurfi strax í aðgerðir og það liggi alveg fyrir á hverju hægt sé að byrja. „Eitt er málfræðileiðrétting fyrir íslensku þar sem hægt er setja inn texta á netið þar sem málfræðivillur eru leiðréttar. Annað er talgreining sem að svolítið er unnið af, t.d. tilraunaverkefni fyrir Alþingi, en það þyrfti að setja meiri kraft í það. Það þriðja eru vélrænar þýðingar,“ segir Eiríkur.Sjá einnig: Rannsaka áhrif snjalltækja á máltöku íslenskra barnaHættan sé einfaldlega á að íslenskan muni sitja eftir og deyja stafrænum dauða, líkt og minnst var á hér fyrir ofan. „Ég og fleiri sem höfum talað á sömu nótum höfum heyrt það að við séum að mála skrattann á vegginn og spá íslenskunni dauða. Það getur vel verið að við séum of svartsýn en ef að þetta gerist sem við óttumst þá er engin leið til baka. Það er ekki hægt að ná málinu aftur ef að við glötum því. Við viljum að íslenskan njóti vafans í þessu.“
Íslenska á tækniöld Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira