Biðtími krónprinsins teygist á langinn Guðsteinn Bjarnason skrifar 19. október 2016 07:00 Maha Vajiralongkorn krónprins hefur reglulega vakið hneykslun. vísir/epa Tæp vika er síðan Bhumibol Adulyadej Taílandskonungur lést, 88 ára eftir heil 70 ár á valdastól. Eini sonur hans, krónprinsinn Maha Vajiralongkorn, hefur ekki enn formlega tekið við. Ástæða biðarinnar hefur ekki verið gefin upp, en hennar gæti verið að leita í þeirri staðreynd að krónprinsinn er og hefur lengi verið afar umdeildur í Taílandi.Konungurinn hefur notið óskiptrar virðingar flestra landsmanna. Þótt konungstigninni fylgi lítil sem engin formleg völd hefur Bhumibol þótt hafa tryggt ákveðinn stöðugleika í landinu. Og það þrátt fyrir tíðar stjórnarbyltingar og pólitískt umrót. Sonurinn Vajiralongkorn hefur aftur á móti reglulega komist í fréttir fyrir glaumgosalíf og ýmsan galgopahátt. Almenningur er sagður bera litla virðingu fyrir honum og ráðamenn hafa haft áhyggjur af því að hann verði konungur. Vajiralongkorn er að vísu orðinn 64 ára og kannski tekinn að róast, en hneykslismálin fylgja honum. Hann er þrígiftur og á samtals sjö börn, þar af fimm með annarri eiginkonu sinni, en þau fæddust öll á meðan hann var enn kvæntur fyrstu eiginkonunni. Hjónaband númer tvö entist þó aðeins í tvö ár og endaði með því að hann rak konuna úr landi. Krónprinsinn skildi við þriðju eiginkonu sína árið 2014 eftir að nokkrir ættingjar hennar voru handteknir og sakaðir um fjármálaspillingu. Hún sjálf varð alræmd í Taílandi fyrir að ganga um hálfnakin í mikilli afmælisveislu sem haldin var fyrir hund krónprinsins. Sá hundur er síðan sagður hafa verið gerður að yfirmanni í hernum. Enginn vafi leikur á því að Vajiralongkorn á fullan rétt til konungstignar í Taílandi, nú þegar faðir hans er látinn. Bhumipol konungur hafði sjálfur gefið það út formlega að Vajiralongkorn eigi að verða konungur, en samkvæmt lögum hefur konungurinn einn heimild til þess að svipta krónprins rétti til konungstignar. Nærri vika er samt liðin frá andláti Bhumipols og töfin veldur furðu. Opinberlega er Vajiralongkorn sjálfur sagður hafa óskað eftir því að bíða með að taka við konungstigninni, þangað til hann sé tilbúinn, eins og það er orðað í tilkynningu frá konungshöllinni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kóngafólk Tengdar fréttir Facebook tekur út allar auglýsingar vegna fráfalls konungs Taílands Facebook segir að þetta sé gert í virðingarskyni við fráfall Taílandskonungs sem lést á fimmtudaginn. 15. október 2016 11:16 Krónprins Taílands vill fá ár til þess að syrgja föður sinn áður en hann tekur við Hann segist þurfa meiri tíma til þess að syrgja föður sinn sem lést á fimmtudag. 16. október 2016 09:10 Bhumibol Taílandskonungur er látinn Hinn 88 ára Bhumibol hafði setið lengst alls konungsfólks á valdastóli. 13. október 2016 12:03 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Tæp vika er síðan Bhumibol Adulyadej Taílandskonungur lést, 88 ára eftir heil 70 ár á valdastól. Eini sonur hans, krónprinsinn Maha Vajiralongkorn, hefur ekki enn formlega tekið við. Ástæða biðarinnar hefur ekki verið gefin upp, en hennar gæti verið að leita í þeirri staðreynd að krónprinsinn er og hefur lengi verið afar umdeildur í Taílandi.Konungurinn hefur notið óskiptrar virðingar flestra landsmanna. Þótt konungstigninni fylgi lítil sem engin formleg völd hefur Bhumibol þótt hafa tryggt ákveðinn stöðugleika í landinu. Og það þrátt fyrir tíðar stjórnarbyltingar og pólitískt umrót. Sonurinn Vajiralongkorn hefur aftur á móti reglulega komist í fréttir fyrir glaumgosalíf og ýmsan galgopahátt. Almenningur er sagður bera litla virðingu fyrir honum og ráðamenn hafa haft áhyggjur af því að hann verði konungur. Vajiralongkorn er að vísu orðinn 64 ára og kannski tekinn að róast, en hneykslismálin fylgja honum. Hann er þrígiftur og á samtals sjö börn, þar af fimm með annarri eiginkonu sinni, en þau fæddust öll á meðan hann var enn kvæntur fyrstu eiginkonunni. Hjónaband númer tvö entist þó aðeins í tvö ár og endaði með því að hann rak konuna úr landi. Krónprinsinn skildi við þriðju eiginkonu sína árið 2014 eftir að nokkrir ættingjar hennar voru handteknir og sakaðir um fjármálaspillingu. Hún sjálf varð alræmd í Taílandi fyrir að ganga um hálfnakin í mikilli afmælisveislu sem haldin var fyrir hund krónprinsins. Sá hundur er síðan sagður hafa verið gerður að yfirmanni í hernum. Enginn vafi leikur á því að Vajiralongkorn á fullan rétt til konungstignar í Taílandi, nú þegar faðir hans er látinn. Bhumipol konungur hafði sjálfur gefið það út formlega að Vajiralongkorn eigi að verða konungur, en samkvæmt lögum hefur konungurinn einn heimild til þess að svipta krónprins rétti til konungstignar. Nærri vika er samt liðin frá andláti Bhumipols og töfin veldur furðu. Opinberlega er Vajiralongkorn sjálfur sagður hafa óskað eftir því að bíða með að taka við konungstigninni, þangað til hann sé tilbúinn, eins og það er orðað í tilkynningu frá konungshöllinni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kóngafólk Tengdar fréttir Facebook tekur út allar auglýsingar vegna fráfalls konungs Taílands Facebook segir að þetta sé gert í virðingarskyni við fráfall Taílandskonungs sem lést á fimmtudaginn. 15. október 2016 11:16 Krónprins Taílands vill fá ár til þess að syrgja föður sinn áður en hann tekur við Hann segist þurfa meiri tíma til þess að syrgja föður sinn sem lést á fimmtudag. 16. október 2016 09:10 Bhumibol Taílandskonungur er látinn Hinn 88 ára Bhumibol hafði setið lengst alls konungsfólks á valdastóli. 13. október 2016 12:03 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Facebook tekur út allar auglýsingar vegna fráfalls konungs Taílands Facebook segir að þetta sé gert í virðingarskyni við fráfall Taílandskonungs sem lést á fimmtudaginn. 15. október 2016 11:16
Krónprins Taílands vill fá ár til þess að syrgja föður sinn áður en hann tekur við Hann segist þurfa meiri tíma til þess að syrgja föður sinn sem lést á fimmtudag. 16. október 2016 09:10
Bhumibol Taílandskonungur er látinn Hinn 88 ára Bhumibol hafði setið lengst alls konungsfólks á valdastóli. 13. október 2016 12:03