Sjálfumglaður hrokagikkur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. október 2016 00:00 Það vill oft verða svo, þegar maður er ungur og vitlaus, að maður telur sig vita og kunna allt best. Að þeir sem arfleiða okkur að jörðinni hafi nú ekki kunnað til verka. Ég er engin undantekning þar á. Í gegnum líf mitt hafa foreldrar mínir veitt mér fjölda heilræða. Þar sem ég er annálaður sjálfumglaður hrokagikkur fóru flest inn um annað eyrað og út um hitt. Að auki hef ég lagt mig sérstaklega fram við að hunsa þau sem þó sátu eftir. Gott dæmi um það er ráð sem faðir minn gaf mér og átti að nýtast þegar að því kæmi að hefja sambúð með tilvonandi maka. Þá skyldi ég kanna þrennt, hvar smjörið væri geymt, hvernig klósettpappírinn sneri á hankanum og hvort tannkremstúban væri snyrtileg eður ei. Væri fólk ósammála um þessa hluti væri sambandið dauðadæmt frá upphafi. Þetta heilræði uppskar hlátur og var ekki fylgt. Þegar ég hóf sambúð reyndi ég að sætta mig við útklístraða tannkremstúbu, glerhart smjörstykki geymt inni í ísskáp og klósettpappír sem iðulega sneri að veggnum ekki frá honum. Hrokagikkurinn lét sem hann heyrði ekki í viðvörunarbjöllunum sem hringdu á fullu strax frá fyrsta degi. Til að gera langa sögu stutta þá varð sambandið ekki langlíft. Í huga mér heyrði ég rödd föður míns segja „ég sagði þér það“ í hæðnistón. Ekki samt segja honum að hann hafi haft rétt fyrir sér. Síðar meir komst ég að því að til er lærð rannsókn um litla hluti sem eru líklegri til að verða kveikjan að sambandsslitum og í kjölfarið hef ég reynt að rifja upp fleiri heilræði sem ég gæti hafa misst af. Ennþá er árangurinn fremur smár.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Óli Eiðsson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun
Það vill oft verða svo, þegar maður er ungur og vitlaus, að maður telur sig vita og kunna allt best. Að þeir sem arfleiða okkur að jörðinni hafi nú ekki kunnað til verka. Ég er engin undantekning þar á. Í gegnum líf mitt hafa foreldrar mínir veitt mér fjölda heilræða. Þar sem ég er annálaður sjálfumglaður hrokagikkur fóru flest inn um annað eyrað og út um hitt. Að auki hef ég lagt mig sérstaklega fram við að hunsa þau sem þó sátu eftir. Gott dæmi um það er ráð sem faðir minn gaf mér og átti að nýtast þegar að því kæmi að hefja sambúð með tilvonandi maka. Þá skyldi ég kanna þrennt, hvar smjörið væri geymt, hvernig klósettpappírinn sneri á hankanum og hvort tannkremstúban væri snyrtileg eður ei. Væri fólk ósammála um þessa hluti væri sambandið dauðadæmt frá upphafi. Þetta heilræði uppskar hlátur og var ekki fylgt. Þegar ég hóf sambúð reyndi ég að sætta mig við útklístraða tannkremstúbu, glerhart smjörstykki geymt inni í ísskáp og klósettpappír sem iðulega sneri að veggnum ekki frá honum. Hrokagikkurinn lét sem hann heyrði ekki í viðvörunarbjöllunum sem hringdu á fullu strax frá fyrsta degi. Til að gera langa sögu stutta þá varð sambandið ekki langlíft. Í huga mér heyrði ég rödd föður míns segja „ég sagði þér það“ í hæðnistón. Ekki samt segja honum að hann hafi haft rétt fyrir sér. Síðar meir komst ég að því að til er lærð rannsókn um litla hluti sem eru líklegri til að verða kveikjan að sambandsslitum og í kjölfarið hef ég reynt að rifja upp fleiri heilræði sem ég gæti hafa misst af. Ennþá er árangurinn fremur smár.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun