Enn eitt verkfallið hjá Hyundai Finnur Thorlacius skrifar 4. október 2016 09:39 Í verksmiðju Hyundai í S-Kóreu. Varla líður það ár sem verkamenn í verksmiðjum Hyundai í S-Kóreu fara ekki í verkfall í styttri eða lengri tíma. Á því fengu eigendur Hyundai að finna í síðasta mánuði þegar allir verkamenn í verksmiðjum Hyundai í landinu fóru í einu í verkfall og er það í fyrsta sinn í 12 ár sem svo víðtækt verkfall er boðað. Ástæða verkfallsins er sú að samningaumleitanir um launahækkun starfmanna hafa strandað með öllu, en þær hafa staðið yfir í allt sumar. Áður höfðu starfsmenn Hyundai boðað til tímabundinna og staðbundinna verkfalla í ýmsum verksmiðjum Hyundai af sömu ástæðu, en vinnustöðvunin nú hefur valdið 114.000 bíla tapaðri framleiðslu. Það hefur orsakað framleiðslutap uppá 259 milljarða króna sem komið er, en vinna er þó hafin aftur í verksmiðjum Hyundai. Yfir eigendum vofar þó enn fleiri vinnustöðvanir, ef ekki um semst. Gera ráð fyrir 170.000 bíla tapaðri framleiðsluLjóst er að uppgjör Hyundai fyrir þriðja ársfjórðungs þess árs verður ekki kræsilegt. Áframhaldandi vinnustöðvanir gætu einnig haft veruleg áhrif á uppgjör fjórða ársfjórðungs. Á þessu ári hefur Indland tekið framúr S-Kóreu sem fimmta stærsta bílaframleiðsluland heims og hækkandi framleiðslukostnaður í S-Kóreu gæti hæglega fært landið enn neðar á þeim lista á næstu árum, enda fer samkeppnishæfni landsins í bílaframleiðslu þverrandi með síhækkandi launum. Hyundai og Kia áætlaði að framleiða 8,13 milljón bíla í ár, en þessi verkföll hafa fært þá spá niður í 7,96 milljón bíla. Á síðustu 29 árum hefur Hyundai aðeins upplifað 4 ár sem ekki hafa verið verkföll í verksmiðjum þeirra í S-Kóreu. Mest lesið Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent
Varla líður það ár sem verkamenn í verksmiðjum Hyundai í S-Kóreu fara ekki í verkfall í styttri eða lengri tíma. Á því fengu eigendur Hyundai að finna í síðasta mánuði þegar allir verkamenn í verksmiðjum Hyundai í landinu fóru í einu í verkfall og er það í fyrsta sinn í 12 ár sem svo víðtækt verkfall er boðað. Ástæða verkfallsins er sú að samningaumleitanir um launahækkun starfmanna hafa strandað með öllu, en þær hafa staðið yfir í allt sumar. Áður höfðu starfsmenn Hyundai boðað til tímabundinna og staðbundinna verkfalla í ýmsum verksmiðjum Hyundai af sömu ástæðu, en vinnustöðvunin nú hefur valdið 114.000 bíla tapaðri framleiðslu. Það hefur orsakað framleiðslutap uppá 259 milljarða króna sem komið er, en vinna er þó hafin aftur í verksmiðjum Hyundai. Yfir eigendum vofar þó enn fleiri vinnustöðvanir, ef ekki um semst. Gera ráð fyrir 170.000 bíla tapaðri framleiðsluLjóst er að uppgjör Hyundai fyrir þriðja ársfjórðungs þess árs verður ekki kræsilegt. Áframhaldandi vinnustöðvanir gætu einnig haft veruleg áhrif á uppgjör fjórða ársfjórðungs. Á þessu ári hefur Indland tekið framúr S-Kóreu sem fimmta stærsta bílaframleiðsluland heims og hækkandi framleiðslukostnaður í S-Kóreu gæti hæglega fært landið enn neðar á þeim lista á næstu árum, enda fer samkeppnishæfni landsins í bílaframleiðslu þverrandi með síhækkandi launum. Hyundai og Kia áætlaði að framleiða 8,13 milljón bíla í ár, en þessi verkföll hafa fært þá spá niður í 7,96 milljón bíla. Á síðustu 29 árum hefur Hyundai aðeins upplifað 4 ár sem ekki hafa verið verkföll í verksmiðjum þeirra í S-Kóreu.
Mest lesið Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent