Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Skotland 2-0 | Strákarnir einum sigri frá EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. október 2016 18:45 Elías Már Ómarsson skoraði seinna mark Íslands. vísir/ernir Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri færðist í dag nær markmiði sínu að komast á EM 2017 þegar það vann Skota með tveimur mörkum gegn engu í Víkinni.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Víkinni í dag og tók meðfylgjandi myndir. Þetta var næstsíðasti leikur Íslands í undankeppninni en með sigri á Úkraínu í þeim síðasta á þriðjudaginn tryggja íslensku strákarnir sér sæti í lokakeppni EM á næsta ári. Aron Elís Þrándarson og Elías Már Ómarsson skoruðu mörkin í seinni hálfleik. Í millitíðinni varði Rúnar Alex Rúnarsson vítaspyrnu frá Oliver McBurnie. Aðstæður voru erfiðar í dag og buðu ekki upp á neinn glansfótbolta. Fyrri hálfleikurinn var tíðindalítill. Hvorugt liðið náði upp neinu spili en Skotar fengu besta færið þegar Rúnar varði frá Ryan Burnie sem komst einn í gegn eftir klaufagang í íslensku vörninni. Staðan var markalaus í hálfleik en seinni hálfleikurinn var miklu betri hjá íslenska liðinu. Eftir aðeins tveggja mínútna leik kom Aron Elís Íslandi yfir með skoti af stuttu færi eftir aukaspyrnu Böðvars Böðvarssonar. Aðeins þremur mínútum síðar fengu Skotar upplægt tækifæri til að jafna þegar Rúnar braut á McBurnie innan vítateigs. Hann fór sjálfur á punktinn en Rúnar varði vel. Mikilvæg varsla og á góðum tímapunkti. Íslenska liðið hélt áfram að ógna. Heiðar Ægisson átti t.a.m. skot sem Ryan Fulton, góður markvörður Skota, varði í stöngina. Á 66. mínútu skoraði Elías Már svo annað markið eftir laglegt samspil við Kristján Flóka Finnbogason. Elías Már hefur verið sjóðheitur með IFK Gautaborg að undanförnu og hann breimaði af sjálfstrausti í leiknum í dag. Aðeins mínútu eftir markið átti Liam Henderson frábært skot sem small í stönginni. Hardie fékk sömuleiðis dauðafæri eftir mistök í íslensku vörninni en Rúnar varði vel. Elías Már og Kristján Flóki fengu svo báðir tækifæri til að skora sem ekki nýttust. Það breytti þó engu um niðurstöðuna. Ísland vann góðan sigur og er komið í dauðafæri til að tryggja sér sæti í lokakeppninni í Póllandi á næsta ári.Eyjólfur: Vorum of ragir í fyrri hálfleik Eyjólfur Sverrisson er einum sigri frá því að koma íslenska U-21 árs landsliðinu í annað sinn í lokakeppni EM. Ísland vann 2-0 sigur á Skotlandi í Víkinni í dag og er komið í dauðafæri til að tryggja sér sæti á EM 2017. „Þetta voru erfiðar aðstæður og í fyrri hálfleik vorum við of ragir og ekki nógu ákveðnir í okkar aðgerðum. Við vorum að spara og okkur spekúlera í vindinum í stað þess að spila okkar leik eins og við höfum alltaf gert í keppninni,“ sagði Eyjólfur í samtali við Vísi eftir leik. „Við gerðum það virkilega vel í seinni hálfleiknum sem var glimarandi hjá okkur. Við fengum fullt af færum og ógnuðum á bak við þá.“ Skömmu eftir að Aron Elís Þrándarson kom Íslandi í 1-0 varði Rúnar Alex Rúnarsson vítaspyrnu. „Tímasetningin gat ekki verið betri og ég ánægður með hvernig við svöruðum því. Við fórum ekki í panikk og héldum áfram að spila okkar leik,“ sagði Eyjólfur. Á þriðjudaginn mætir Ísland Úkraínu á Laugardalsvellinum og með sigri þar tryggir íslenska liðið sér farseðilinn til Póllands þar sem lokakeppnin fer fram. „Við erum komnir með alvöru leik og við ætlum að klára hann. Það verður hörkuleikur og það eru allir spenntir fyrir honum,“ sagði þjálfarinn að lokum.Aron Elís: Hafði alltaf trú á því að við myndum klára þetta Aron Elís Þrándarson sneri aftur á sinn gamla heimavöll í dag þegar íslenska U-21 árs landsliðið lagði Skota að velli, 2-0, í undankeppni EM 2017. Aron Elís, sem er uppalinn Víkingur, kom Íslandi á bragðið þegar hann skoraði eftir aukaspyrnu Böðvars Böðvarssonar í upphafi seinni hálfleiks. „Þetta var það sem við stefndum að. Við ætluðum að vinna þennan leik og komast í úrslitaleik um sæti á EM,“ sagði Aron Elís eftir leik. Aðstæður voru afar erfiðar í dag og frammistaða íslenska liðsins í fyrri hálfleik var ekki góð. En hvað breyttist í seinni hálfleik? „Það var smá skrekkur í okkur í fyrri hálfleik og þetta var erfitt í vindinum og boltinn var mikið út af. En í seinni hálfleiknum vorum við miklu betri og hefðum getað skorað fleiri mörk,“ sagði Aron Elís. „Það var mikilvægt að fá mark snemma í seinni hálfleik því við vissum að við værum á móti erfiðum vindi. Ég hafði alltaf trú á því að við værum að fara að klára þetta, jafnvel þegar þeir fengu vítið,“ sagði Aron Elís og vísaði til vítaspyrnunnar sem Rúnar Alex Rúnarsson varði skömmu eftir að hann kom Íslandi yfir. „Þetta var frábær tímasetning og eftir það fannst mér við allir gefa mikið í. Okkur langaði þetta mikið.“ Framundan er leikur gegn Úkraínumönnum á þriðjudaginn og með sigri þar tryggir Ísland sér sæti á EM í Póllandi á næsta ári. „Við ætlum okkur alla leið. Við sögðum það í upphafi undankeppninnar og nú erum við komnir í úrslitaleik. Það verður bara spennandi,“ sagði Aron Elís að endingu.Ísland er í dauðafæri til að komast á EM.vísir/ernirAron Elís spilaði vel í seinni hálfleik eins og allt íslenska liðið.vísir/ernir Íslenski boltinn Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Sjá meira
Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri færðist í dag nær markmiði sínu að komast á EM 2017 þegar það vann Skota með tveimur mörkum gegn engu í Víkinni.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Víkinni í dag og tók meðfylgjandi myndir. Þetta var næstsíðasti leikur Íslands í undankeppninni en með sigri á Úkraínu í þeim síðasta á þriðjudaginn tryggja íslensku strákarnir sér sæti í lokakeppni EM á næsta ári. Aron Elís Þrándarson og Elías Már Ómarsson skoruðu mörkin í seinni hálfleik. Í millitíðinni varði Rúnar Alex Rúnarsson vítaspyrnu frá Oliver McBurnie. Aðstæður voru erfiðar í dag og buðu ekki upp á neinn glansfótbolta. Fyrri hálfleikurinn var tíðindalítill. Hvorugt liðið náði upp neinu spili en Skotar fengu besta færið þegar Rúnar varði frá Ryan Burnie sem komst einn í gegn eftir klaufagang í íslensku vörninni. Staðan var markalaus í hálfleik en seinni hálfleikurinn var miklu betri hjá íslenska liðinu. Eftir aðeins tveggja mínútna leik kom Aron Elís Íslandi yfir með skoti af stuttu færi eftir aukaspyrnu Böðvars Böðvarssonar. Aðeins þremur mínútum síðar fengu Skotar upplægt tækifæri til að jafna þegar Rúnar braut á McBurnie innan vítateigs. Hann fór sjálfur á punktinn en Rúnar varði vel. Mikilvæg varsla og á góðum tímapunkti. Íslenska liðið hélt áfram að ógna. Heiðar Ægisson átti t.a.m. skot sem Ryan Fulton, góður markvörður Skota, varði í stöngina. Á 66. mínútu skoraði Elías Már svo annað markið eftir laglegt samspil við Kristján Flóka Finnbogason. Elías Már hefur verið sjóðheitur með IFK Gautaborg að undanförnu og hann breimaði af sjálfstrausti í leiknum í dag. Aðeins mínútu eftir markið átti Liam Henderson frábært skot sem small í stönginni. Hardie fékk sömuleiðis dauðafæri eftir mistök í íslensku vörninni en Rúnar varði vel. Elías Már og Kristján Flóki fengu svo báðir tækifæri til að skora sem ekki nýttust. Það breytti þó engu um niðurstöðuna. Ísland vann góðan sigur og er komið í dauðafæri til að tryggja sér sæti í lokakeppninni í Póllandi á næsta ári.Eyjólfur: Vorum of ragir í fyrri hálfleik Eyjólfur Sverrisson er einum sigri frá því að koma íslenska U-21 árs landsliðinu í annað sinn í lokakeppni EM. Ísland vann 2-0 sigur á Skotlandi í Víkinni í dag og er komið í dauðafæri til að tryggja sér sæti á EM 2017. „Þetta voru erfiðar aðstæður og í fyrri hálfleik vorum við of ragir og ekki nógu ákveðnir í okkar aðgerðum. Við vorum að spara og okkur spekúlera í vindinum í stað þess að spila okkar leik eins og við höfum alltaf gert í keppninni,“ sagði Eyjólfur í samtali við Vísi eftir leik. „Við gerðum það virkilega vel í seinni hálfleiknum sem var glimarandi hjá okkur. Við fengum fullt af færum og ógnuðum á bak við þá.“ Skömmu eftir að Aron Elís Þrándarson kom Íslandi í 1-0 varði Rúnar Alex Rúnarsson vítaspyrnu. „Tímasetningin gat ekki verið betri og ég ánægður með hvernig við svöruðum því. Við fórum ekki í panikk og héldum áfram að spila okkar leik,“ sagði Eyjólfur. Á þriðjudaginn mætir Ísland Úkraínu á Laugardalsvellinum og með sigri þar tryggir íslenska liðið sér farseðilinn til Póllands þar sem lokakeppnin fer fram. „Við erum komnir með alvöru leik og við ætlum að klára hann. Það verður hörkuleikur og það eru allir spenntir fyrir honum,“ sagði þjálfarinn að lokum.Aron Elís: Hafði alltaf trú á því að við myndum klára þetta Aron Elís Þrándarson sneri aftur á sinn gamla heimavöll í dag þegar íslenska U-21 árs landsliðið lagði Skota að velli, 2-0, í undankeppni EM 2017. Aron Elís, sem er uppalinn Víkingur, kom Íslandi á bragðið þegar hann skoraði eftir aukaspyrnu Böðvars Böðvarssonar í upphafi seinni hálfleiks. „Þetta var það sem við stefndum að. Við ætluðum að vinna þennan leik og komast í úrslitaleik um sæti á EM,“ sagði Aron Elís eftir leik. Aðstæður voru afar erfiðar í dag og frammistaða íslenska liðsins í fyrri hálfleik var ekki góð. En hvað breyttist í seinni hálfleik? „Það var smá skrekkur í okkur í fyrri hálfleik og þetta var erfitt í vindinum og boltinn var mikið út af. En í seinni hálfleiknum vorum við miklu betri og hefðum getað skorað fleiri mörk,“ sagði Aron Elís. „Það var mikilvægt að fá mark snemma í seinni hálfleik því við vissum að við værum á móti erfiðum vindi. Ég hafði alltaf trú á því að við værum að fara að klára þetta, jafnvel þegar þeir fengu vítið,“ sagði Aron Elís og vísaði til vítaspyrnunnar sem Rúnar Alex Rúnarsson varði skömmu eftir að hann kom Íslandi yfir. „Þetta var frábær tímasetning og eftir það fannst mér við allir gefa mikið í. Okkur langaði þetta mikið.“ Framundan er leikur gegn Úkraínumönnum á þriðjudaginn og með sigri þar tryggir Ísland sér sæti á EM í Póllandi á næsta ári. „Við ætlum okkur alla leið. Við sögðum það í upphafi undankeppninnar og nú erum við komnir í úrslitaleik. Það verður bara spennandi,“ sagði Aron Elís að endingu.Ísland er í dauðafæri til að komast á EM.vísir/ernirAron Elís spilaði vel í seinni hálfleik eins og allt íslenska liðið.vísir/ernir
Íslenski boltinn Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Sjá meira