„Við fórum eftir fyrirmælum lögreglu í einu og öllu“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. október 2016 22:14 Vísir/EGILL „Staðreyndin er nefnilega sú að við ókum ekki í gegnum neinar lokanir frá lögreglu og við fórum eftir fyrirmælum lögreglu í einu og öllu um leið og þeir komu. Það er óumdeilt!“ Þetta skrifa þrír menn sem hafa verið ákærðir fyrir að keyra upp að Holuhrauni á meðan eldgosið stóð þar yfir fyrir tveimur árum. Þeir gagnrýna framgöngu yfirvalda í málinu harðlega en þann 12. október munu þeir mæta fyrir Héraðsdóm Norðurlands eystra á Akureyri „þar sem hið opinbera freistar þess að fá okkur dæmda fyrir að skoða náttúru landsins okkar.“ Mennirnir skrifuðu færslu á Facebooksíðuna Ferðafrelsi en færslan ber titilinn „Yfirlýsing óbyggðaþrjóta“. Þar er ferð þeirra upp að hrauninu í september 2014 rifjuð upp. „Aðstæður voru eins og best verður á kosið og við gjörþekktum svæðið. Við lögðum engan í hættu og vorum mun betur búnir en flestir þeir sem komu þarna upp eftir með svokallað leyfi. Ekki grunaði okkur að þessi för okkar ætti eftir að setja hið opinbera alveg á hliðina svo engu var til sparað að handsama okkur, enda voru myndir byrjaðar að birtast á samfélagsmiðlum af mönnum upp við hraunið með bros á vör.“Sjá einnig: Dulbúnir menn virtu lokanir að vettugi. Enn fremur segir að þyrla hafi verið send á eftir þeim og um borð í henni hafi verið sérsveitarmenn. „Þetta olli skiljanlega miklu umtali í þjóðfélaginu og misbauð flestum sem til þekkja framganga yfirvalda, þær miklu takmarkanir á ferðafrelsi landsmanna og allur sá falski hræðsluáróður sem flæddi yfir fjölmiðlana.“ Í yfirlýsingunni segir að mikils misskilnings hafi gætt varðandi á hverju ákæran gegn þeim byggist. Þar segir að hún snúist ekki um hvort að réttlætanlegt hafi verið að loka um tíu prósentum af Íslandi fyrir ferðamennsku svo engir „gætu séð gosið ekki einu sinni úr fjarska.“ Þannig hafi verið sett fordæmi fyrir því að landsmönnum verði bannað að virða fyrir sér eldgos framtíðarinnar. Það snúist heldur ekki um að erlendum og innlendum fréttamönnum og öðrum hafi verið leyft að fara óhindrað um svæðið á vanbúnum bílum. Né snúist það um „hvort það hafi verið réttlætanlegt að nota fjölmiðlana okkar til að dreifa hræðsluáróðri“. Málið snúist einnig ekki um hvort að rétt væri að nota björgunarsveitarmeðlimi sem löggæslumenn. Þeir segja málið snúast um tvennt. Að þeir hafi keyrt á lokuðum vegi „sem við höfum alla tíð viðurkennt enda ekkert nýtt í þeim efnum. Vanir Jeppamenn vita sem er að ferðalög þeirra t.d. á veturna snúast mikið um að keyra á lokuðum vegum.“ Þá segjast þeir einnig hafa verið ákærðir fyrir að óhlýðnast lögreglu og segja þeir það vera rangt. „Við komum hvergi að lokunum lögreglu á ferð okkar að gosstöðvunum og þegar lögreglan stöðvaði för okkar hlýddum við fyrirmælum hennar í einu og öllu.“ Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
„Staðreyndin er nefnilega sú að við ókum ekki í gegnum neinar lokanir frá lögreglu og við fórum eftir fyrirmælum lögreglu í einu og öllu um leið og þeir komu. Það er óumdeilt!“ Þetta skrifa þrír menn sem hafa verið ákærðir fyrir að keyra upp að Holuhrauni á meðan eldgosið stóð þar yfir fyrir tveimur árum. Þeir gagnrýna framgöngu yfirvalda í málinu harðlega en þann 12. október munu þeir mæta fyrir Héraðsdóm Norðurlands eystra á Akureyri „þar sem hið opinbera freistar þess að fá okkur dæmda fyrir að skoða náttúru landsins okkar.“ Mennirnir skrifuðu færslu á Facebooksíðuna Ferðafrelsi en færslan ber titilinn „Yfirlýsing óbyggðaþrjóta“. Þar er ferð þeirra upp að hrauninu í september 2014 rifjuð upp. „Aðstæður voru eins og best verður á kosið og við gjörþekktum svæðið. Við lögðum engan í hættu og vorum mun betur búnir en flestir þeir sem komu þarna upp eftir með svokallað leyfi. Ekki grunaði okkur að þessi för okkar ætti eftir að setja hið opinbera alveg á hliðina svo engu var til sparað að handsama okkur, enda voru myndir byrjaðar að birtast á samfélagsmiðlum af mönnum upp við hraunið með bros á vör.“Sjá einnig: Dulbúnir menn virtu lokanir að vettugi. Enn fremur segir að þyrla hafi verið send á eftir þeim og um borð í henni hafi verið sérsveitarmenn. „Þetta olli skiljanlega miklu umtali í þjóðfélaginu og misbauð flestum sem til þekkja framganga yfirvalda, þær miklu takmarkanir á ferðafrelsi landsmanna og allur sá falski hræðsluáróður sem flæddi yfir fjölmiðlana.“ Í yfirlýsingunni segir að mikils misskilnings hafi gætt varðandi á hverju ákæran gegn þeim byggist. Þar segir að hún snúist ekki um hvort að réttlætanlegt hafi verið að loka um tíu prósentum af Íslandi fyrir ferðamennsku svo engir „gætu séð gosið ekki einu sinni úr fjarska.“ Þannig hafi verið sett fordæmi fyrir því að landsmönnum verði bannað að virða fyrir sér eldgos framtíðarinnar. Það snúist heldur ekki um að erlendum og innlendum fréttamönnum og öðrum hafi verið leyft að fara óhindrað um svæðið á vanbúnum bílum. Né snúist það um „hvort það hafi verið réttlætanlegt að nota fjölmiðlana okkar til að dreifa hræðsluáróðri“. Málið snúist einnig ekki um hvort að rétt væri að nota björgunarsveitarmeðlimi sem löggæslumenn. Þeir segja málið snúast um tvennt. Að þeir hafi keyrt á lokuðum vegi „sem við höfum alla tíð viðurkennt enda ekkert nýtt í þeim efnum. Vanir Jeppamenn vita sem er að ferðalög þeirra t.d. á veturna snúast mikið um að keyra á lokuðum vegum.“ Þá segjast þeir einnig hafa verið ákærðir fyrir að óhlýðnast lögreglu og segja þeir það vera rangt. „Við komum hvergi að lokunum lögreglu á ferð okkar að gosstöðvunum og þegar lögreglan stöðvaði för okkar hlýddum við fyrirmælum hennar í einu og öllu.“
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira