Audi A9 og Porsche Panamera Coupe á sama undirvagni Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2016 10:49 Audi A9 Coupe særir ekki beint augun. Bæði Porsche og Audi vinna nú að smíði tveggja stórra eðalvagna sem munu notast við sama nýja MSB-undirvagninn sem þróaður var af Porsche. Það eru bílarnir Audi A9, sem er coupe-útgáfa af Audi A8, og Porsche Panamera Coupe. Það er langt frá því ókunnugt að bílar sem tilheyra stóru Volkswagen bílafjölskyldunni séu með sömu undirvagna og íhluti og því kemur þetta lítt á óvart. Porsche ætlar líka að kynna til sögunnar langbaksgerð af nýja Panamera bílnum og verður hann sýndur almenningi á bílasýningunni í Genf á næsta ári. Þá er einnig talið líklegt að Porsche muni kynna blæjuútgáfu Panamera, svo útgáfur þess stóra bíls verða brátt æði margar. Heyrst hefur að Audi muni kynna A9 Coupe bílinn í lok þessa áratugar, en hann gæti litið út eins og sést á myndinni hér fyrir ofan. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent
Bæði Porsche og Audi vinna nú að smíði tveggja stórra eðalvagna sem munu notast við sama nýja MSB-undirvagninn sem þróaður var af Porsche. Það eru bílarnir Audi A9, sem er coupe-útgáfa af Audi A8, og Porsche Panamera Coupe. Það er langt frá því ókunnugt að bílar sem tilheyra stóru Volkswagen bílafjölskyldunni séu með sömu undirvagna og íhluti og því kemur þetta lítt á óvart. Porsche ætlar líka að kynna til sögunnar langbaksgerð af nýja Panamera bílnum og verður hann sýndur almenningi á bílasýningunni í Genf á næsta ári. Þá er einnig talið líklegt að Porsche muni kynna blæjuútgáfu Panamera, svo útgáfur þess stóra bíls verða brátt æði margar. Heyrst hefur að Audi muni kynna A9 Coupe bílinn í lok þessa áratugar, en hann gæti litið út eins og sést á myndinni hér fyrir ofan.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent