Volvo XC40 árið 2018 Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2016 11:14 Volvo XC40 jepplingurinn. Volvo mun hefja sölu á þessum XC40 jepplingi á fyrri helmingi ársins 2018. Vill Volvo meina að hann muni færa fyrirtækinu gríðarlega söluaukningu og áætlar Volvo að selja 100.000 XC40 bíla á ári. Er það há tala í ljósi þess að heildarsala Volvo í fyrra var 503.127 bílar. Af þeim voru 267.000 bílar af XC-gerð og því eru ríflega helmingur allra seldra Volvo bíla jeppar eða jepplingar og líklega mun þetta hlutfall aðeins hækka með tilkomu XC40. Mest selda einstaka bílgerð Volvo er XC60, en hann er farinn að eldast og er orðinn 8 ára gömul hönnun. Volvo hefur selt 51.810 eintök af nýja XC90 jeppanum á fyrri helmingi þessa árs og það bendir til þess að sala hans verði um 100.000 eintök í ár. Þó svo Volvo ætli fyrst að kynna til sögunnar XC40 er þó meiningin að framleiða aðrar gerðir 40-bíla, meðal annars stallbak og langbak. Allir 40-bílarnir verða byggðir á sama undirvagni, sem Volvo menn kalla CMA. Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent
Volvo mun hefja sölu á þessum XC40 jepplingi á fyrri helmingi ársins 2018. Vill Volvo meina að hann muni færa fyrirtækinu gríðarlega söluaukningu og áætlar Volvo að selja 100.000 XC40 bíla á ári. Er það há tala í ljósi þess að heildarsala Volvo í fyrra var 503.127 bílar. Af þeim voru 267.000 bílar af XC-gerð og því eru ríflega helmingur allra seldra Volvo bíla jeppar eða jepplingar og líklega mun þetta hlutfall aðeins hækka með tilkomu XC40. Mest selda einstaka bílgerð Volvo er XC60, en hann er farinn að eldast og er orðinn 8 ára gömul hönnun. Volvo hefur selt 51.810 eintök af nýja XC90 jeppanum á fyrri helmingi þessa árs og það bendir til þess að sala hans verði um 100.000 eintök í ár. Þó svo Volvo ætli fyrst að kynna til sögunnar XC40 er þó meiningin að framleiða aðrar gerðir 40-bíla, meðal annars stallbak og langbak. Allir 40-bílarnir verða byggðir á sama undirvagni, sem Volvo menn kalla CMA.
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent