Fótbolti

Heimir um umdeilda markið: „Mér er alveg sama hvort hann var inni eða ekki“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Heimir Hallgrímsson var léttur og kátur á æfingunni í Egilshöll í morgun.
Heimir Hallgrímsson var léttur og kátur á æfingunni í Egilshöll í morgun. vísir/ernir
Það var létt yfir Heimi Hallgrímssyni, landsliðsþjálfara í fótbolta, þegar hann mætti á æfingu í Egilshöll í morgun með þeim leikmönnum sem spiluðu ekki gegn Finnum í gærkvöldi.

Eðlilega var létt yfir öllum mannskapnum eftir ótrúlegan endurkomusigur strákanna okkar sem skoruðu tvö mörk á síðustu fimm mínútum leiksins og innbyrtu sætan sigur.

Sjá einnig:Nýtt sjónarhorn sýnir að boltinn var ekki inni | Sjáðu þetta myndband

Sigurmark Íslands, sem Ragnar Sigurðsson skoraði á fimmtu mínútu í uppbótartíma, var heldur betur umdeilt en enn þá hefur í raun ekki fengist endanlega staðfest hvort boltinn fór yfir línuna.

„Nei, ég sofnaði áður en ég komst að því,“ sagði Heimir Hallgrímsson við Vísi á æfingu liðsins í morgun aðspurður hvort hann væri búinn að sjá markið aftur og gæti skorið úr um hvort boltinn væri inni.

„Ég byrjaði að horfa á leikinn aftur eins og maður gerir alltaf og er kominn svona aðeins fram í seinni hálfleik.“

Sjá einnig:Villandi skjáskot tekur ekki af vafa um hvort markið var löglegt

Hvort sem boltinn var inni eða ekki var dæmt mark og Ísland vann leikinn. Það breytist ekkert og það er Heimir ánægður með.

„Ég er ekki búinn að sjá þetta og mér er alveg nákvæmlega sama hvort boltinn var inni eða ekki,“ sagði Heimir Hallgrímsson léttur og brosti.


Tengdar fréttir

Rikki G missti sig er Ísland skoraði sigurmarkið

Íþróttalýsandi Stöðvar 2 Sport Ríkharð Óskar Guðnason drekkur líklega te í dag þar sem hann svo gott sem kláraði röddina er Ísland skoraði sigurmarkið gegn Finnlandi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×