Villandi skjáskot tekur ekki af vafa um hvort markið var löglegt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. október 2016 22:15 Skjáskotið sem gengur um á netinu og virðist sýna boltann vel fyrir innan línuna. Boltinn er þó í loftinu og engin leið að fullyrða að hann sé inni. Fjölmargir Íslendingar deila nú á Facebook og Twitter skjáskoti af sigurmarki Íslands í kvöld sannfærðir um að boltinn sé inni. Svo virðist sem boltinn liggi á grasinu vel fyrir innan línuna en þar með er ekki öll sagan sögð. Skjáskotið er nefnilega blekkjandi. Það er tekið úr myndbroti, úr sjónarhorni einnar myndavélar á Laugardalsvelli í kvöld, sem fer einnig sem eldur í sinu um samfélagsmiðla. Þar má glögglega sjá að þegar skjáskotið er tekið er boltinn í loftinu, ekki á grasinu. Vera má að boltinn sé kominn yfir línuna en engin leið er að fullyrða um það. Hafa verður í huga að allur boltinn verður að vera kominn yfir línuna. Myndin hér að neðan útskýrir það betur.Þjálfari Finna, Hans Backe, var afar ósáttur með dómara leiksins og taldi markið ólöglegt. Svo virtist sem hann hefði talið um rangstöðu að ræða í aðdragandanum, Ragnar hefði notað hendina og svo hefði Alfreð sparkað boltanum úr höndum markvarðar Finna. Norski dómarinn virðist hins vegar hafa dæmt markið þegar Ragnar setti boltann í átt að marki, hvort sem boltinn fór yfir línuna eða ekki. Líklega mun aldrei fást fullkomlega úr því skorið hvort mark Íslands var löglegt eða ekki. En eins og Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari komst að orði á blaðamannafundi í kvöld: „Mér er í rauninni alveg sama, hvort markið hafi verið löglegt og hvað Backe segir.“ Líklega taka flestir Íslendingar undir með Eyjapeyjanum.Uppfært klukkan 09:05Nýtt sjónarhorn virðist sýna að boltinn hafi aldrei allur farið yfir marklínuna. Sjá hér. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37 Ragnar: Tek markið 100% á mig Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var himinlifandi með 3-2 sigurinn gegn Finnum í kvöld og segir að sigurmarkið hafi 100% verið hans. 6. október 2016 21:27 Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30 Þjálfari Finna um sigurmark Íslendinga: „Þetta er hneyksli“ Hans Backe þjálfari finnska karlalandsliðsins í knattspyrnu var vægast sagt ósáttur við dómgæsluna í þriðja marki Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:09 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira
Fjölmargir Íslendingar deila nú á Facebook og Twitter skjáskoti af sigurmarki Íslands í kvöld sannfærðir um að boltinn sé inni. Svo virðist sem boltinn liggi á grasinu vel fyrir innan línuna en þar með er ekki öll sagan sögð. Skjáskotið er nefnilega blekkjandi. Það er tekið úr myndbroti, úr sjónarhorni einnar myndavélar á Laugardalsvelli í kvöld, sem fer einnig sem eldur í sinu um samfélagsmiðla. Þar má glögglega sjá að þegar skjáskotið er tekið er boltinn í loftinu, ekki á grasinu. Vera má að boltinn sé kominn yfir línuna en engin leið er að fullyrða um það. Hafa verður í huga að allur boltinn verður að vera kominn yfir línuna. Myndin hér að neðan útskýrir það betur.Þjálfari Finna, Hans Backe, var afar ósáttur með dómara leiksins og taldi markið ólöglegt. Svo virtist sem hann hefði talið um rangstöðu að ræða í aðdragandanum, Ragnar hefði notað hendina og svo hefði Alfreð sparkað boltanum úr höndum markvarðar Finna. Norski dómarinn virðist hins vegar hafa dæmt markið þegar Ragnar setti boltann í átt að marki, hvort sem boltinn fór yfir línuna eða ekki. Líklega mun aldrei fást fullkomlega úr því skorið hvort mark Íslands var löglegt eða ekki. En eins og Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari komst að orði á blaðamannafundi í kvöld: „Mér er í rauninni alveg sama, hvort markið hafi verið löglegt og hvað Backe segir.“ Líklega taka flestir Íslendingar undir með Eyjapeyjanum.Uppfært klukkan 09:05Nýtt sjónarhorn virðist sýna að boltinn hafi aldrei allur farið yfir marklínuna. Sjá hér.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37 Ragnar: Tek markið 100% á mig Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var himinlifandi með 3-2 sigurinn gegn Finnum í kvöld og segir að sigurmarkið hafi 100% verið hans. 6. október 2016 21:27 Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30 Þjálfari Finna um sigurmark Íslendinga: „Þetta er hneyksli“ Hans Backe þjálfari finnska karlalandsliðsins í knattspyrnu var vægast sagt ósáttur við dómgæsluna í þriðja marki Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:09 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira
Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37
Ragnar: Tek markið 100% á mig Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var himinlifandi með 3-2 sigurinn gegn Finnum í kvöld og segir að sigurmarkið hafi 100% verið hans. 6. október 2016 21:27
Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30
Þjálfari Finna um sigurmark Íslendinga: „Þetta er hneyksli“ Hans Backe þjálfari finnska karlalandsliðsins í knattspyrnu var vægast sagt ósáttur við dómgæsluna í þriðja marki Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:09