Pundið ekki lægra síðan fyrir hrun Sæunn Gísladóttir skrifar 7. október 2016 14:15 Gengi pundsins gagnvart íslensku krónunni hefur lækkað um 32 prósent á rúmu ári. Gengi pundsins lækkaði um sex prósent á asískum mörkuðum í nótt og er það mesta lækkun á gjaldmiðlinum síðan að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið þann 23. júní síðastliðinn. Gengi pundsins gagnvart íslensku krónunni er nú 141 og hefur það ekki verið lægra síðan fyrir hrun. Síðast var það 141,4 þann 14. mars 2008. Eins og Vísir hefur greint frá hefur gengi pundsins lækkað verulega frá því að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið. En frá síðasta sumri hefur gengi pundsins gagnvart íslensku krónunni lækkað um 32 prósent. Lækkun gengi pundsins hefur neikvæð áhrif á útflutning íslenskra sjávarafurða til Bretlands og gæti dregið úr neyslu breskra ferðamanna hér á landi. Aftur á móti er nú ódýrara fyrir Íslendinga að versla breskar vörur.Englandsbanki rannsakar dularfullt gengishrunSem fyrr segir lækkaði gengi pundsins verulega í nótt og rannsakar Englandsbanki nú málið, en talið er að innsláttarvilla kunni að hafa valdið hruninu. Lækkunin kom í kjölfar þess að Financial Times birti frétt á netinu um að Francois Hollande, forseti Frakklands, gerði kröfu um harðar Brexit samningaviðræður. Fréttin gæti hafa ýtt undir sölu, eða innsláttarvilla hefði getað valdið þessu, að því er segir í frétt BBC um málið. Brexit Tengdar fréttir Pundið ekki lægra síðan 2009 Gengi Sterlingspunds gagnvart íslenskri krónu hefur lækkað um níu prósent á tveimur mánuðum. 6. júlí 2016 12:29 Pundið ekki lægra í mánuð Gengi pundsins hefur nú fallið um fjórtán prósent frá því að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið í lok júní, og hefur ekki verið lægra síðan árið 1985. 12. ágúst 2016 07:00 Stefnir hratt í kreppu í Bretlandi Meðalhúsnæðisverð í London hefur lækkað um 155 þúsund krónur á dag frá því að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið. Ný skýrsla frá Morgan McKinley sýnir að nýjum störfum í breska fjármálageiranum hafi fækkað um 12 prósen 11. ágúst 2016 08:00 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Gengi pundsins lækkaði um sex prósent á asískum mörkuðum í nótt og er það mesta lækkun á gjaldmiðlinum síðan að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið þann 23. júní síðastliðinn. Gengi pundsins gagnvart íslensku krónunni er nú 141 og hefur það ekki verið lægra síðan fyrir hrun. Síðast var það 141,4 þann 14. mars 2008. Eins og Vísir hefur greint frá hefur gengi pundsins lækkað verulega frá því að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið. En frá síðasta sumri hefur gengi pundsins gagnvart íslensku krónunni lækkað um 32 prósent. Lækkun gengi pundsins hefur neikvæð áhrif á útflutning íslenskra sjávarafurða til Bretlands og gæti dregið úr neyslu breskra ferðamanna hér á landi. Aftur á móti er nú ódýrara fyrir Íslendinga að versla breskar vörur.Englandsbanki rannsakar dularfullt gengishrunSem fyrr segir lækkaði gengi pundsins verulega í nótt og rannsakar Englandsbanki nú málið, en talið er að innsláttarvilla kunni að hafa valdið hruninu. Lækkunin kom í kjölfar þess að Financial Times birti frétt á netinu um að Francois Hollande, forseti Frakklands, gerði kröfu um harðar Brexit samningaviðræður. Fréttin gæti hafa ýtt undir sölu, eða innsláttarvilla hefði getað valdið þessu, að því er segir í frétt BBC um málið.
Brexit Tengdar fréttir Pundið ekki lægra síðan 2009 Gengi Sterlingspunds gagnvart íslenskri krónu hefur lækkað um níu prósent á tveimur mánuðum. 6. júlí 2016 12:29 Pundið ekki lægra í mánuð Gengi pundsins hefur nú fallið um fjórtán prósent frá því að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið í lok júní, og hefur ekki verið lægra síðan árið 1985. 12. ágúst 2016 07:00 Stefnir hratt í kreppu í Bretlandi Meðalhúsnæðisverð í London hefur lækkað um 155 þúsund krónur á dag frá því að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið. Ný skýrsla frá Morgan McKinley sýnir að nýjum störfum í breska fjármálageiranum hafi fækkað um 12 prósen 11. ágúst 2016 08:00 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Pundið ekki lægra síðan 2009 Gengi Sterlingspunds gagnvart íslenskri krónu hefur lækkað um níu prósent á tveimur mánuðum. 6. júlí 2016 12:29
Pundið ekki lægra í mánuð Gengi pundsins hefur nú fallið um fjórtán prósent frá því að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið í lok júní, og hefur ekki verið lægra síðan árið 1985. 12. ágúst 2016 07:00
Stefnir hratt í kreppu í Bretlandi Meðalhúsnæðisverð í London hefur lækkað um 155 þúsund krónur á dag frá því að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið. Ný skýrsla frá Morgan McKinley sýnir að nýjum störfum í breska fjármálageiranum hafi fækkað um 12 prósen 11. ágúst 2016 08:00