Mikilvægt að setja metnaðarfyllri markmið í loftlagsmálum Heimir Már Pétursson skrifar 7. október 2016 20:45 Forsætisráðherra Skotlands sagði á Hringborði norðurslóða í dag að mikilvægt væri að þjóðir heims settu sér metnaðarfyllri markmið í loftlagsmálum en sett hafi verið í Parísar-samkomulaginu. Skotar hafi sett sér háleit markmið sem mikilvægt sé að ná í samvinnu við Norðurlöndin og Evrópusambandið. Hringborð norðurslóða, eða Arctic Circle, er gífurlega umfangsmikil ráðstefna. Þar eru fjögur hundruð fyrirlesarar frá fjörutíu löndum og þátttakendur eru um tvö þúsund. Þetta eru sérfræðingar á ýmsum sviðum sem láta sig málefni norðurslóða varða, ekki hvað síst vegna loftslagsbreytinganna; núverandi og fyrrverandi stjórnmálamenn og fulltrúar hagsmunasamtaka víðs vegar að úr heiminum. Nicola Sturgeon forsætisráðherra Skotlands flutti stefnuræðu á Hringborðinu í dag. Hún sagði Skota hafa árið 1990 sett sér metnaðarfull markmið í loftlagsmálum til ársins 2020 og náð þeim öllum nú þegar. Hún þakkaði Ólafi Ragnari Grímssyni fyrir brautryðjendastarf hans í sköpun Arctic Circle sem væri mikilvægur vettvangur fyrir málefni norðurslóða. En áður en Sturgeon snéri sér að loftlagsmálunum sló hún á létta strengi og sagði aðdáendur íslenska landsliðsins í knattspyrnu hafa tekið upp víkingaklappið frá áhangendum í skoska fótboltanum. „Ég tek þetta upp vegna þess að frá okkar sjónarhóli var gott að geta átt skoskt innlegg í Evrópukeppnina 2016.Ég ætti e.t.v. að senda samúðarkveðjur til finnska utanríkisráðherrans og reyndar til finnsku þjóðarinnar. Ungmennalið okkar (U-21) lék hér á Íslandi að kvöldi miðvikudags og okkar biðu svipuð örlög og finnska liðsins í gærkvöldi. Gamla sigursæla Ísland sem England þekkja af vondri reynslu virðist enn vera á sigurbraut,” sagði Sturgeon og uppskar mikinn hlátur. Forsætisráðherrann tilkynnti á fundinum að Skotar hefðu ákveðið að setja milljón pund, rúmar 140 milljónir króna, í sjóð fyrir þróunarlöndin til að þau geti fylgst betur með loftslagsbreytingunum og kortlagt þær. Hún sagði Parísar-samkomulagið í loftlagsmálum mikilvægt skref, þar sem stefnt væri að því að hitinn á jörðinni hækki ekki meira en um tvær gráður. Hins vegar væri nauðsynlegt að setja markið mun hærra, eða vel innan við 1,5 gráður. Sturgeon segir Skota leggja mikla áherslu á samstarf við nágranna sína á norðurslóðum. „Löndin fyrir norðan Skotland eru landfræðilega nær norðurskauti jarðar en fjarlægðin er til Lundúna. Það skýrir ef til vill hvers vegna við viljum í síauknum mæli byggja upp nánara samstarf við nágranna okkar í norðri, taka fullan þátt í að leysa þau úrlausnarefni og grípa tækifærin sem lönd sem liggja að norðurskautinu standa frammi fyrir nú,“ segir forsætisráðherra Skotlands. Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Skotland Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Forsætisráðherra Skotlands sagði á Hringborði norðurslóða í dag að mikilvægt væri að þjóðir heims settu sér metnaðarfyllri markmið í loftlagsmálum en sett hafi verið í Parísar-samkomulaginu. Skotar hafi sett sér háleit markmið sem mikilvægt sé að ná í samvinnu við Norðurlöndin og Evrópusambandið. Hringborð norðurslóða, eða Arctic Circle, er gífurlega umfangsmikil ráðstefna. Þar eru fjögur hundruð fyrirlesarar frá fjörutíu löndum og þátttakendur eru um tvö þúsund. Þetta eru sérfræðingar á ýmsum sviðum sem láta sig málefni norðurslóða varða, ekki hvað síst vegna loftslagsbreytinganna; núverandi og fyrrverandi stjórnmálamenn og fulltrúar hagsmunasamtaka víðs vegar að úr heiminum. Nicola Sturgeon forsætisráðherra Skotlands flutti stefnuræðu á Hringborðinu í dag. Hún sagði Skota hafa árið 1990 sett sér metnaðarfull markmið í loftlagsmálum til ársins 2020 og náð þeim öllum nú þegar. Hún þakkaði Ólafi Ragnari Grímssyni fyrir brautryðjendastarf hans í sköpun Arctic Circle sem væri mikilvægur vettvangur fyrir málefni norðurslóða. En áður en Sturgeon snéri sér að loftlagsmálunum sló hún á létta strengi og sagði aðdáendur íslenska landsliðsins í knattspyrnu hafa tekið upp víkingaklappið frá áhangendum í skoska fótboltanum. „Ég tek þetta upp vegna þess að frá okkar sjónarhóli var gott að geta átt skoskt innlegg í Evrópukeppnina 2016.Ég ætti e.t.v. að senda samúðarkveðjur til finnska utanríkisráðherrans og reyndar til finnsku þjóðarinnar. Ungmennalið okkar (U-21) lék hér á Íslandi að kvöldi miðvikudags og okkar biðu svipuð örlög og finnska liðsins í gærkvöldi. Gamla sigursæla Ísland sem England þekkja af vondri reynslu virðist enn vera á sigurbraut,” sagði Sturgeon og uppskar mikinn hlátur. Forsætisráðherrann tilkynnti á fundinum að Skotar hefðu ákveðið að setja milljón pund, rúmar 140 milljónir króna, í sjóð fyrir þróunarlöndin til að þau geti fylgst betur með loftslagsbreytingunum og kortlagt þær. Hún sagði Parísar-samkomulagið í loftlagsmálum mikilvægt skref, þar sem stefnt væri að því að hitinn á jörðinni hækki ekki meira en um tvær gráður. Hins vegar væri nauðsynlegt að setja markið mun hærra, eða vel innan við 1,5 gráður. Sturgeon segir Skota leggja mikla áherslu á samstarf við nágranna sína á norðurslóðum. „Löndin fyrir norðan Skotland eru landfræðilega nær norðurskauti jarðar en fjarlægðin er til Lundúna. Það skýrir ef til vill hvers vegna við viljum í síauknum mæli byggja upp nánara samstarf við nágranna okkar í norðri, taka fullan þátt í að leysa þau úrlausnarefni og grípa tækifærin sem lönd sem liggja að norðurskautinu standa frammi fyrir nú,“ segir forsætisráðherra Skotlands.
Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Skotland Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira