Ban Ki-moon: Engin „áætlun B“ því við eigum ekki „reikistjörnu B“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. október 2016 20:08 Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir Ísland í lykilhlutverki í málefnum Norðurslóða. Ísland gæti þó gert miklu meira í baráttunni gegn loflagsbreytingum. Hann hélt stefnuræðu á hinni árlegu ráðstefnu um framtíð Norðurslóða, Artic Circle, í dag. Rúmlega 2000 manns frá yfir 40 löndum taka þátt í ráðstefnunni sem fer fram í Hörpu. Hringborð Norðurslóða eða Artic Circle er stærsti vettvangur um norðurslóðamál í heiminum í dag. Þar eru norðurslóðamálin rædd á breiðum grundvelli en helstu sérfræðingar í Norðurslóðamálum í heiminum eru staddir hér á landi og taka þátt í ráðstefnunni. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur lengi lagt áherslu á mikilvægi þess að ná samkomulagi allra þjóða heims í loftlagsmálum en þeim tímamótum var loks náð í fyrra með Parísarsamkomulaginu um aðgerðir gegn loftlagsbreytingum. Engin „reikistjarna B“ Í stefnuræðu sinni í dag sagðist hann meðal annars vera hingað komin til að fagna því sögulega samkomulagi og skoraði á fulltrúa aðildarríkjanna að fullgilda samninginn með hraði. „Nú þegar við bíðum þess að loftslagssamningurinn öðlist gildi alþjóðlega þann 4. nóvember er afar mikilvægt að þetta skjal, þessi gerningur, sem inniheldur áform leiðtoga heimsins verði umbreytt í raunverulegar aðgerðir. Ég reiði mig á öflugan stuðning ykkar,“ sagðí Ban Ki-moon. Þá talaði hann um mikilvægi aukinnar samvinnu á Norðurslóðum og hve mikilvægt framlag Artic Circle væri í þeirri samvinnu. Hann minnti gesti á að við ættum aðeins eina jörð. „Við erum ekki með áætlun B því við eigum ekki reikistjörnu B. Markmiðum um sjálfbæra þróun loftslagsbreytinga í samningnum er fyrir fólk, reikistjörnuna, frið og velsæld. Nú þegar hillir undir að loftslagssamningurinn öðlist gildi mun heimurinn verða heilnæmari og meiri velsæld og einhugur mun ríkja og við munum búa í meiri sátt við náttúruna. Það endurspeglar hyggindi okkar og er leiðarljós okkar. Vinnum saman við að bæta heiminn.“ Á blaðamannafundi sem haldinn var skömmu síðar sagði hann Ísland geta gert miklu meira í baráttunni við loftlagsbreytingar þrátt fyrir að vera leiðandi á því sviði. Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir Ísland í lykilhlutverki í málefnum Norðurslóða. Ísland gæti þó gert miklu meira í baráttunni gegn loflagsbreytingum. Hann hélt stefnuræðu á hinni árlegu ráðstefnu um framtíð Norðurslóða, Artic Circle, í dag. Rúmlega 2000 manns frá yfir 40 löndum taka þátt í ráðstefnunni sem fer fram í Hörpu. Hringborð Norðurslóða eða Artic Circle er stærsti vettvangur um norðurslóðamál í heiminum í dag. Þar eru norðurslóðamálin rædd á breiðum grundvelli en helstu sérfræðingar í Norðurslóðamálum í heiminum eru staddir hér á landi og taka þátt í ráðstefnunni. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur lengi lagt áherslu á mikilvægi þess að ná samkomulagi allra þjóða heims í loftlagsmálum en þeim tímamótum var loks náð í fyrra með Parísarsamkomulaginu um aðgerðir gegn loftlagsbreytingum. Engin „reikistjarna B“ Í stefnuræðu sinni í dag sagðist hann meðal annars vera hingað komin til að fagna því sögulega samkomulagi og skoraði á fulltrúa aðildarríkjanna að fullgilda samninginn með hraði. „Nú þegar við bíðum þess að loftslagssamningurinn öðlist gildi alþjóðlega þann 4. nóvember er afar mikilvægt að þetta skjal, þessi gerningur, sem inniheldur áform leiðtoga heimsins verði umbreytt í raunverulegar aðgerðir. Ég reiði mig á öflugan stuðning ykkar,“ sagðí Ban Ki-moon. Þá talaði hann um mikilvægi aukinnar samvinnu á Norðurslóðum og hve mikilvægt framlag Artic Circle væri í þeirri samvinnu. Hann minnti gesti á að við ættum aðeins eina jörð. „Við erum ekki með áætlun B því við eigum ekki reikistjörnu B. Markmiðum um sjálfbæra þróun loftslagsbreytinga í samningnum er fyrir fólk, reikistjörnuna, frið og velsæld. Nú þegar hillir undir að loftslagssamningurinn öðlist gildi mun heimurinn verða heilnæmari og meiri velsæld og einhugur mun ríkja og við munum búa í meiri sátt við náttúruna. Það endurspeglar hyggindi okkar og er leiðarljós okkar. Vinnum saman við að bæta heiminn.“ Á blaðamannafundi sem haldinn var skömmu síðar sagði hann Ísland geta gert miklu meira í baráttunni við loftlagsbreytingar þrátt fyrir að vera leiðandi á því sviði.
Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira