Fótbolti

Þrjár breytingar á byrjunarliðinu | Hannes og Jón Daði klárir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hannes leikur sinn fertugasta landsleik í kvöld.
Hannes leikur sinn fertugasta landsleik í kvöld. vísir/anton
Heimir Hallgrímsson gerir þrjár breytingar á byrjunarliði íslenska landsliðsins sem mætir Tyrklandi í undankeppni HM 2018 á Laugardalsvelli í kvöld.

Hannes Þór Halldórsson og Jón Daði Böðvarsson eru búnir að ná sér af meiðslunum sem útilokuðu þá frá þátttöku í leiknum gegn Finnum á fimmtudaginn og koma inn í byrjunarliðið ásamt Theodóri Elmari Bjarnasyni.

Út fara Ögmundur Kristinsson, Björn Bergmann Sigurðarson og Aron Einar Gunnarsson sem tekur út leikbann.

Birkir Bjarnason mun spila við hlið Gylfa Þórs Sigurðssonar á miðjunni. Á köntunum verða svo Jóhann Berg Guðmundsson og Theodór Elmar sem byrjar sinn fyrsta keppnisleik í tæp tvö ár.

Vísir er með beina lýsingu frá leiknum sem má finna með því að smella hér.

Byrjunarliðið gegn Tyrklandi í kvöld.grafík/garðar
Byrjunarlið Íslands: Hannes Þór Halldórsson - Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason - Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason, Gylfi Þór Sigurðsson, Theodór Elmar Bjarnason - Jón Daði Böðvarsson, Alfreð Finnbogason.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×