Flóttamannabúðir gætu risið fyrir hælisleitendur sem koma hingað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. september 2016 07:00 Björn Teitsson upplýsingafulltrúi Rauða krossins Nokkurs konar flóttamannabúðir gætu risið hér á landi ef stjórnvöld grípa ekki inn í. Um síðustu mánaðamót voru 416 hælisleitendur hjá þjónustuaðilum Útlendingastofnunar og þá voru öll pláss full. Síðan þá hafa um eitt hundrað manns bæst í hópinn. Útlendingastofnun skoðar að reisa gistiskýli fyrir flóttamenn til að allir hafi þak yfir höfuðið. Fáist ekki leyfi kemur til greina að leita á náðir Rauða krossins. „Það er neyðarástand á næsta leiti ef ekki verður gripið inn í,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. „Rauði krossinn, sem hluti af almannavarnakerfi landsins, kæmi til með að opna fjöldahjálparstöð ef öll önnur úrræði bregðast,“ bætir Björn við. Slík fjöldahjálparstöð yrði að hluta sambærileg þeim sem rísa í kjölfar náttúruhamfara eða aftakaveðurs. Sá munur er að stöð í þessu tilfelli þyrfti hækkað þjónustustig þar sem flóttamannastöðin er reist til lengri tíma en hin venjulega fjöldahjálparstöð. „Það þyrfti lágmarksfjölda fermetra á hvern og einn, stöðuga viðveru starfsmanna, heilsugæslu, sálfræðilegan stuðning og félagsstarf,“ segir Björn. Að sögn Björns hafa málefni hælisleitenda haft tilhneigingu til þess að stranda í hægagangi kerfisins. Rauði krossinn sé alltaf reiðubúinn og muni ekki skorast undan þessari samfélagslegu ábyrgð ef til félagsins verði leitað. Til þess þurfi hins vegar ekki að koma. „Húsnæðið er til hvort sem þau úrræði eru á hendi ríkisins, sveitarfélaga eða einkaaðila,“ segir Björn. „Það sem vantar er pólitískur vilji til að koma í veg fyrir þetta ástand og sem samfélag ættum við að geta gert miklu betur í þessum málum en hefur verið hingað til.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Nokkurs konar flóttamannabúðir gætu risið hér á landi ef stjórnvöld grípa ekki inn í. Um síðustu mánaðamót voru 416 hælisleitendur hjá þjónustuaðilum Útlendingastofnunar og þá voru öll pláss full. Síðan þá hafa um eitt hundrað manns bæst í hópinn. Útlendingastofnun skoðar að reisa gistiskýli fyrir flóttamenn til að allir hafi þak yfir höfuðið. Fáist ekki leyfi kemur til greina að leita á náðir Rauða krossins. „Það er neyðarástand á næsta leiti ef ekki verður gripið inn í,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. „Rauði krossinn, sem hluti af almannavarnakerfi landsins, kæmi til með að opna fjöldahjálparstöð ef öll önnur úrræði bregðast,“ bætir Björn við. Slík fjöldahjálparstöð yrði að hluta sambærileg þeim sem rísa í kjölfar náttúruhamfara eða aftakaveðurs. Sá munur er að stöð í þessu tilfelli þyrfti hækkað þjónustustig þar sem flóttamannastöðin er reist til lengri tíma en hin venjulega fjöldahjálparstöð. „Það þyrfti lágmarksfjölda fermetra á hvern og einn, stöðuga viðveru starfsmanna, heilsugæslu, sálfræðilegan stuðning og félagsstarf,“ segir Björn. Að sögn Björns hafa málefni hælisleitenda haft tilhneigingu til þess að stranda í hægagangi kerfisins. Rauði krossinn sé alltaf reiðubúinn og muni ekki skorast undan þessari samfélagslegu ábyrgð ef til félagsins verði leitað. Til þess þurfi hins vegar ekki að koma. „Húsnæðið er til hvort sem þau úrræði eru á hendi ríkisins, sveitarfélaga eða einkaaðila,“ segir Björn. „Það sem vantar er pólitískur vilji til að koma í veg fyrir þetta ástand og sem samfélag ættum við að geta gert miklu betur í þessum málum en hefur verið hingað til.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira