Flóttamannabúðir gætu risið fyrir hælisleitendur sem koma hingað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. september 2016 07:00 Björn Teitsson upplýsingafulltrúi Rauða krossins Nokkurs konar flóttamannabúðir gætu risið hér á landi ef stjórnvöld grípa ekki inn í. Um síðustu mánaðamót voru 416 hælisleitendur hjá þjónustuaðilum Útlendingastofnunar og þá voru öll pláss full. Síðan þá hafa um eitt hundrað manns bæst í hópinn. Útlendingastofnun skoðar að reisa gistiskýli fyrir flóttamenn til að allir hafi þak yfir höfuðið. Fáist ekki leyfi kemur til greina að leita á náðir Rauða krossins. „Það er neyðarástand á næsta leiti ef ekki verður gripið inn í,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. „Rauði krossinn, sem hluti af almannavarnakerfi landsins, kæmi til með að opna fjöldahjálparstöð ef öll önnur úrræði bregðast,“ bætir Björn við. Slík fjöldahjálparstöð yrði að hluta sambærileg þeim sem rísa í kjölfar náttúruhamfara eða aftakaveðurs. Sá munur er að stöð í þessu tilfelli þyrfti hækkað þjónustustig þar sem flóttamannastöðin er reist til lengri tíma en hin venjulega fjöldahjálparstöð. „Það þyrfti lágmarksfjölda fermetra á hvern og einn, stöðuga viðveru starfsmanna, heilsugæslu, sálfræðilegan stuðning og félagsstarf,“ segir Björn. Að sögn Björns hafa málefni hælisleitenda haft tilhneigingu til þess að stranda í hægagangi kerfisins. Rauði krossinn sé alltaf reiðubúinn og muni ekki skorast undan þessari samfélagslegu ábyrgð ef til félagsins verði leitað. Til þess þurfi hins vegar ekki að koma. „Húsnæðið er til hvort sem þau úrræði eru á hendi ríkisins, sveitarfélaga eða einkaaðila,“ segir Björn. „Það sem vantar er pólitískur vilji til að koma í veg fyrir þetta ástand og sem samfélag ættum við að geta gert miklu betur í þessum málum en hefur verið hingað til.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Nokkurs konar flóttamannabúðir gætu risið hér á landi ef stjórnvöld grípa ekki inn í. Um síðustu mánaðamót voru 416 hælisleitendur hjá þjónustuaðilum Útlendingastofnunar og þá voru öll pláss full. Síðan þá hafa um eitt hundrað manns bæst í hópinn. Útlendingastofnun skoðar að reisa gistiskýli fyrir flóttamenn til að allir hafi þak yfir höfuðið. Fáist ekki leyfi kemur til greina að leita á náðir Rauða krossins. „Það er neyðarástand á næsta leiti ef ekki verður gripið inn í,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. „Rauði krossinn, sem hluti af almannavarnakerfi landsins, kæmi til með að opna fjöldahjálparstöð ef öll önnur úrræði bregðast,“ bætir Björn við. Slík fjöldahjálparstöð yrði að hluta sambærileg þeim sem rísa í kjölfar náttúruhamfara eða aftakaveðurs. Sá munur er að stöð í þessu tilfelli þyrfti hækkað þjónustustig þar sem flóttamannastöðin er reist til lengri tíma en hin venjulega fjöldahjálparstöð. „Það þyrfti lágmarksfjölda fermetra á hvern og einn, stöðuga viðveru starfsmanna, heilsugæslu, sálfræðilegan stuðning og félagsstarf,“ segir Björn. Að sögn Björns hafa málefni hælisleitenda haft tilhneigingu til þess að stranda í hægagangi kerfisins. Rauði krossinn sé alltaf reiðubúinn og muni ekki skorast undan þessari samfélagslegu ábyrgð ef til félagsins verði leitað. Til þess þurfi hins vegar ekki að koma. „Húsnæðið er til hvort sem þau úrræði eru á hendi ríkisins, sveitarfélaga eða einkaaðila,“ segir Björn. „Það sem vantar er pólitískur vilji til að koma í veg fyrir þetta ástand og sem samfélag ættum við að geta gert miklu betur í þessum málum en hefur verið hingað til.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira