Nýta sér athyglina og vilja eiga vörumerkið Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. september 2016 07:00 „Málið sem er til skoðunar núna á sér talsverðan aðdraganda og hefur þegar mikil vinna farið fram af hálfu Samtaka atvinnulífsins og hóps aðildarfyrirtækja þess í samstarfi við Íslandsstofu og utanríkisráðuneytið,“ segir Bergþóra Halldórsdóttir, lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins. Fréttablaðið greindi frá því í gær að til greina kæmi að höfða mál til þess að krefjast ógildingar á skráningu bresku matvöruverslanakeðjunnar Iceland á vörumerkinu Iceland í ríkjum innan Evrópusambandsins. Í fréttinni var greint frá því að Íslandsstofa hefði skráð vörumerkið Inspired by Iceland víða erlendis. Breska matvörukeðjan Iceland hefði andmælt þegar vörumerkið hefði verið skráð fyrir vöruflokka sem skarast á við þá flokka sem vörumerki verslanakeðjunnar er skráð fyrir. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið fékk eftir að fréttin birtist í gær á þetta við um fleiri íslenska framleiðendur en þá sem markaðssetja vörur sínar undir Inspired by Iceland. Það mun ekki síst hafa farið fyrir brjóstið á íslenskum framleiðendum að á sama tíma og matvöruverslunin nýtir sér þá jákvæðu athygli sem Ísland hefur fengið, til dæmis í kringum Evrópumótið í knattspyrnu í sumar, sé fyrirtækið á sama tíma að freista þess að útiloka íslenska framleiðendur frá notkun vörumerkisins. Bergþóra segir að upprunalega hafi deilan verið vegna vörumerkjaskráningar fyrirtækisins í Bretlandi en það sem sé nú til skoðunar varði Evrópuskráningu á vörumerkinu. „Það er ekki verið að finna að því að breska matvöruverslanakeðjan Iceland Foods hafi nefnt verslanir sínar í höfuðið á ensku landheiti okkar en það sem við höfum talið óheppilegt er að Iceland Foods hefur ekki einungis skráð myndmerki sitt heldur sjálft orðmerkið Iceland,“ segir Bergþóra. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af því að slík skráning geti falið í sér takmörkun á rétti annarra til að nota orðið Iceland í vörumerkjum sínum. „Höfum við fyrst og fremst haft hag íslenskra fyrirtækja í huga í þeim efnum, þeirra sem eru að flytja út íslenskar afurðir eða hugvit og vilja tengja sig við uppruna sinn,“ segir Bergþóra.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Iceland heldur með Íslandi á EM í Frakklandi Breski stórmarkaðurinn með skemmtilega nafnið ætlar að styðja íslenska fótboltalandsliðið á Evrópumótinu í Frakklandi sem hefst eftir aðeins átta daga. 2. júní 2016 13:38 Vilja ógilda rétt á vörumerkinu Iceland Breska matvöruverslunin Iceland hefur gert athugasemdir við að Íslandsstofa noti vörumerkið Inspired by Iceland í markaðssetningu. Til skoðunar er að leggja fram kröfu til þess að ógilda rétt matvöruverslunarkeðjunnar til þess að nota v 21. september 2016 07:00 Iceland bætir Englendingum upp tapið með fríum bjór Breska verslunarkeðjan Iceland ætlar að bæta Englendingum upp tapið fyrir Íslandi á EM 2016 með því að bjóða upp á frían bjór í dag. 28. júní 2016 14:36 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Málið sem er til skoðunar núna á sér talsverðan aðdraganda og hefur þegar mikil vinna farið fram af hálfu Samtaka atvinnulífsins og hóps aðildarfyrirtækja þess í samstarfi við Íslandsstofu og utanríkisráðuneytið,“ segir Bergþóra Halldórsdóttir, lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins. Fréttablaðið greindi frá því í gær að til greina kæmi að höfða mál til þess að krefjast ógildingar á skráningu bresku matvöruverslanakeðjunnar Iceland á vörumerkinu Iceland í ríkjum innan Evrópusambandsins. Í fréttinni var greint frá því að Íslandsstofa hefði skráð vörumerkið Inspired by Iceland víða erlendis. Breska matvörukeðjan Iceland hefði andmælt þegar vörumerkið hefði verið skráð fyrir vöruflokka sem skarast á við þá flokka sem vörumerki verslanakeðjunnar er skráð fyrir. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið fékk eftir að fréttin birtist í gær á þetta við um fleiri íslenska framleiðendur en þá sem markaðssetja vörur sínar undir Inspired by Iceland. Það mun ekki síst hafa farið fyrir brjóstið á íslenskum framleiðendum að á sama tíma og matvöruverslunin nýtir sér þá jákvæðu athygli sem Ísland hefur fengið, til dæmis í kringum Evrópumótið í knattspyrnu í sumar, sé fyrirtækið á sama tíma að freista þess að útiloka íslenska framleiðendur frá notkun vörumerkisins. Bergþóra segir að upprunalega hafi deilan verið vegna vörumerkjaskráningar fyrirtækisins í Bretlandi en það sem sé nú til skoðunar varði Evrópuskráningu á vörumerkinu. „Það er ekki verið að finna að því að breska matvöruverslanakeðjan Iceland Foods hafi nefnt verslanir sínar í höfuðið á ensku landheiti okkar en það sem við höfum talið óheppilegt er að Iceland Foods hefur ekki einungis skráð myndmerki sitt heldur sjálft orðmerkið Iceland,“ segir Bergþóra. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af því að slík skráning geti falið í sér takmörkun á rétti annarra til að nota orðið Iceland í vörumerkjum sínum. „Höfum við fyrst og fremst haft hag íslenskra fyrirtækja í huga í þeim efnum, þeirra sem eru að flytja út íslenskar afurðir eða hugvit og vilja tengja sig við uppruna sinn,“ segir Bergþóra.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Tengdar fréttir Iceland heldur með Íslandi á EM í Frakklandi Breski stórmarkaðurinn með skemmtilega nafnið ætlar að styðja íslenska fótboltalandsliðið á Evrópumótinu í Frakklandi sem hefst eftir aðeins átta daga. 2. júní 2016 13:38 Vilja ógilda rétt á vörumerkinu Iceland Breska matvöruverslunin Iceland hefur gert athugasemdir við að Íslandsstofa noti vörumerkið Inspired by Iceland í markaðssetningu. Til skoðunar er að leggja fram kröfu til þess að ógilda rétt matvöruverslunarkeðjunnar til þess að nota v 21. september 2016 07:00 Iceland bætir Englendingum upp tapið með fríum bjór Breska verslunarkeðjan Iceland ætlar að bæta Englendingum upp tapið fyrir Íslandi á EM 2016 með því að bjóða upp á frían bjór í dag. 28. júní 2016 14:36 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Iceland heldur með Íslandi á EM í Frakklandi Breski stórmarkaðurinn með skemmtilega nafnið ætlar að styðja íslenska fótboltalandsliðið á Evrópumótinu í Frakklandi sem hefst eftir aðeins átta daga. 2. júní 2016 13:38
Vilja ógilda rétt á vörumerkinu Iceland Breska matvöruverslunin Iceland hefur gert athugasemdir við að Íslandsstofa noti vörumerkið Inspired by Iceland í markaðssetningu. Til skoðunar er að leggja fram kröfu til þess að ógilda rétt matvöruverslunarkeðjunnar til þess að nota v 21. september 2016 07:00
Iceland bætir Englendingum upp tapið með fríum bjór Breska verslunarkeðjan Iceland ætlar að bæta Englendingum upp tapið fyrir Íslandi á EM 2016 með því að bjóða upp á frían bjór í dag. 28. júní 2016 14:36