Pontus var verulega ósáttur með störf Péturs Guðmundssonar, dómara, sem gaf Fylki tvær vafasamar vítaspyrnur í leiknum en sleppti tveimur augljósum sem Ólsarar áttu að fá.
Pepsi-mörkin tóku frammistöðu Péturs fyrir í þættinum eftir umferðina og má sjá atvikin og umræðuna í kringum þau hér.
„Spurðu þá hvað þeir borguðu dómaranum. Guð minn góður. Þú hlýtur að sjá þetta,“ sagði Svíinn sársvekktur og benti á Fylkismennina sem voru að fagna 2-1 sigri í mikilvægum leik í fallbaráttunni.
Þessum ummælum Pontusar hefur nú verið vísað til aganefndar en það staðfestir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Fótbolti.net sem greinir frá.
Svíinn gæti verið úrskurðaður í leikbann og/eða fengið sekt fyrir ummælin.
Pepsi Max-vélina má sjá í spilaranum hér að ofan en atvikið með Pontus Nordenberg kemur eftir fimm mínútur og fimm sekúndur.