Einnig heyrist í velgjörðasendiherrum UNICEF eins og Katy Perry, Shakira, Priyanka Chopra, Pau Gasol, Daniela Mercury og ýmsum stjörnum úr tónlistarbransanum, íþróttum og kvikmyndum. Þar á meðal eru Neymar Jr, Will.i.am og Idris Elba.
Lagið endar á því að geimfarinn Samantha Cristoforetti syngur lagið í Alþjóðlegu geimstöðinni með jörðina í baksýn.
Markmiðið með myndbandinu er að auka samúð og benda á baráttu UNICEF fyrir þau 50 milljón börn sem hafa verið rifin upp með rótum og þurft að flýja ýmsar hörmungar.
Frekari upplýsingar um verkefnið má finna á vefnum Vast.