Þögn á vegum Berglind Pétursdóttir skrifar 26. september 2016 07:00 Ég er ekki þátttakandi í bíllausa lífsstílnum, þvert á móti reyni ég að keyra sem mest. Aðalástæðan fyrir því er sú að vinir mínir eru svo margir bíllausir þannig að ef ég væri ekki á bíl gætum við aldrei farið saman í bílalúgur. Ég bruna um á Jimny-smájeppa sem minnir um margt á hraðskreiðan kuldaskó í útliti. Hann er mín fyrsta sjálfrennireið og mér þykir ægilega vænt um þetta óumhverfisvæna krútt. Frá því að við hittumst fyrst hefur ýmislegt gengið á, ég er búin að klessa á einu sinni og fá stöðumælasekt eða tvær. Það hrikalegasta sem við höfum upplifað saman gerðist þó nýlega og annað eins hef ég aldrei upplifað. Útvarpið bilaði. Þegar hljóðið byrjaði að gefa sig öðru hvoru dugaði vel að dangla í gripinn, svo urðu þagnirnar lengri. Eftir nokkrir prófanir komst ég að því að ef ég keyrði harkalega yfir hraðahindrun datt græjan aftur í gang. En Adam var ekki lengi í Paradís og nú er hún alveg dauð. Í smájeppanum ríkir nú eilíf þögn. Það er fátt jafn deprímerandi og að keyra í þögn. Ég veigra mér við að bjóða fólki far, það er einfaldlega of vandræðalegt að vera fastur inni í svona litlum kuldaskó með engan hressan morgunþátt í gangi. En það er líka vont að vera þar einn. Nýlega þurfti ég að keyra úr miðborginni sem leið lá langt út á land, í Mosfellsdal. Með engan í bílnum til að tala við og ekkert að hlusta á fann ég hvernig ég sökk dýpra í innstu fylgsni huga míns. Þegar ég var við það að bugast og sveigja í veg fyrir hrossastóð datt mér í hug að rífa upp stuðið með því að æfa mig að syngja. Það reyndist langtum meira niðurdrepandi en þögnin sjálf.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun
Ég er ekki þátttakandi í bíllausa lífsstílnum, þvert á móti reyni ég að keyra sem mest. Aðalástæðan fyrir því er sú að vinir mínir eru svo margir bíllausir þannig að ef ég væri ekki á bíl gætum við aldrei farið saman í bílalúgur. Ég bruna um á Jimny-smájeppa sem minnir um margt á hraðskreiðan kuldaskó í útliti. Hann er mín fyrsta sjálfrennireið og mér þykir ægilega vænt um þetta óumhverfisvæna krútt. Frá því að við hittumst fyrst hefur ýmislegt gengið á, ég er búin að klessa á einu sinni og fá stöðumælasekt eða tvær. Það hrikalegasta sem við höfum upplifað saman gerðist þó nýlega og annað eins hef ég aldrei upplifað. Útvarpið bilaði. Þegar hljóðið byrjaði að gefa sig öðru hvoru dugaði vel að dangla í gripinn, svo urðu þagnirnar lengri. Eftir nokkrir prófanir komst ég að því að ef ég keyrði harkalega yfir hraðahindrun datt græjan aftur í gang. En Adam var ekki lengi í Paradís og nú er hún alveg dauð. Í smájeppanum ríkir nú eilíf þögn. Það er fátt jafn deprímerandi og að keyra í þögn. Ég veigra mér við að bjóða fólki far, það er einfaldlega of vandræðalegt að vera fastur inni í svona litlum kuldaskó með engan hressan morgunþátt í gangi. En það er líka vont að vera þar einn. Nýlega þurfti ég að keyra úr miðborginni sem leið lá langt út á land, í Mosfellsdal. Með engan í bílnum til að tala við og ekkert að hlusta á fann ég hvernig ég sökk dýpra í innstu fylgsni huga míns. Þegar ég var við það að bugast og sveigja í veg fyrir hrossastóð datt mér í hug að rífa upp stuðið með því að æfa mig að syngja. Það reyndist langtum meira niðurdrepandi en þögnin sjálf.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun