Leikmenn HK biðjast afsökunar á að hafa pissað á fána Breiðabliks Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. september 2016 18:47 Afsökunarbeiðni leikmanna var tekin til greina. vísir/ernir Leikmenn HK eru búnir að biðja stjórn knattspyrnudeildar afsökunar á hegðun sinni á lokahófi fótboltans um helgina en þar var pissað á fána Breiðabliks. Vefsíðan 433.is greindi fyrst frá málinu í gær en þá kom ekki fram að um leikmenn liðsins væri að ræða. HK-ingar sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins en 433.is hélt svo áfram með málið í morgun og sýndi myndband af Bjarna Gunnarssyni, framherja HK, míga á Blikafánann. Atvikið átti sér stað eins og fram hefur komið á lokahófi knattspyrnudeildar en HK-liðið tapaði 7-2 fyrir Leikni frá Fáskrúðsfirði í lokaumferðinni á heimavelli sem varð til þess að Leiknismenn héldu sér uppi. „Leikmennirnir segjast taka sameiginlega ábyrgð á atvikinu, þeir muni draga af því lærdóm og taka afleiðingum gerða sinna,“ segir í yfirlýsingunni sem má lesa í heild sinni hér að neðan.Yfirlýsing tvö í heild sinni frá HK: „Stjórn knattspyrnudeildar HK hefur móttekið afsökunarbeiðni frá leikmönnum meistaraflokks félagsins vegna ósæmilegrar meðferðar á fána Breiðabliks fyrir utan Fagralund síðastliðið laugardagskvöld. Í afsökunarbeiðni leikmanna kemur m.a. fram að leikmenn harmi atvikið og biðjist innilega afsökunar á því. Þá kemur fram að leikmennirnir telji að hegðun af þessum toga sé ekki til eftirbreytni og samræmist hvorki siðareglum né íþróttamannlegri hegðun. Leikmennirnir segjast taka sameiginlega ábyrgð á atvikinu, þeir muni draga af því lærdóm og taka afleiðingum gerða sinna. Stjórn knattspyrnudeildar HK ítrekar hér með fyrir hönd félagsins afsökunarbeiðni til allra Blika sem birt var í gær og vonast til þess að geta átt áfram gott og uppbyggilegt samstarf við Breiðablik, svo sem verið hefur. Atvikið sem um ræðir er litið alvarlegum augum og hefur því verið vísað til umfjöllunar aganefndar í samræmi við lög HK. Virðingarfyllst, Stjórn knattspyrnudeildar HK“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leikmenn HK pissuðu á fána Breiðabliks: Atvikið fordæmt og harmað HK-ingar harma atvikið. 25. september 2016 20:45 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Leikmenn HK eru búnir að biðja stjórn knattspyrnudeildar afsökunar á hegðun sinni á lokahófi fótboltans um helgina en þar var pissað á fána Breiðabliks. Vefsíðan 433.is greindi fyrst frá málinu í gær en þá kom ekki fram að um leikmenn liðsins væri að ræða. HK-ingar sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins en 433.is hélt svo áfram með málið í morgun og sýndi myndband af Bjarna Gunnarssyni, framherja HK, míga á Blikafánann. Atvikið átti sér stað eins og fram hefur komið á lokahófi knattspyrnudeildar en HK-liðið tapaði 7-2 fyrir Leikni frá Fáskrúðsfirði í lokaumferðinni á heimavelli sem varð til þess að Leiknismenn héldu sér uppi. „Leikmennirnir segjast taka sameiginlega ábyrgð á atvikinu, þeir muni draga af því lærdóm og taka afleiðingum gerða sinna,“ segir í yfirlýsingunni sem má lesa í heild sinni hér að neðan.Yfirlýsing tvö í heild sinni frá HK: „Stjórn knattspyrnudeildar HK hefur móttekið afsökunarbeiðni frá leikmönnum meistaraflokks félagsins vegna ósæmilegrar meðferðar á fána Breiðabliks fyrir utan Fagralund síðastliðið laugardagskvöld. Í afsökunarbeiðni leikmanna kemur m.a. fram að leikmenn harmi atvikið og biðjist innilega afsökunar á því. Þá kemur fram að leikmennirnir telji að hegðun af þessum toga sé ekki til eftirbreytni og samræmist hvorki siðareglum né íþróttamannlegri hegðun. Leikmennirnir segjast taka sameiginlega ábyrgð á atvikinu, þeir muni draga af því lærdóm og taka afleiðingum gerða sinna. Stjórn knattspyrnudeildar HK ítrekar hér með fyrir hönd félagsins afsökunarbeiðni til allra Blika sem birt var í gær og vonast til þess að geta átt áfram gott og uppbyggilegt samstarf við Breiðablik, svo sem verið hefur. Atvikið sem um ræðir er litið alvarlegum augum og hefur því verið vísað til umfjöllunar aganefndar í samræmi við lög HK. Virðingarfyllst, Stjórn knattspyrnudeildar HK“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leikmenn HK pissuðu á fána Breiðabliks: Atvikið fordæmt og harmað HK-ingar harma atvikið. 25. september 2016 20:45 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Leikmenn HK pissuðu á fána Breiðabliks: Atvikið fordæmt og harmað HK-ingar harma atvikið. 25. september 2016 20:45