Sam Allardyce, landsliðsþjálfari Englands í fótbolta, er í miklum vandræðum eftir að hann samþykkti 400.000 punda launagreiðslu fyrir að aðstoða austurlenska viðskiptajöfra við að komast framhjá reglum enska knattspyrnusambandsins um félagaskipti leikmanna í gegnum þriðja aðila.
Viðskiptajöfrarnir voru blaðamenn The Telegraph í dulargervi en þeir tóku samtalið upp þar sem Allardyce útskýrir málin fyrir þeim og lætur grípa sig við að segja aðra óviðeigandi hluti.
Stóri Sam gerir einnig grín að Roy Hodgson, forvera sínum hjá enska landsliðinu, og Gary Neville, aðstoðarmanni hans. Þar er meðal annars rætt um tap Englands gegn Íslandi í 16 liða úrslitum EM.
Viðræðurnar áttu sér stað á veitingastað í Austurlöndum í sumar en samkvæmt heimildum Sky Sports er enska knattspyrnusambandið nú þegar byrjað að rannsaka málið.
Starf Allardyce sem landsliðsþjálfari hangir nú á bláþræði en hann var ráðinn eftir að Hodgson tók pokann sinn á EM í sumar.
Hér má lesa alla úttekt The Telegraph.
Stóri Sam í vandræðum og gæti misst starfið
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum
Körfubolti


Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti



Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn

