Fótbolti

Alderweireld: Tottenham getur unnið Meistaradeildina

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Toby á blaðamannafundi í gær.
Toby á blaðamannafundi í gær. vísir/getty
Toby Alderweireld, miðvörður Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, segir að Lundúnarliðið geti alveg staðið uppi sem sigurvegari í Meistaradeildinni en reynsla hans hefur sýnt að ekki bara stærstu liðin koma til greina í keppninni.

Alderweireld var í liði Atlético Madrid sem var nokkrum sekúndum frá því að leggja Real Madrid í úrslitaleik fyrir tveimur árum en Real jafnaði metin í uppbótartíma og vann í framlengingu.

Þessi leikur fékk Belgann til að trúa því að eitthvað af minni liðunum í keppninni geti vel skákað stóru strákunum og unnið Meistaradeildina.

„Ég hef séð sjálfur að hvaða lið sem er getur unnið Meistaradeiildina ef það bara ætlar sér það. Ef þú ert með góðan hóp og hungur til að vinna eitthvað er það hægt,“ sagði Alderweireld á blaðamannafundi fyrir leik Tottenham gegn CSKA í Mosvku í kvöld.

„Þegar ég var hjá Atlético unnum við stór lið eins og Barcelona, Real og Bayern sem voru alltaf talin sigurstranglegri en við. En hjá Atlético vorum við með góðan hóp og gátum unnið Meistaradeildina,“ sagði Toby Alderweireld.

Tottenham þarf á sigri að halda í Moskvu í kvöld eftir að tapa fyrsta leiknum í riðlakeppninni gegn Monaco á Wembley. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 HD í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×