Fimm hurða Ford Fiesta ST Finnur Thorlacius skrifar 27. september 2016 10:09 Ford Fiesta ST er aflmikill smábíll. Núverandi gerð Ford Fiesta ST kom á markað árið 2013 og ný kynslóð bílsins verður kynnt á næsta ári sem 2018 árgerð. Áður en að því kemur ætlar Ford að bæta við 5 hurða útfærslu bílsins í Evrópu, en hingað til hefur hann aðeins fengist þar 3 hurða, þó svo hann hafi fengist 5 hurða í Bandaríkjunum. Eins og í 3 hurða útfærslu bílsins verður bíllinn með 182 hestafla 1,6 lítra EcoBoost bensínvél, en með henni er þessi snaggaralegi bíll aðeins 6,9 sekúndur í 100 km hraða og með hámarkshraðann 223 km/klst. Með fimm hurðum er Ford Fiesta ST örlítið þyngri en sá þriggja hurða og bitnar það aðeins á eyðslutölum bílsins, en það er samt hverfandi lítill munur á. Ford Fiesta ST eyðir aðeins 5,9 lítrum á hverja 100 ekna kílómetra og fá má hann nú í Brimborg í þriggja hurða útfærslu á aðeins kr. 3.990.000. Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent
Núverandi gerð Ford Fiesta ST kom á markað árið 2013 og ný kynslóð bílsins verður kynnt á næsta ári sem 2018 árgerð. Áður en að því kemur ætlar Ford að bæta við 5 hurða útfærslu bílsins í Evrópu, en hingað til hefur hann aðeins fengist þar 3 hurða, þó svo hann hafi fengist 5 hurða í Bandaríkjunum. Eins og í 3 hurða útfærslu bílsins verður bíllinn með 182 hestafla 1,6 lítra EcoBoost bensínvél, en með henni er þessi snaggaralegi bíll aðeins 6,9 sekúndur í 100 km hraða og með hámarkshraðann 223 km/klst. Með fimm hurðum er Ford Fiesta ST örlítið þyngri en sá þriggja hurða og bitnar það aðeins á eyðslutölum bílsins, en það er samt hverfandi lítill munur á. Ford Fiesta ST eyðir aðeins 5,9 lítrum á hverja 100 ekna kílómetra og fá má hann nú í Brimborg í þriggja hurða útfærslu á aðeins kr. 3.990.000.
Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent