Allardyce tók við enska landsliðinu í sumar eftir að Roy Hodgson sagði af sér eftir tapið fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi. Allardyce náði þó aðeins að stýra enska liðinu í einum leik, 0-1 útisigri á Slóvakíu.
Sjá einnig: Stóri Sam segist iðrast gjörða sinna

„Ég er reiður, ég er vonsvikinn og ég er hissa á dómgreindarbrestinum sem hann sýndi í því sem hann sagði vera draumastarfið sitt,“ sagði Shearer sem skoraði 30 mörk í 63 landsleikjum á sínum tíma.
„Ég hélt að enska landsliðið gæti ekki sokkið dýpra eftir tapið fyrir Íslandi en núna erum við aðhlátursefni í heimsfótboltanum,“ bætti Shearer við.
Gareth Southgate tekur við enska landsliðinu til bráðabirgða og stýrir því í næstu fjórum leikjum þess.