Fjársvik framin hverjar fimmtán sekúndur Sæunn Gísladóttir skrifar 28. september 2016 09:30 Glæpamenn fremja oft kortasvik í gegn um tölvur. Vísir/Getty Fjársvikarar svíkja út fé á fimmtán sekúndna fresti í Bretlandi samkvæmt upplýsingum frá Financial Fraud Action, stofnun sem bankar landsins fjármagna. CNN greinir frá því að á fyrstu sex mánuðum ársins hafi verið yfir milljón tilfelli kreditkortafalsana og fjársvika á netinu og í síma í Bretlandi. Þetta er rúmlega 53 prósenta aukning milli ára. Bankar eru orðnir betur í stakk búnir til að takast á við þessa glæpamenn á sínum heimavelli, en glæpamenn halda þó ótrauðir áfram að reyna að plata fólk, til að mynda í síma. Samkvæmt könnun stofnunarinnar sögðust 26 prósent viðskiptavina gefa upp viðkvæmar upplýsingar um bankamál sín í gegn um síma ef einhver sem segist vera bankastarfsmaður hringir, þrátt fyrir að vita að það geti haft skaðleg áhrif. Tæplega helmingur þeirra sem sögðust hafa gert það á síðasta ári töldu að raunverulegur bankastarfsmaður hefði verið að tala við þá í símann. Áætlað er að fjársvik af þessu tagi hafi numið 755 milljónum punda, jafnvirði 112 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fjársvikarar svíkja út fé á fimmtán sekúndna fresti í Bretlandi samkvæmt upplýsingum frá Financial Fraud Action, stofnun sem bankar landsins fjármagna. CNN greinir frá því að á fyrstu sex mánuðum ársins hafi verið yfir milljón tilfelli kreditkortafalsana og fjársvika á netinu og í síma í Bretlandi. Þetta er rúmlega 53 prósenta aukning milli ára. Bankar eru orðnir betur í stakk búnir til að takast á við þessa glæpamenn á sínum heimavelli, en glæpamenn halda þó ótrauðir áfram að reyna að plata fólk, til að mynda í síma. Samkvæmt könnun stofnunarinnar sögðust 26 prósent viðskiptavina gefa upp viðkvæmar upplýsingar um bankamál sín í gegn um síma ef einhver sem segist vera bankastarfsmaður hringir, þrátt fyrir að vita að það geti haft skaðleg áhrif. Tæplega helmingur þeirra sem sögðust hafa gert það á síðasta ári töldu að raunverulegur bankastarfsmaður hefði verið að tala við þá í símann. Áætlað er að fjársvik af þessu tagi hafi numið 755 milljónum punda, jafnvirði 112 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira